Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 57
Frosti Bergsson, forstjóri Op- inna kerfa. Fyrirtœkið hefur hagnast um nær 270 milljónir með kauþunum á Skýrr í fyrra. Gunnar Felixsson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar. Sameiningin við Tryggingu mun hækka hlutabréf Trygg- ingamiðstöðvarinnar í verði. Warren Buffet: „Geymið hluta- bréfin og gleymið markaðnum. Reynið alls ekki að spá í eða hafa áhyggjur af hagkerfinu. “ Bjarni Armannsson, forstjóri FBA. Sterk ímynd hans á fjár- málamarkaðnum hefur eflaust ýtt undir hina miklu eftirspurn eftir bréfum í bankanum. En það er þetta með stemmninguna. Hafi menn haldið að hún væri búin eftir FBA- ævin- týrið þar sem umframáskrift var fjórföld kom annað í ljós í Skýrr-útboðinu þar sem 44% hlutur ríkisins og Reykjavíkurborgar var seldur. Þar var um tífalda umframáskrift að ræða! Sagt og staðið. Nafnverð hlutabréfa í Skýrr er 200 milljónir. Snemma á síðasta ári keyptu Opin kerfi 51% hlut í fýrirtækinu, 102 milljónir króna á genginu 1,58. Starfsmenn eiga 5% eða 10 milljónir að nafnverði. I útboðinu á dögun- um var 44% hluturinn, að nafnverði um 88 milljónir, seldur í tvennu lagi; 78 milljónir í almennri sölu á genginu 3,2 og 10 milljónir í sér- útboði en þær seldust á genginu 4,2. Kaupendur voru Handsal og FBA. Yfir 8 þúsund manns skráðu sig fyrir hlut í Skýrr. Af því sést að kennitölustríð verðbréfafýrirtækjanna, sem hófst í FBA-út- boðinu, hélt áfram í Skýrr-útboðinu. Þær hræringar sem hafa átt sér stað á þessu ári á hlutabréfa- markaði sýna að íjárfestar geta hagnast verulega á hlutabréfa- kaupum. Þannig er ljóst að Opin kerfi, með Frosta Bergsson, for- stjóra fyrirtækisins, í fararbroddi, hafa hagnast umtalsvert á kaup- unum á Skýrr. Opin kerfi keyptu 102 milljónir á genginu 1,58 og greiddu því rúma 161 milljón fýrir hlutinn en núna fengjust um 430 milljónir fyrir hann miðað við að gengið sé í kringum 4,2. Af þessu sést að Opin kerfi gætu hagnast um 270 milljónir á kaupunum seldu þau hlut sinn núna. Þá fjárfestu Opin kerfi einnig í Hans Pet- ersen á síðasta ári en fyrirtækið verður skráð á Verðbréfaþingi inn- an skamms. Ein litríkasta sala fyrirtækis á árinu er eflaust salan á Baugi í sumar þar sem FBA og Kaupþing eignuðust í sameiningu um 75% í honum. Síðan hafa fyrirtækin verið að selja úr pakkanum. Eitt- hvað mun þó vera eftir. Til stendur að skrá Baug á Verðbréfaþing á næsta ári. Sömuleiðis mun Vöruveltan, 10-11, verða skráð á þingið snemma á næsta ári. Þá mun lyfjafyrirtækið Delta, sem er á Opna tilboðsmarkaðn- um, sömuleiðis verða skráð á Verðbréfaþingið á næsta ári. Nýjasta fréttín á hlutabréfa- markaðnum er svo auðvitað sameining Tryggingamiðstöðv- arinnar og Tryggingar undir merkjum fyrrnefnda félagsins. Sameiningin fer þannig fram að hluthafar í Tryggingu eignast tæp 22% í Trygginga- miðstöðinni. Lífeyrismál hafa verið mjög í brennideplinum á ár- inu en ný lög um lífeyrissjóði tóku gildi 1. júlí sl. Mik- il nauðsyn er á auknum lífeyrissparnaði landsmanna og má búast við að skylduaðildin að lífeyrissjóðum, sem skattayfirvöld mun fylgjast með að verði fram- fylgt, auki ráðstöfunarfé lífeyrissjóða umtalsvert. Margir einyrkjar hafa t.d. trassað að greiða í lífeyris- sjóði. Igjöld í lífeyrissjóði eru núna 10%. Frá launþegum koma 4% og frá atvinnurekendum 6%. Frá áramótum verður launþegum heimilt að greiða 2% til viðbótar í lífeyrissjóði, td. séreignasjóði óski þeir eftír því. Þá liggur fyrir firumvarp á Alþingi, sem væntan- lega verður samþykkt, um að atvinnurekendur geti greitt 0,2% tíl viðbótar í lífeyrissjóði starfsmanna sinna gegn því að trygginga- gjaldið lækki á móti um 0,15%. Gert er ráð fyrir að umrædd 2,2% í viðbótariðgjöld skili sér í auknum sparnaði upp á rúma 5 millj- arða króna. Viðbótin er skattfrjáls fyrir launþegann. Hafi hann 200 þúsund á mánuði og nýti sér 2% viðbótarsparnaðinn verða skattskyldar tekjur hans 196 þúsund á mánuði. Auk þess getur hann dregið sín hefðbundnu 4% iðgjöld ffá skattí. Þannig verður hann samtals með 6% sem skattafrádrátt vegna lífeyrissparnaðar. Lífeyrissjóðirnir munu gildna á næsta ári vegna fleiri sjóðfélaga og betri skila á lífeyrisiðgjöldum. Sjóðirnir verða að koma þessu fé í lóg og þess vegna má búast við að þeir verði enn sterkari fjárfest- ar á innlendum hlutabréfamarkaði sem og skuldabréfamarkaði. Jafnframt má reikna með að þeir leití í auknum mæli út fyrir lands- steinana með fjárfestingar og dreifi þannig áhættunni. Staða almenna lífeyriskerfisins er nokkuð sterk og var hrein raunávöxtun margra þeirra á bilinu 6 til 13% á síðasta ári. Iifeyris- sjóðurinn Hlíf er enn eitt árið sigurvegarinn í ávöxtun sjóðanna með raunávöxtun upp á um 13,5% á síðasta ári. Valdimar Tómasson er framkvæmda- stjóri sjóðsins og maðurinn á bak við þennan stórglæsilega árangur. Hann er enn eitt árið ávöxtunarkóngurinn í lífeyris- sjóðakerfinu. Lífeyrissjóður Austurlands, með Gísla Marteinsson í farabroddi, var líkt og í fyrra í öðru sætí á eftír Lífeyrissjóðn- umHlíf. H5 3ow Jones- vísitalan ( aldrei verið hæn'i a Æwhln.ðmU Úrvalsvísitala Verðbréfaþings fór hœst 12. ágúst en lœkkaði síðan skarþt. Hún hefur verið á upþleið að undanförnu. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.