Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 64
Sigurður Sigurgeirsson, 34 ára útibússtjóri Landsbankans á Akureyri. „Landsbankinn er að
taka miklum breytingum; fá jákvœðari og frísklegri ímynd. Það var raunar ein afástœðum
þess að ég réð mig til hans á sínum tíma. “ FV-mynd: Gunnar Sverrisson.
lengst af við flölskyldu- og útgerðarfyrir-
tækið Magnús Gamalíelsson hf„ sem ný-
lega var sameinað Þormóði ramma-Sæ-
bergi hf, en þar vann Sigurður í fiski og var
á sjó öll sumur meðan hann var í námi.
Eiginkona Sigurðar er Þórgunnur Stef-
ánsdóttir frá Hlöðum í Hörgárdal. Þór-
gunnur er starfsmaður hjá Ferðamálaráði
Islands á Akureyri og eiga hún og Sigurð-
ur tvo syni, Davíð Má, sem er sjö ára, og
Kristinn Reyr, sem er tveggja ára. Sigurður
á tvær systur, sú eldri heitir Sigurbjörg og
býr á Akureyri og sú yngri heitir Kristín og
er búsett í Noregi.
Frá Ólafsfirði hélt Sigurður til Akureyr-
ar en frá Akureyri fór hann til Ástralíu þar
sem hann dvaldi í eitt ár sem skiptinemi.
Eftir þá dvöl kláraði hann nám sitt við
Menntaskólann á Akureyri en settist þá á
skólabekk í Háskóla íslands til að læra við-
skiptafræði. Síðustu tvö árin í Háskólanum
vann Sigurður með náminu hjá KPMG
Endurskoðun hf. og fór hann að vinna hjá
samstarfsfyrirtæki þeirra á Akureyri, End-
SKAMMUR AÐDRAGANDI
Sigurður Sigurgeirsson, 34 ára, er nýr útibússtjóri Landsbankans á Akureyri og
svæöisstjóri bankans á Norðurlandi. Ráðningu hans bar brátt að!
igurður Sigurgeirsson er nýr úti-
bússtjóri Landsbankans á Akur-
eyri og svæðisstjóri bankans á
Norðurlandi. Það hefur farið hljótt um Sig-
urð síðan hann tók við starfinu í byrjun
mars sl. en forveri hans, Eiríkur Jóhanns-
son, er orðinn kaupfélagsstjóri hjá Kaupfé-
lagi Eyfirðinga.
„Þetta hafði stuttan aðdraganda," segir
Sigurður um ráðningu sína og það hversu
hljótt hún fór. „Þegar Eiríkur ákveður að
hætta hefur Sverrir Hermannsson sam-
band við mig og spyr hvort ég vilji taka
þetta að mér, a.m.k. tímabundið þar til stað-
an yrði auglýst, en síðan yrði að ráðast
með framhaldið. Það kom mér í sjálfú sér
ekkert á óvart að hann skyldi ræða þetta
við mig enda hafði ég átt ________________
mikið og gott samstarf við
þáverandi svæðisstjóra og
þekkti vel til viðskipta
bankans á svæðinu. Bank-
TEXTI:
Halla Bára Gestsdóttir
inn þurfti að brúa ákveðið bil og lítill tími
var til stefnu. Ég ákvað að slá til og láta
reyna á þetta hvort sem starfið yrði til
lengri eða skemmri tíma.“
Nú hefur Sigurður formlega verið ráð-
inn útibússtjóri Landsbankans á Akureyri
og svæðisstjóri bankans á Norðurlandi
eystra og hann viðurkennir að þótt svar
hans við spurningu Sverris hafi verið já-
kvætt hafi hann óneitanlega velt því fyrir
sér hvort starfið hentaði honum og hvort
hann réði við það.
HVER ER SIGURÐUR?
Sigurður Sigurgeirsson er fæddur á Ak-
ureyri, bolludaginn 10. febrúar árið 1964.
Hann er Ólafsfirðingur, sonur hjónanna
Sigurgeirs Magnússonar
,útgerðarmanns frá Ólafs-
firði, og Katrínar Sigur-
geirsdóttur frá Akureyri.
Foreldrar hans störfuðu
urskoðun-Akureyri, að námi loknu. Sigurð-
ur er löggiltur endurskoðandi.
SVARAÐIÁ STAÐNUM
Sigurður segir að hann hafi alltaf ætlað
sér í framhaldsnám og í raun standi það
ennþá tíl. „Ég var að velta því fyrir mér þeg-
ar ég hætti hjá Endurskoðun 1996 en
bauðst þá vinna hjá Landsbréfum við að
setja upp skrifstofu fyrir þá á Akureyri. Hún
var opnuð í ágúst sama ár og hafði með
höndum starfsemi á fyrirtækja- og stofn-
anasviði. Mér fannst þetta mjög spennandi
starf og i þvi fólst góð reynsla fyrir mig.“
Sigurður fékk nokkur stór verkefni
strax í byrjun. M.a. skuldabréfaútboð fyrir
Samherja, sem þá var að færa sig inn á
markaðinn. Stuttu síðar fór fram hlutafjár-
útboð Samherja, sem var eitt stærsta verk-
efni á þessu sviði í langan tíma. Sigurður
hafði umsjón með verkinu en mikið af þvi
var unnið fyrir norðan.
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
64