Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1998, Page 28

Frjáls verslun - 01.10.1998, Page 28
Friðrik Skúlason á og rekur með konu sinni fyrirtceki sem græddi tæpar 76 milljónir á síð- asta ári fyrir skatta. Hann lærði sálfræði ásamt tölvufrœði og er talinn meðal snjöllustu veirubana í tölvubrans- anum. FV-mynd: Geir Ólafsson. A VEIRUNUM Friörik Skúlason tölvufræðingur.; sem rekur sam- nefnt fyrirtæki er hálfgerö goösögn í íslenskum tölvuheimi. Hann hefur alltaffariö sínar eigin leiöir og stundum á undan samtíma sínum. TEXTI: PÁLL ÁSGEIRSSON riðrik hefur selt hugbúnað gegn- um Internetið frá árinu 1989 og byggir afkomu fyrirtækisins að mestu á útflutningi í dag. Friðrik Skúlason ehf. er nýflutt í eigið húsnæði við Þverholt 18. Þar starfa alls um 30 manns. Helmingurinn vinnur við hugbúnaðargerð, sölu og þjónustu en helmingurinn starfar að sérstöku ætt- fræðiverkefni sem Friðrik er að vinna í samstarfi við Islenska erfðagreiningu og miðar að því að koma ættfræðiupplýsing- um um alla Islendinga inn í einn gagna- grunn. Samkvæmt lista Frjálsrar verslunar yfir stærstu tyrirtæki landsins velti Friðrik Skúlason ehf. 176 milljónum árið 1997 og hagnaður fyrir skatta var 76 milljónir króna. Var þetta ár sérstaklega gott eða er þetta venjulegt uppgjör? „1998 verður ekki eins gott en það þýð- ir ekkert að spyrja mig út í peningamálin. Eiginkona mín, ljármálastjórinn okkar, sér um þá hlið,“ sagði Friðrik Skúlason. „Góð afkoma fyrirtækisins skýrist meðal annars af því að við kostum engu til í auglýsingar eða markaðsmál sem er stór kostnaðarliður hjá mörgum fyrirtækjum í þessari grein. Mörg fyrirtæki í hugbúnað- argeiranum eru í verkefnavinnu sem þýð- ir að launakostnaður getur verið 80% af tekjum. Við erum í útflutningi á eigin hug- búnaði og eigum í rauninni enga samleið og fátt sameiginlegt með flestum íslensk- um fyrirtækjum á þessu sviði.“ Friðrik hefur starfað við hugbúnaðar- gerð frá 1987 en reksturinn varð að fyrir- tæki 1993. Friðrik og kona hans, Björg Marta Olafsdóttir, eru einu eigendurnir. Fyrsta forritið sem Friðrik skrifaði til almennrar sölu var gert 1987. Það hét Þjóðráður og var ætlað til að reikna út kosningaúrslit. Örfá eintök af því voru seld á almennum markaði. „Ég vann þetta ásamt Bergþóri Skúla- syni sem er ekki bróðir minn. Fyrsta for- ritið sem ég skrifaði og gaf einhverjar tekj- ur var stafsetningarforritið Púki. Það varð á sínum tíma mest selda íslenska forritið." Næst kom heimilisbókhaldsforrit sem hét Bryndis í höfuðið á Bryndísi Schram. Það seldist ekkert. Síðan kom ættfræðifor- ritið Espólin í árslok 1988 og það hefur selst nokkuð vel. Það var síðan í ársbyrjun 1989 sem Friðrik sneri sér að vírusforrit- um. „Ég notaði Internetið til markaðssetn- ingar frá upphafi. Ég kynntist því þar sem ég var að vinna hjá Reiknistofnun háskól- 28

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.