Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1998, Qupperneq 56

Frjáls verslun - 01.10.1998, Qupperneq 56
Ejármál HVAÐ KEYPTIR ÞU FYRIR MIKIÐ í FBA? Qarið ekki á taugum!" Þannig svaraði hinn kunni prófessor við Wharton háskólann í Bandaríkjunum, Jeremy Sie- gel, þegar hann í endaðan október var spurður út í lækk- unina á bandaríska hlutabréfamarkaðnum og hvað ijárfestar ættu að gera. Allt virtist vera að fara á versta veg; Asíukreppa, heimskreppa og ástandið í Rússlandi. En aðeins um tuttugu dög- um síðar komu íréttir um að Dow Jones hlutabréfavísitalan vestanhafs hefði náð sögulegu hámarki. Fljótt skipast veður í Iofti. Það verða alltaf sveiflur. Vel á minnst, lögmál Siegel varðandi hlutabréfakaup mun vera einfált Kaupið, eigið og endurtakið. Virtasti fjárfestir Bandaríkjanna, Warren Buffett, sem þekkt- ur er fyrir hnyttin tilsvör og að vera eini milljarðamæringurinn sem gerir skattaskýrsluna sína sjálfur, sagði eitt sinn um tauga- veiklun manna vegna sveiflna á hlutabréfamarkaði: „Eftir að hafa keypt hlutabréf í fyrirtæki, sem ég met vænlegt er mér sama þótt markaðurinn loki í tíu ár. Hann er hvort sem er alltaf lokaður um helgar og það hefúr aldrei truflað mig.“ Eitt af lögmálum Buffetts er raunar svona: „Geymið bréfin og glejmiið markaðnum í langan tíma - og reynið ekki að spá í eða hafa áhyggjur af hagkerfinu!“ Orð þessara manna eiga erindi til íslenskra fjárfesta sem marg- ir hverjir urðu órólegir þegar hlutabréfavísitalan lækkaði. Sá, sem keypti hlutabréf í almennum hlutabréfasjóðum í byrjun ágúst fyr- ir um 2 milljónir, þegar Urvalsvisitala Verðbréfaþings var í um 1.150 stígum, svaf eflaust ekkert of vært í byrjun nóvember þegar vísitalan hafði hrunið niður í 1.020 stig - eða um 11,3% - og bréfin hans höfðu lækkað um 230 þúsund krónur. Var allt á hverfanda hveli? Síðan hefúr vísitalan hækkað. Niðurstaðan: Hlutabréfakaup eru langtímafjárfesting og verða aldrei neitt annað. „Það má loka markaðnum,“ eins og Buffett segir. En það má líka snúa dæminu við þegar hlutabréf lækka í verði og líta á markaðinn sem tækifæri í stað þess að fyllast einhverjum bölmóð; kaupa bréf þegar þau eru á lágu verði! Sífellt fleiri kaupa hlutabréf vegna aukins áhuga á þessu sparn- aðarformi og kaupa umfram skattaskammtinn. Kaupin eru að jafú- ast meira yfir árið og fólk kaupir þegar það telur hentugt að kaupa og sér gott færi til að skora. Að þessu sinni verður skattaafslátt- urinn um 80 þúsund að hámarki á einstakling, þ.e. hlutabréfakaup fyrir um 130 þúsund skila sér í 60% skattaafslætti eða um 80 þúsund krónum. Fyrir Al- þingi liggur frumvarp um þessa upphæð sem Geir H. Haarde íjármálaráðherra fullyrðir að verði sam- þykkt í þessum mánuði. En jafnframt ætlar hann að lengja binditímann sem gefúr afsláttinn og miða hann við 5 áramót í staðinn fyrir 3 ár. Núna miðast skattaaf- slátturinn við 40% af 130 þúsund hlutabréfakauum og er að hámarki um 52 þúsund. Það breytist. Undanfarnar vikur hafa á margan hátt verið sér- stakar vegna mikillar eftirspurnar á