Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 56
Ejármál
HVAÐ KEYPTIR ÞU
FYRIR MIKIÐ í FBA?
Qarið ekki á taugum!" Þannig svaraði hinn kunni prófessor
við Wharton háskólann í Bandaríkjunum, Jeremy Sie-
gel, þegar hann í endaðan október var spurður út í lækk-
unina á bandaríska hlutabréfamarkaðnum og hvað ijárfestar ættu
að gera. Allt virtist vera að fara á versta veg; Asíukreppa,
heimskreppa og ástandið í Rússlandi. En aðeins um tuttugu dög-
um síðar komu íréttir um að Dow Jones hlutabréfavísitalan
vestanhafs hefði náð sögulegu hámarki. Fljótt skipast veður í Iofti.
Það verða alltaf sveiflur. Vel á minnst, lögmál Siegel varðandi
hlutabréfakaup mun vera einfált Kaupið, eigið og endurtakið.
Virtasti fjárfestir Bandaríkjanna, Warren Buffett, sem þekkt-
ur er fyrir hnyttin tilsvör og að vera eini milljarðamæringurinn
sem gerir skattaskýrsluna sína sjálfur, sagði eitt sinn um tauga-
veiklun manna vegna sveiflna á hlutabréfamarkaði: „Eftir að hafa
keypt hlutabréf í fyrirtæki, sem ég met vænlegt er mér sama þótt
markaðurinn loki í tíu ár. Hann er hvort sem er alltaf lokaður um
helgar og það hefúr aldrei truflað mig.“ Eitt af lögmálum Buffetts
er raunar svona: „Geymið bréfin og glejmiið markaðnum í langan
tíma - og reynið ekki að spá í eða hafa áhyggjur af hagkerfinu!“
Orð þessara manna eiga erindi til íslenskra fjárfesta sem marg-
ir hverjir urðu órólegir þegar hlutabréfavísitalan lækkaði. Sá, sem
keypti hlutabréf í almennum hlutabréfasjóðum í byrjun ágúst fyr-
ir um 2 milljónir, þegar Urvalsvisitala Verðbréfaþings var í um
1.150 stígum, svaf eflaust ekkert of vært í byrjun nóvember þegar
vísitalan hafði hrunið niður í 1.020 stig - eða um 11,3% - og bréfin
hans höfðu lækkað um 230 þúsund krónur. Var allt á hverfanda
hveli? Síðan hefúr vísitalan hækkað. Niðurstaðan: Hlutabréfakaup
eru langtímafjárfesting og verða aldrei neitt annað. „Það má loka
markaðnum,“ eins og Buffett segir. En það má líka snúa dæminu
við þegar hlutabréf lækka í verði og líta á markaðinn sem tækifæri
í stað þess að fyllast einhverjum bölmóð; kaupa bréf þegar þau eru
á lágu verði!
Sífellt fleiri kaupa hlutabréf vegna aukins áhuga á þessu sparn-
aðarformi og kaupa umfram skattaskammtinn. Kaupin eru að jafú-
ast meira yfir árið og fólk kaupir þegar það telur hentugt að kaupa
og sér gott færi til að skora. Að þessu sinni verður skattaafslátt-
urinn um 80 þúsund að hámarki á einstakling, þ.e.
hlutabréfakaup fyrir um 130 þúsund skila sér í 60%
skattaafslætti eða um 80 þúsund krónum. Fyrir Al-
þingi liggur frumvarp um þessa upphæð sem Geir
H. Haarde íjármálaráðherra fullyrðir að verði sam-
þykkt í þessum mánuði. En jafnframt ætlar hann að
lengja binditímann sem gefúr afsláttinn og miða hann
við 5 áramót í staðinn fyrir 3 ár. Núna miðast skattaaf-
slátturinn við 40% af 130 þúsund hlutabréfakauum og
er að hámarki um 52 þúsund. Það breytist.
