Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 19
FORSÍÐUGREIN
ann heitir Haraldur Sturlaugsson og er forstjóri HB,
Haraldar Böðvarssonar hf. sem er annað stærsta sjávarút-
vegsfyrirtæki landsins og velti 5,3 mflljörðum króna á síð-
asta ári. Fyrirtækið er elsta útgerðarfyrirtækí landsins, stofnað
1906. Það var gert að almenningshlutafélagi 1991 og er í dag sjötta
verðmætasta fyrirtækið á Verðbréfaþíngi. Sex sameiningar á sjö
árum og hagræðing hefur skilað þvi í fremstu röð á sínu sviði en
síðast var HB sameinað Miðnesi í Sandgerði. 1 dag starfa um 450
manns hjá HB á Akranesi og í Sandgerði og fyrirtækið greiddi 1,4
milljarða í laun á síðasta ári.
Hún heitir Ingibjörg Pálmadóttir og er heilbrigðis-og trygg-
ingamálaráðherra. Heílbrigðisráðherra sætir hefðbundinni gagn-
rýni og Ingibjörg hefur staðið í eldlinunni allt kjörtímabilið og oft
þurft að veija ákvarðanir sínar og nkisstjórnarinnar af fuHum
þunga. Hún segist hafa sóst eftir embættinu og gjarnan vilja gegna
því áfram næsta kjörtímabil. Ráðuneyti hennar ráðstafar um 65
milljörðum króna af opinberu fé til heílbrigðisþjónustu og ekki
síður til tryggingamála. Starfsmenn hins opinbera á þessu sviði
skipta þúsundum.
Hann er þriðji forstjóri HB frá 1906 og tók við fjölskyldufyrir-
tækinu 25 ára gamall. Skin og skúrir hafa skipst á í rekstri fyrir-
tækisins. Það hefur gengið í gegnum síldarmissi og loðnugróða,
þorsksamdrátt og kvótakerfi og Haraldur hefur ásamt samstarfs-
mönnum breytt því í almenningshlutafélag. í dag er staða HB
sterk en stundum var útlitið svart
Hún er alin upp austur á Hvolsvelli þar sem ekki sér tíl sjávar
og kom sem ungur hjúkrunarfræðingur til starfa á Akranesi og
ætlaði að vera í nokkra mánuði. Síðan eru um 27 ár. Hann ólst upp
á skrifstofum HB&Co, á bryggjunum og í beitningaskúrunum
undir handaijaðri afa síns og nafna. Hann var alinn upp til að taka
við stjórninni.
Haraldur og Ingibjörg búa í húsinu sem nafni og afi Haraldar
byggði, steinsnar frá höfninni. I næsta húsi býr móðir Haraldar og
Sturlaugur sonur þeirra Haraldar og Ingíbjargar er að ffytja inn á
aðra hæðina í því húsi. Fijáls verslun heimsótti þessi atorkusömu
hjón og ræddi við þau um allt milli himins og jarðar en mest um
sjávarútveg og stjórnmál.
Haraldur og Ingibjörg eiga jjóra syni og þessi mynd er tekin af þeim í
einni af reglulegum gönguferðum þeirra meö þeim yngsta sem heitir
Haraldur og er sériega handgenginn fóður sinum.
betur fer tókst það. Okkur óraði þó ekki fyrir þeirri þróun sem hef-
ur orðíð síðan. Við náðum miklu fjármagni inn í fyrirtækið með
þessu móti og það gaf okkur afl til uppbyggingar og endurbóta.
Menn voru hvattir til hagræðingar vegna aflasamdrattar. í dag,
eftir víðtæka sameiningu og hagræðingu, hefur HB aflaheimíldir
í þorski samtals upp á um 5.000 tonn, en árið 1981 veiddi Harald-
ur Böðvarsson, minnsti togari okkar, einn 2500 tonn af þorski."
HEFÐUM MINNKAÐ HÆGT 0G RÓLEGA
BREYTT í HLUTAFÉLAG
Við byrjum á því að spyrja Harald hvemig fyrirtækið hafi náð
svo háum aldri sem raun ber vitni?
Haraldur. „Það er fyrrverandi og núverandi starfsfólki að
þakka en til þess að haldast á góðu fóUd þarf fyrirtækið alltaf að
vera í takt við tímann. Það er nauðsynlegt að vera framarlega í þró-
uninni, bæði til sjós og lands.
Við stigum míkilvægt skref 1991 þegar fyr-
irtækið var gert að almenningshlutafélagi. Það
var verið að steypa saman nokkrurn fyrirtækj-
um hér á Akranesi, bæði HB&Co, sem var þá
fjölskyldufyrirtæki, og nokkrum öðrum sem við áttum hlut í og
bærinn átti einnig stóran hlut í.
Þetta var afskaplega umdeilt mál hér á Akranesi, kom fyrst til
umræðu 1988, svo það tók langan tíma að fá alla til að taka þátt í
þessu. Við trúðum á þetta og töldum þetta vera framtíðina og sem
Auk HB&Co voru það Síldar- og fiskimjölsverksmiðja Akra-
ness hf., Heimaskagi hf. og Sigurður hf. sem voru sameinuð í
fyrstu atrennu. Arið 1996 var útgerðarfyrirtækið Krossvík hf. síð-
an sameinað HB og síðan Miðnes hf. ári seinna, 1997. Hvemig
stæði HB i dag ef til þessara aðgerða hefði ekki verið gripið?
Haraldur „Eg býst við að HB&Co hefði dregið saman seglin
og minnkað hægt og rólega til að mæta samdrætti í afla. Það hef-
ur hinsvegar aHtaf verið okkar stefna að vera í far-
arbroddi og þetta sýndist okkur vera eina leiðin.
Fyrirtækin voru í ákveðinni kyrrstöðu og ég er
sannfærður um að það væri margt öðruvísi á
Akranesi í dag ef ekki hefði orðið af þessu. Við
værum ekki búnir að endurnýja fiskvinnsluna, byggja nýja fiski-
mjölsverksmiðju upp á 800-900 milljónir eða endurnýja hluta
skipaflotans.
Eg segi stundum að bestu ákvarðanirnar séu teknar þegar aU-
ir eru á móti þeim. Þótt stjórnendur geti reiknað sig til ákvörðun-
TEXTI: Páll Ásgeir Ásgeirsson
MYNDIR: Geir Ólafsson
HJÓNABANDIÐ GÓÐUR UNDIRBÚNINGUR
Ég lærði af honum að gera langtímaáætlanir, hann hugsar alltaf 10 ár fram í tímann. Ég hef stundum sagt að ég hefði aldrei komist
í gegnum þetta ráðherraverkefni ef ég hefði ekki verið gift útgerðarmanni í öll þessi ár.
19