Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 41
FERÐAÞJONUSTA gefast upp þótt við værum búnir að eyða óhemju peningum í þetta. I holu númer 23 hittum við á mjög góða holu sem var svo heit að það þurfti að setja á hana skilvindu til að skilja vatnið frá gufunni og hún gefur af sér um 50 sekúndulítra af 100 stiga heitu vatni. Upp úr þessu stofnuðum við saman hitaveitufélag 10 bændur og leiddum vatn á alla bæina auk þess sem við seljum sum- arbústaðabyggðinni talsvert vatn og fer það vaxandi. Holan góða er einnig látin framleiða rafmagn og mætti áreiðanlega gera meira af því ef menn vildu. Allir hluthafar fengu úthlutað einum hlut sem þýddi hálfan sekúndulítra af heitu vatni. Síðan máttu menn kaupa fleiri hluti og ég á orðið níu hluti.“ I landi Björns eru um 120 sumarbústað- ir sem eru ýmist í eigu einkaaðila eða fé- lagasamtaka. Þar að auki eru í nærliggj- andi löndum bústaðir stórra félagasam- taka á borð við VR, BHMR og fleiri svo á þessu svæði gætu verið nokkur hundruð manns á góðum degi. ERUM ÓDÝRARIEN HITAVEITA REYKJAVÍKUR „Það má segja að með tilkomu heita vatnsins haii allt breyst. Eftirspurnin eftir bústöðum jókst og hitaveitan fór að hafa tekjur. Við seljum tonnið á 30 krónur ,sem þætti ódýrt í Reykjavík, en það að hafa hita í bústöðunum er forsendan fyrir því að fólk vill vera hér á veturnar. Allan veturinn er meira og minna fullbókað í flesta félagsbú- staðina og margir eru í einkabústöðum." Það var árið 1989 sem heita vatnið fannst og síðan hefur Björn staðið í stöðugri uppbyggingu sem miðar öll að því að hafa sem mesta og fjölbreyttasta þjón- ustu og afþreyingu fyrir ferðamennina. Fyrst kom lítál verslun, sem hann kallar í gamni kaupfélagið, þar sem séð er fyrir brýnustu nauðsynjum. Síðan kom sund- laugin, sem borið hefur hróður staðarins víða, og loks var byggður veitingastaður þar sem 250 manns geta skemmt sér við bestu aðstæður. „Þetta hefur orðið mjög vinsælt og nú er bókað í þetta meira og minna allar helg- ar ársins. A tyrstu árunum eftír að þetta var opnað unnum við hjónin meira en við höf- um nokkurn tímann gert en nú höfum við leigt veitíngareksturinn hér til Jóhannesar Stefánssonar í Reykjavík sem er einn sá traustasti í greininni og reynslan af fyrsta árinu lofar mjög góðu. Það verður stöðugt algengara að fólk Björn ásamt eiginkonu sinni, Ágústu Ólafsdóttur, sem stjórnar Útlilíð með honum. komi hingað og haldi árshátíðir. Það kem- ur seinnipart dags austur, bregður sér í sund eða golf eða á hestbak og borðar síð- an saman um kvöldið og skemmtír sér og fer svo í bæinn aftur. Helst vildi ég geta boðið öllum gistingu." BYGGÐISUMARHÚS FYRIR MJÓLKURKVÓTANN Það stefnir reyndar leynt og ljóst í það að sá draumur Björns rætíst. A besta stað við þjónustumiðstöðina í Uthlíð standa sex lítil hús sem hvert getur hýst sex nætur- gestí. Það sjöunda er í smíðum og verður byggði fyrstu tvo bústaðina. Þá var rekstur- inn hér orðinn alltof mikill tíl þess að vera með mjólkurbú meðfram. Það er krefjandi starf að vera mjólkurbóndi og maður verð- ur að gefa sig allan í það. Það er líka erfið vinna og ekki fyrir gamla menn eins og mig.“ FJÖLSKYLDA í FERÐAÞJÓNUSTU Um reksturinn í Uthlíð er starfrækt hlutafélag sem er í eigu Björns, konu hans, Agústu Olafsdóttur, og barna þeirra; Olafs, hæstaréttarlögmanns á Selfossi, Hjördísar íslenskufræðings, sem vinnur á Stöð 2, Sig- HRAKSPÁRNAR RÆTTUST EKKI „Menn sögðu aö hér yröi látlaust fyllirí og ágangur allan sólarhringinn. Staöreyndin er sú að hingað kemur aðallega fjölskyldufólk til að njóta náttúrunnar og hvíla sig. Þetta eru bestu viðskiptavinir sem hægt er að hugsa sér og aldrei hafa verið nein vandræði hér.“ sérstakt ástarhreiður, lítill bústaður sem stendur svolítið frá hinum. Þar verður rúm fyrir tvo, yfirbyggður lúxuspottur með heitu vatni og frábært útsýni. Þetta sér Björn fyrir sér sem athvarf fýrir elskendur á öllum aldri og á að verða tilbúið næsta sumar. „Það má eiginlega segja að þessir bú- staðir séu byggðir fyrir mjólkurkvótann. Eg var með stórt mjólkurbú árum saman og var kominn með 126 þúsund lítra kvóta en 1994 hættí ég því, seldi kvótann og ríðar dýralæknis, sem býr á Hólum í Hjalta- dal, og Jónínu, sem hefúr lokið námi í markaðsfræði. En hvernig er verkaskipt- ingin? „Agústa, kona mín, er yfir hinum dag- lega rekstri hér, launamálum, starsfmanna- haldi og fleiri þáttum. Hér vinna 13 starfs- menn á sumrin en við reynum að halda þessu gangandi á veturna. Olafur, sonur minn, sér um alla samningagerð og þess háttar en ég hef umsjón með framkvæmd- um og legg fram mínar hugmyndir um út- ÍBÚAFJÖLDINN FER í N0KKUR ÞÚSUND MANNS Á SUMRIN í landi Björns eru um 70 sumarbústaðir sem eru ýmist í eigu einkaaðila eða félaga- samtaka. Þar að auki eru í nærliggjandi löndum bústaðir stórra félagasamtaka á borð við VR og BHMR. Á góðum sumardegi eru nokkur þúsund manns á svæðinu - og leggur það grunninn að veldi Björns bónda. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.