hlutabréfamark- aðnum. Fjárfestar hafa komið auga á góð færi, eins w Jeremy Siegel er þrófessor við hinti virta Wharton háskóla í Bandaríkjunum. Lögmál hans er: „Kauþið, eigið og endurtak- ið“. Ráðlegging hans er: „Farið ekki á taugum“. Valdimar Tómasson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Hlífar, er enn eitt árið ávöxtun- arkóngurinn í lífeyrissjóðakerf- inu. Hlíf skilaði 13,5% raun- ávöxtun á síðasta ári. FJARMAL: Jón G. Hauksson og útboðin í Landsbankanum, Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og Skýrr sýna. Þörfin fyrir að fá fjármálafyrirtæki út á hlutabréfa- markaðinn er greinilega mikil og það verður eflaust engum vand- kvæðum bundið að selja hlutinn í Búnaðarbankanum í þessum mánuði. Margir líta raunar svo á að hagkvæmt sé að kaupa í upp- hafsútboði þegar ríkisfyrirtæki eru einkavædd - verðið sé þá lágt. I Landsbankanum voru boðin út bréf að nafnverði 1 milljarð- ur og var hlutafé bankans aukið úr 5,5 í 6,5 milljarða. Um 12.200 manns keyptu bréf í útboðinu. Þegar 49% hlutur rikisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins, um 3,3 milljarðar að nafnverði, var boðinn út á genginu 1,4 - eða á um 4,6 milljarða - flæddi yfir alla bakka. Umframeftirspurn reyndist í kringum 14 milljarðar því alls bárust kauptilboð fyrir yfir 18 milljarða í bréfin. Hátt í 11 þúsund manns skráðu sig fyrir hluL Kennitölumálið er auðvitað sérkapítuli og sýnir að nokkrir stórir kaupendur - í gegnum verðbréfafyrirtækin - eru að bítast um bankann. Vissulega gerir kennitölumálið það að verkum að raun- verulegur áhugi almennings er ekki alveg ljós. Engu að síður myndaðist ótrúleg stemmning í útboðinu. Setningin í þjóðfélaginu þessa daga var einfaldlega: „Hvað keyptir þú fyrir mikið í FBA?“ FORSTJÓRINN ÁVAXTAR FÉ Þin Þótt sú skoðun sé ríkjandi að hagstætt sé að kaupa hlutabréf í ríkisfyrirtækjum við einkavæðingu þeirra er ljóst að eitthvað er að þegar útboðin flæða margfalt yfir bakka sína; ríkið er greinilega að tapa fé. Þegar þetta er skrifað, föstudaginn 27. nóvember, voru bæði Landsbankinn og FBA skráðir á Verðbréfaþingi. Fyrstu kauptilboð benda til að gengi bréfanna sé að hækka og það stað- festir auðvitað að verð bréfanna var of lágt. Ekki er alveg ljóst hvers vegna þessi gífurlega stemmning gaus upp við útboðin í Landsbankanum og FBA. Ástæðurnar eru eflaust lágt verð, boð nokkurra banka um lán til fólks fyrir kaup- unum og líflegir stjórnendur - en Bjarni Ármanns- son, forstjóri FBA og meðbræður hans hafa þá ímynd að vera líflegir og ferskir menn. ímynd Landsbankans hefur batnað eftdr uppstokkunina í vor þegar Halldór Jón Kristjánsson tók við. Það má ekki gera litið úr trú manna á stjórnendum; flestir hlutabréfaspekingar ráðleggja fólki einmitt að kaupa ekki í fyrirtækjum nema það hafi mikla trú á stjórnendum þeirra. „Horf- ið á forstjórana og fjárfestið í sigurvegurum. Þið eruð jú einu sinni að treysta þeim til að ávaxta fé ykkar," segir Buffett, svo vitnað sé aftur í hann. 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.