Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 49
MARKAÐSMÁL
og: Ástríða, fjölskyldan,
fegurð, list, tækni, menn-
ing, daður, langt brauð,
rauðir drykkir, matur,
sveitin, stefnumót, róman-
tík, kvikmyndir, sterkt
kaffi, heimspekileg um-
ræða, fallegar línur, tíska,
vellíðan og Renault
ÍSLAND EINS OG
FRAKKLAND
Þessi auglýsingaher-
ferð, sem fékk ísland til þess að líta út eins
og Frakkland, var gerð af auglýsingastof-
unni Gott fólk. Það voru þeir Sveinn Líndal,
Hjörvar Harðarson og Börkur Arnarson
sem voru helstu hugmyndasmiðirnir við
gerð hennar. Það var síðan hinn þekkti aug-
lýsingaleikstjóri, Styrmir Sigurðsson, sem
stýrði persónum og leikendum við hinar eig-
inlegu tökur. Framleiðandi var Sjónarspil,
með Fahad Fal Jabali í broddi fylkingar.
„Þetta hófst í byrjun ársins þegar gerð
var könnun meðal stórs hóps fólks sem ný-
lega hafði keypt bíl og reynt að ráða í hvert
viðhorf þess til hinna ýmsu bíltegunda
væri,“ sagði Friðrik Bjarnason markaðsstjóri
B&L en það fyrirtæki flytur inn Renault
„Það kom í ljós að Renault fékk mun já-
kvæðari viðbrögð meðal fólks en fyrirfram
haíði verið reiknað með. I framhaldinu var
ákveðið að fjárfesta í auglýsingaherferð sem
myndi styrkja þá traustu ímynd sem við urð-
um varir við að Renault hafði.“
Fulltrúar B&L settust á rökstóla með
hugmyndasmiðum Góðs fólks og það
kraumaði í pottinum fram eftir sumri en þá
voru menn komnir niður á útfærslu sem þeir
töldu að myndi ganga og allir voru sáttir við.
„Það sem fyrst og fremst vakti fyrir okk-
ur var að skapa stemningu eða hughrif og
höfða til tilfinninga fólks en ekki eyða tíman-
um í að telja upp aukahluti eða fara í
saumana á tækniatriðum. Við gengum út frá
því að það að keyra franskan bíl væri slík
upplifun að þér fyndist eins og þú værir þeg-
ar kominn hálfa leið til Frakklands, eða
lengra, þegar þú værir kominn undir stýri.
Það var þessi tilfinning sem við vildum koma
á framfæri," sagði Sveinn Undal sem var
einn þeirra sem bjuggu til auglýsinguna.
Það er alltaf erfitt að finna fólk sem hent-
ar vel í auglýsingar og í
þessu tilviki vildu
menn forðast þekkt
andlit. Þegar á hólminn
var komið reyndist
nokkuð auðvelt að
finna tökustaði sem
báru alþjóðlegt eða
franskt yfirbragð. Oft
þurfti aðeins einn eða
tvo smáhluti í leik-
myndina til að gera
Reykjavík franska.
„Þessi herferð er í fullum gangi og mark-
miðið er í fyrstu atrennu að styrkja imynd
bílsins og síðan, þegar upplifun fólks af
Renault er orðin trausþ getum við snúið okk-
ur að því að auglýsa tækniatriði," sagði
Sveinn Undal.
Sveinn taldi það skoðun manna sem að
þessu verkefni hefðu komið að margt af
þeim aukahlutum sem lögð væri áhersla á að
auglýsa í nútfmabílum væri fólk farið að taka
sem sjálfsagðan hlut og því þyrfti að leika á
aðra strengi en þá að viðkomandi bíll væri
með ABS hemlakerfi, líknarbelgi eða álfelg-
ur.
HVAÐ VILTU SEGJA MEÐ ÞVÍ
AÐ KAUPA RENAULT
„Við teljum okkur hafa fengið góða svör-
un nú þegar,“ sagði Friðrik Bjarnason, mark-
aðsstjóri B&L, sem vildi þó taka fram að end-
anlegar tölur lægju ekki fyrir fyrr en um mitt
næsta ár.
Framleiðsla auglýsingaherferðar eins og
þessarar kostar á bilinu 3 til 3,5 milljónir en
síðan er eftir allur birtingarkostnaður. Að
sögn Friðriks er erfitt að meta heildarkostn-
að að svo komnu máli en að mati blaðsins
getur hann orðið 4-6 milljónir. Heildarkostn-
aður við gerð og birtingu slíkrar herferðar
getur því hæglega farið í tæpar 10 milljónir
króna.
„Það sem við viljum festa í huga fólks er
að með þvi að kaupa sér Renault sé það að
gefa ákveðna yfirlýsingu. Það er að segja
ákveðna hluti um sjálft sig með því að velja
þennan bíl frekar en einhvern annan.
Þarna vega hlutir eins og fágun, vandaður
stíll og menning þungt á metunum og við
teljum að það náist skýrt firam í þessum
auglýsingum." S5
/v
y
REWAUU
Sécwké 1 Þkiganc
_ A
V5' — - REWÁlIU
!
Þessar blaðaauglýsingar fylgdu í kjölfar-
ið á sjónvarþsauglýsingunum. Þœr sýna
svo ekki verður um villst að það er auð-
velt að láta Island líta út eins og Frakk-
land, ef þess þarf.
HVAÐ ER NÚ ÞETTA?
Ástríöa, fjölskyldan, fegurð, list, tækni, menning, daður, langt brauð, rauðir drykkir, matur,
sveitin, stefnumót, rómantík, kvikmyndir, sterkt kaffi, heimspekileg umræða, fallegar
línur, tíska, vellíðan og Renault.
PERSONUR OG LEIKENDUR:
Hugmynd og handrit:
Hjörvar Harðarson og Börkur Arnarson
Leikstjórn og handrit:
Styrmir Sigurðsson
Samskipti:
Sveinn Líndal og Friðrik Bjamason
Framleiðandi: Sjónarspil
Framkvæmdastjórn: Fahad Falur Jabali
Kvikmyndataka: Hálfdán Theódórsson
Leikmynd: Stígur Steinþórsson
Búningar: Hrönn Traustadóttir
Hár og förðun: Helga Bjartmars
49