Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 64
Sigurður Sigurgeirsson, 34 ára útibússtjóri Landsbankans á Akureyri. „Landsbankinn er að taka miklum breytingum; fá jákvœðari og frísklegri ímynd. Það var raunar ein afástœðum þess að ég réð mig til hans á sínum tíma. “ FV-mynd: Gunnar Sverrisson. lengst af við flölskyldu- og útgerðarfyrir- tækið Magnús Gamalíelsson hf„ sem ný- lega var sameinað Þormóði ramma-Sæ- bergi hf, en þar vann Sigurður í fiski og var á sjó öll sumur meðan hann var í námi. Eiginkona Sigurðar er Þórgunnur Stef- ánsdóttir frá Hlöðum í Hörgárdal. Þór- gunnur er starfsmaður hjá Ferðamálaráði Islands á Akureyri og eiga hún og Sigurð- ur tvo syni, Davíð Má, sem er sjö ára, og Kristinn Reyr, sem er tveggja ára. Sigurður á tvær systur, sú eldri heitir Sigurbjörg og býr á Akureyri og sú yngri heitir Kristín og er búsett í Noregi. Frá Ólafsfirði hélt Sigurður til Akureyr- ar en frá Akureyri fór hann til Ástralíu þar sem hann dvaldi í eitt ár sem skiptinemi. Eftir þá dvöl kláraði hann nám sitt við Menntaskólann á Akureyri en settist þá á skólabekk í Háskóla íslands til að læra við- skiptafræði. Síðustu tvö árin í Háskólanum vann Sigurður með náminu hjá KPMG Endurskoðun hf. og fór hann að vinna hjá samstarfsfyrirtæki þeirra á Akureyri, End- SKAMMUR AÐDRAGANDI Sigurður Sigurgeirsson, 34 ára, er nýr útibússtjóri Landsbankans á Akureyri og svæöisstjóri bankans á Norðurlandi. Ráðningu hans bar brátt að! igurður Sigurgeirsson er nýr úti- bússtjóri Landsbankans á Akur- eyri og svæðisstjóri bankans á Norðurlandi. Það hefur farið hljótt um Sig- urð síðan hann tók við starfinu í byrjun mars sl. en forveri hans, Eiríkur Jóhanns- son, er orðinn kaupfélagsstjóri hjá Kaupfé- lagi Eyfirðinga. „Þetta hafði stuttan aðdraganda," segir Sigurður um ráðningu sína og það hversu hljótt hún fór. „Þegar Eiríkur ákveður að hætta hefur Sverrir Hermannsson sam- band við mig og spyr hvort ég vilji taka þetta að mér, a.m.k. tímabundið þar til stað- an yrði auglýst, en síðan yrði að ráðast með framhaldið. Það kom mér í sjálfú sér ekkert á óvart að hann skyldi ræða þetta við mig enda hafði ég átt ________________ mikið og gott samstarf við þáverandi svæðisstjóra og þekkti vel til viðskipta bankans á svæðinu. Bank- TEXTI: Halla Bára Gestsdóttir inn þurfti að brúa ákveðið bil og lítill tími var til stefnu. Ég ákvað að slá til og láta reyna á þetta hvort sem starfið yrði til lengri eða skemmri tíma.“ Nú hefur Sigurður formlega verið ráð- inn útibússtjóri Landsbankans á Akureyri og svæðisstjóri bankans á Norðurlandi eystra og hann viðurkennir að þótt svar hans við spurningu Sverris hafi verið já- kvætt hafi hann óneitanlega velt því fyrir sér hvort starfið hentaði honum og hvort hann réði við það. HVER ER SIGURÐUR? Sigurður Sigurgeirsson er fæddur á Ak- ureyri, bolludaginn 10. febrúar árið 1964. Hann er Ólafsfirðingur, sonur hjónanna Sigurgeirs Magnússonar ,útgerðarmanns frá Ólafs- firði, og Katrínar Sigur- geirsdóttur frá Akureyri. Foreldrar hans störfuðu urskoðun-Akureyri, að námi loknu. Sigurð- ur er löggiltur endurskoðandi. SVARAÐIÁ STAÐNUM Sigurður segir að hann hafi alltaf ætlað sér í framhaldsnám og í raun standi það ennþá tíl. „Ég var að velta því fyrir mér þeg- ar ég hætti hjá Endurskoðun 1996 en bauðst þá vinna hjá Landsbréfum við að setja upp skrifstofu fyrir þá á Akureyri. Hún var opnuð í ágúst sama ár og hafði með höndum starfsemi á fyrirtækja- og stofn- anasviði. Mér fannst þetta mjög spennandi starf og i þvi fólst góð reynsla fyrir mig.“ Sigurður fékk nokkur stór verkefni strax í byrjun. M.a. skuldabréfaútboð fyrir Samherja, sem þá var að færa sig inn á markaðinn. Stuttu síðar fór fram hlutafjár- útboð Samherja, sem var eitt stærsta verk- efni á þessu sviði í langan tíma. Sigurður hafði umsjón með verkinu en mikið af þvi var unnið fyrir norðan. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.