Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 30
Brynhildur Sverrisdóttir, framkvœmdastjóri Fjárvangs, er eina konan semgegnirstarfiframkvœmdastjóra verðbréfafyrirtœkis. ,Auðvitað er ekki hægt að alhæfa en í mínum huga eru karlmenn yfirleitt metnað- argjarnari og vilja leggja á sig meiri vinnu. “ Vilborg Lofts hefurverið aðstoðarframkvœmdastjóri VJB um árabil og sú kona sem hefur látið til sín taka á verðbréfamarkaðnum ásamt Brynhildi Sverrisdóttur ENGIN KONA BANK Engin kona er aðalbankastjóri og engin kona er i állra hæstu stjórnunarstöðunum framkvæmdastjóri veróbréfafyrirtœkis, Brynhildur Sverrisdóttir. Konum fjölgar bönkum og þó nokkrar eru Bjármálaheimurinn er harður karlaheimur, ekki síst innan bankanna. Hefðinni samkvæmt sækja mun fleiri lang- skólagengnir karlmenn og stjórnmálamenn um banka- stjórastöður og aðrar toppstöður í bönkunum, og fá, en konur þó að konur séu mjög fjölmennar innan bankanna og flestar reyndar ekki langskólagengnar. Pólitík? Já, segja sumir. Stjórnmálamenn- irnir eru karlkyns og þeir ráða félaga sína og flokksbræður á topp- inn. Bankastjórarnir raða kringum sig skoðanabræðrum sínum út frá hæfni og fagi. Þannig er talið að Finnur Ingólfsson viðskipta- ráðherra sé í vandræðum með að ráða bankastjóra í staðinn fyrir Steingrim Hermannsson í Seðlabankann. Hann gæti ráðið Helgu Jónsdóttur, sem almennt er bendluð við Framsóknarflokkinn, en hefur sett málið í bið. Hún er kona. Gamla skýringin um samstöðu karla hver með öðrum er af mörgum talin eiga við í bankaheiminum og þannig er það víðar. Þess er skemmst að minnast þegar Jón Olafsson rak Elínu Hirst af Stöð 2. Þá sagði Elín meðal annars að hún hefði verið látin gjalda þess að vera kona. Hún sagði eitthvað á þessa lund: „Ég var ekki ein af strákunum." Karlarnir vinna saman og veiða saman. Þeir eru vinir og félag- ar og eiga í viðskiptum sín í milli. Þeir standa saman þegar háar stöður eru í boði - þó að það sé ekki alltaf meðvitað. Þess eru jafn- vel dæmi að þeir vinni markvisst saman gegn kvenkyns umsækj- endum þegar feitir bitar eru í boði, tali við bankaráð og banka- stjóra til að koma sínum manni að. Sögusagnir um að konan sé ófrísk eða alvarlega veik hafa komist á kreik. GETA SJÁLFUM SÉR UM KENNT Konur hafa ekki gengið inn i feitar stöður í bönkunum í mikl- um mæli en þær geta líka sjálfum sér um kennt. Konur vilja í mörgum tilfellum frekar fastan átta tíma vinnudag frá níu til fimm en að vinna frá átta á morgnana og fram að kvöldmat eða fram á kvöld, eins og sumir karlmennirnir leggja á sig. Þær virðast ekki vera tilbúnar til þess að fara í hörkubaráttu til að koma sér áfram á vinnumarkaði enda vilja þær og þurfa þá oft að ráða sér heimil- ishjálp. Þær kjósa frekar að sinna hvorutveggja, heimili og vinnu, og eru því ekkert endilega að sækjast eftir frama á sínum vinnu- stað. Aðrir segja því: Þetta er konunum sjálfum að kenna! MYNDIR: KRISTIN BOGADOTTIR 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.