Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 60

Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 60
ItjÁRMÁL SÖGULEGAR VIKUR AÐ BAKI Aö þessu sinni er þaö Siguröur Einarsson, forstjóri Kaupþings, sem skrifar um veröbréfamarkaöinn. Hann segir sögulegar vikur aö baki - og markaöinn betri! ndanfarnar vikur hafa verið sögu- legar á innlendum hlutabréfa- markaði. Að baki eru nokkur hlutafjárútboð, þeirra á meðal hið stærsta í sögu innlends hlutabréfamarkaðar. Gengi hlutabréfa hefur sveiflast verulega, m.a. vegna hins mikla framboðs bréfa, en það sem er kannski hvað markverðast er að við stöndum frammi fyrir gjörbreyttum hluta- bréfamarkaði í dag. Þá hafa erlendir fjár- festar loks látið á sér kræla á innlendum hlutabréfamarkaði, nokkuð sem ég tel að við eigum eftir að sjá mun meira af á kom- andi misserum. Mikið framboð hlutabréfa nú á fyrstu vetrarmánuðum hafði nokkur áhrif á verð hlutabréfa á eftirmarkaði. Áhugi fjárfesta á markaðnum dvínaði og virtíst sem stærri fjárfestar sem og einstaklingar héldu nokkuð að sér höndum þar tíl að þessum útboðum afstöðnum. Greinilegt er að markaðurinn vanmat getu innlendra ljárfesta til að taka við svo stórum útboðum á jafn skömmum tíma. Fyrirfram hafði verið talið að þessi útboð myndu standa nokkuð í markaðinum og fyr- ir bragðið dró nokkuð úr eftirspurn á eftir- markaði. Raunin reyndist hins vegar allt önnur og það er kannski ekki síst athyglis- vert vegna þess að útboðin kláruðust nær alveg án aðkomu stærstu fagfjárfestanna. Til dæmis var gert ráð fyrir því að umtals- verður hluti útboðs Fjár- festíngarbankans W myndi flytjast yfir í til- WM boðshluta útboðsins en niðurstaðan varð hins vegar hið gagn- stæða. Gríðarlegum- ffameftir- spurn varð í út- ORÐIÐ HEFUR: Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings boðinu og þegar áskriftarhlutanum var lokið var ljóst að ekkert myndi standa eftir af út- boðinu fyrir tílboðshlutann. Aður en útboð á hlutabréfum FBA fór fram hafði Lands- banki Islands aukið hlutafé sitt um 15% og var metþátttaka í útboðinu og þar varð einnig að skerða hámarkshlut all nokkuð. Hlutafjárútboð Skýrr sem kom strax í kjölfarið sýndi sömu merki. Þrátt fýrir að útboðið væri mun minna að umfangi skráðu tæplega 8.000 einstaklingar sig fyr- GJÖRBREYTTUR MARKAÐUR Við stöndum frammi fyrir gjörbreyttum hlutabréfamarkaði. Til þessa hefur mark- aðurinn verið nokkuð einsleitur og hafa sjávarútvegsfyrirtæki haft mikið vægi. Þetta er að breytast með tilkomu fjár- mála- og þjónustufyrirtækja á VÞÍ. ir hlut í Skýrr og varð niðurstaðan sú að eftirspurnin var u.þ.b. 13 sinnum meiri en ffamboð bréfa. I ljósi þessa þarf vart að hafa miklar áhyggjur af getu markaðarins til að taka við þeim hlutafjárútboðum sem enn er ólokið ef þau verða rétt verðlögð. Eftirmarkaður með hlutabréf hefur heldur ekki látið á sér standa í kjölfarið. Eftir heldur rislitíð haust má segja að markaðurinn hafi hrokkið upp af værum svefni og hefur úrvalsvísitala VÞÍ nú hækkað um tæp 6% á aðeins tveimur vik- um (m.v. 24. nóvember) eftir að hafa lækk- að nær stöðugt ífá miðjum ágúst. Frá ára- mótum hefur vísitalan hins vegar hækkað um rúm 8%. Skýring þessarar hækkunar nú er þríþætt að mínu mati. I fyrsta lagi tel ég að markaðurinn hafi gert sér grein fyrir því að eftirspurn eftir hlutabréfum hafi verið mun meiri en áður var talið og því væri vart ástæða til að ótt- ast frekari lækkanir á gengi hlutabréfa ein- göngu vegna einhverrar ládeyðu á mark- aðnum. I öðru lagi er líklegt að þær lækkanir sem á undan höfðu gengið hafi valdið því að hlutabréf væru orðin ákjósanlegur fjár- festíngarkostur að nýju. Um miðjan ágúst virtust fjárfestar skyndilega vera því sem næst einhuga um að innlendur hlutabréfa- markaður væri orðinn of dýr. Erlendir markaðir höfðu lækkað nokkuð auk þess sem talsverð hækkunarhrina var að baki hér innanlands. Nokkur leiðrétting átti sér þvi stað, sem blessunarlega tók styttri tíma nú en í fyrravor er segja má að það hafi tek- ið markaðinn rúmt ár að leiðrétta sig. Hins vegar virtist það gilda markaðinn einu hvaða félög lækkuðu. I þriðja lagi má auðvitað nefha að er- lendir hlutabréfamarkaðir hafa tekið veru- legan kipp á nýjan leik og hefur bandaríski hlutabréfamarkaðurinn nú t.d. að nýju náð svipaðri stöðu og í sumar áður en lækkan- ir þar ytra hófúst. Það sem er þó ef til vill hvað jákvæðast við þá þróun sem átt hefur sér stað á und- anförnum vikum er að við stöndum frammi fyrir gerbreyttum hlutabréfamark- aði í dag. Til þessa hefúr markaðurinn ver- ið nokkuð einsleitur og hafa sjávarútvegs- fyrirtæki haft þar gríðarlegt vægi. Þessi mynd er hins vegar að breytast hratt þessa dagana. Fyrsta tryggingafélagið hefur nú verið skráð á VÞÍ auk þess sem þijú stór fjármálafyrirtæki verða skráð innan tíðar. Þá bætist fyrsta hreina hugbúnaðarfyrir- tækið i hóp skráðra fyrirtækja í desember. Að auki hefur stærsta verslanakeðja lands- manna, Baugur, lýst því yfir að fyrirtækið muni sækjast eftir skráningu á VÞI í byrjun næsta árs. Ein verslunarkeðja tíl viðbótar, 10-11, hefur þegar fylgt í kjölfarið. Þegar þessi fyrirtæki verða skráð mun vægi sjáv- arútvegs minnka úr tæplega helmingi af markaðsvirði hlutabréfa á Aðallista VÞÍ í rúman þriðjung. Fjármála- og trygginga- fyrirtæki munu hins vegar auka vægi sitt úr 13% í 27% og þjónustufyrirtæki munu í fyrsta sinn fá eitthvert vægi á markaðinum. Með öðrum orðum mun ásýnd markaðar- ins breytast til muna og tíl hins betra; fleiri stærri fyrirtæki auka sölumöguleika og auðveldara verður að ná fram góðri áhættudreifingu. SD 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.