Undanfarnar vikur hafa á margan hátt verið sér-
stakar vegna mikillar eftirspurnar á hlutabréfamark-
aðnum. Fjárfestar hafa komið auga á góð færi, eins
w
Jeremy Siegel er þrófessor við
hinti virta Wharton háskóla í
Bandaríkjunum. Lögmál hans
er: „Kauþið, eigið og endurtak-
ið“. Ráðlegging hans er: „Farið
ekki á taugum“.
Valdimar Tómasson, fram-
kvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins
Hlífar, er enn eitt árið ávöxtun-
arkóngurinn í lífeyrissjóðakerf-
inu. Hlíf skilaði 13,5% raun-
ávöxtun á síðasta ári.
FJARMAL:
Jón G. Hauksson
og útboðin í Landsbankanum, Fjárfestingarbanka atvinnulífsins
og Skýrr sýna. Þörfin fyrir að fá fjármálafyrirtæki út á hlutabréfa-
markaðinn er greinilega mikil og það verður eflaust engum vand-
kvæðum bundið að selja hlutinn í Búnaðarbankanum í þessum
mánuði. Margir líta raunar svo á að hagkvæmt sé að kaupa í upp-
hafsútboði þegar ríkisfyrirtæki eru einkavædd - verðið sé þá lágt.
I Landsbankanum voru boðin út bréf að nafnverði 1 milljarð-
ur og var hlutafé bankans aukið úr 5,5 í 6,5 milljarða. Um 12.200
manns keyptu bréf í útboðinu.
Þegar 49% hlutur rikisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífs-
ins, um 3,3 milljarðar að nafnverði, var boðinn út á genginu 1,4 -
eða á um 4,6 milljarða - flæddi yfir alla bakka. Umframeftirspurn
reyndist í kringum 14 milljarðar því alls bárust kauptilboð fyrir
yfir 18 milljarða í bréfin. Hátt í 11 þúsund manns skráðu sig fyrir
hluL Kennitölumálið er auðvitað sérkapítuli og sýnir að nokkrir
stórir kaupendur - í gegnum verðbréfafyrirtækin - eru að bítast um
bankann. Vissulega gerir kennitölumálið það að verkum að raun-
verulegur áhugi almennings er ekki alveg ljós. Engu að síður
myndaðist ótrúleg stemmning í útboðinu. Setningin í þjóðfélaginu
þessa daga var einfaldlega: „Hvað keyptir þú fyrir mikið í FBA?“
FORSTJÓRINN ÁVAXTAR FÉ Þin
Þótt sú skoðun sé ríkjandi að hagstætt sé að kaupa hlutabréf í
ríkisfyrirtækjum við einkavæðingu þeirra er ljóst að eitthvað er að
þegar útboðin flæða margfalt yfir bakka sína; ríkið er greinilega að
tapa fé. Þegar þetta er skrifað, föstudaginn 27. nóvember, voru
bæði Landsbankinn og FBA skráðir á Verðbréfaþingi. Fyrstu
kauptilboð benda til að gengi bréfanna sé að hækka og það stað-
festir auðvitað að verð bréfanna var of lágt. Ekki er alveg ljóst
hvers vegna þessi gífurlega stemmning gaus upp við útboðin í
Landsbankanum og FBA. Ástæðurnar eru eflaust lágt
verð, boð nokkurra banka um lán til fólks fyrir kaup-
unum og líflegir stjórnendur - en Bjarni Ármanns-
son, forstjóri FBA og meðbræður hans hafa þá ímynd
að vera líflegir og ferskir menn. ímynd Landsbankans
hefur batnað eftdr uppstokkunina í vor þegar Halldór
Jón Kristjánsson tók við. Það má ekki gera litið úr
trú manna á stjórnendum; flestir hlutabréfaspekingar
ráðleggja fólki einmitt að kaupa ekki í fyrirtækjum
nema það hafi mikla trú á stjórnendum þeirra. „Horf-
ið á forstjórana og fjárfestið í sigurvegurum. Þið eruð
jú einu sinni að treysta þeim til að ávaxta fé ykkar,"
segir Buffett, svo vitnað sé aftur í hann.
56