Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 22
geta unnið með öðrum að sameiginlegum markmiðum. Á hverju
ári þarf íþróttalið að setja sér markmið sem það keppir að allt árið
og til þess að ná því þarf aga og einbeitingu rétt eins og við rekst-
ur fyrirtækis.
Faðir minn vitnaði oft til Hellyers bræðra sem gerðu út 3040
togara frá Hull áratugum saman og komu talsvert við íslenska út-
gerðarsögu. Hann spurði einn þeirra eitt sinn hvernig þeir færu að
því að eiga alltaf aflahæstu skipin ár eftir ár. Hann svaraði því til að
galdurinn væri sá að vera aðeins sniðugri en hinir. Það sama á við
um íþróttalið og stjórnun fyrirtækja."
Ingibjörg er ritari í stjóm Framsóknarflokksins. Hér situr húná nýaf-
stöðnu þingi flokksins milli þeirra sem tókust á um embœtti varafor-
manns. Finnur Ingóljsson er henni á vinstri hönd en Siv Friðleijsdótt-
ir á hægri hönd.
fræðapróf og var svo þar við
ensku- og verslunarnám rétt hjá
Cambridge og var búinn að fá inni
í framhaldsnámi í Wales. Afi var á
móti því að ég ílentist ytra og vildi
að ég kæmi heim og færi í Sam-
vinnuskólann. í síðasta bréfinu sem
hann skrifar mér, 10. apríl 1967, seg-
ist hann hafa talað við Guðmund
Sveinsson skólastjóra á Bifröst, og
bætti svo við: P.s. Ég hef ekkert
heyrt í honum og það hlýtur að vera
jákvætt Afi lést síðan 16. apríl svo
þetta var hans síðasta bréf til mín.
Á sömu stundu og hann dó sat ég í
leikhúsi i Cambridge og fékk mjög
sterkt hugskeyti og var sannfærður um
að eitthvað hefði gerst heima. Ég man
meira að segja númerið á sætinu sem ég sat í. Þegar heim að skól-
anum var komið kom skólastjórinn út með þau boð til mín að ég
ætti að hringja strax heim til íslands. Þá frétti ég andlát hans.
Ég fór heim, hóf nám í Samvinnuskólanum og lauk honum
1970 og fór þá að vinna með föður mínum, 21 árs að aldri. Hann
lést síðan 1976 og þá stóð ég frammi fyrir því að taka við fyrirtæk-
inu, 25 ára gamall. Það bjargaði mér að hafa deilt skrifstofú með
honum í fimm ár og þannig fengið innsýn í starfshættina hjá hon-
um og lært af honum.“
REYNSLAN ÚR ÍÞRÓTTUNUM
Haraldur er gamall keppnismaður í fótbolta með IA og lék sjö
landsleiki fyrir íslands hönd þar fyrir utan. Telur þú þig hafa nýtt
þér reynsluna úr íþróttunum við rekstur og stjórnun fyrirtækisins?
Haraldur: „Það er enginn vafi á því. Það verður að líta á starfs-
mennina sem liðsheild og veljajákvæða einstaklinga í hópinn sem
ÁFALL
Haraldur kom að rekstri fyrirtækisins 1970 þegar það var í
djúpum öldudal. Síldarárin voru að baki, engin síld hafði veiðst í
tvö ár. Haraldur Böðvarsson&Co hafði gert út 12 báta á síld og því
var sem fótunum væri kippt undan því í einni svipan. Grípa þurfti
til róttækra aðgerða við endurnýj-
un flotans. Þessir erfiðleikar lögð-
ust þungt á herðar Haraldar sem
þá var óharðnaður stjórnandi.
Árið 1972 kiknaði hann undan
álaginu, var lagður inn á sjúkra-
hús og fékk í fyrstu þann dóm að
hann myndi aldrei vinna aftur
erfið störf. Hvað var það sem
gerðist?
Ingibjörg: „Hann hafði ein-
faldlega gengið of nærri sér.
Hann vann dag og nótt en sá
ekki fram úr erfiðleikunum. Að
bera ábyrgð á 300 starfsmönn-
um á ótryggum tímum reynd-
ist honum um megn. Hann
fékk alvarlega veirusýkingu
sem lagðist á hjartavöðvann.
Hann varð mjög veikur og fékk í kjölfarið
flesta þá fylgikvilla sem hægt er að fá.
Það var talið að hjartað hefði orðið fyrir varanlegum skaða
þannig að Haraldur myndi ekki þola neina áreynslu. Við höfðum
aðeins verið gift í mánuð þegar þetta gerðist. Við bjuggum þá á
annarri hæð í blokk og okkur var meira að segja bent á að kaupa
íbúð á jarðhæð því hann mátti ekkert reyna á sig. Hann fór reglu-
lega til læknisins og það voru ekki uppörvandi ferðir, eða niður-
stöður. Ég var hins vegar alltaf sannfærð um að hann myndi lækn-
ast. Það var ekki fyrr en við heimsóttum Árna Kristinsson hjarta-
sérfræðing að hjólin fóru að snúast í rétta átt. Hann náði sér að
fullu og eftir sat dýrmæt reynsla sem varð okkur báðum holl.“
Haraldur: „Þetta átti sér langan aðdraganda með mörgum ein-
kennum. Þetta áfall kenndi mér í eitt skipti fyrir öll þá lexíu að líf-
ið er dýrmætara en allir peningar, völd og virðing. Allt lífsviðhorf
manns breytist við að missa heilsuna og maður endurmetur öll
lífsgæði."
ERINGIBJÖRG ÝTIN?
Þú spyrö hvernig ég stjórna. Mér er sagt aö ég sé ýtin. Fólkið mitt í ráðuneytinu finnur fyrir því en í heilbrigðisráðuneytinu
vinna aðeins 32. Þannig að það er mikið lagt á hvern og einn, þar standa menn undir merkjum þrátt fyrir óguðlegt álag.
Ég sæki ráð til þessa fólks.
22