Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 32
STJORNUN
allir karlmenn verða bankastjórar og það
sama gildir um konurnar,” svarar hún.
FYRIRMYNDINA VANTAR
Kolbrún telur konur ekki nógu ágengar
þegar um frama er að ræða, ekki nægilega
sýnilegar og kunni leikreglurnar kannski
ekki nógu vel. Karlmenn hafi frekar lært leik-
reglurnar af öðrum karlmönnum eða hafi tileinkað sér þær gegn-
um lærða hegðun af íyrirmyndum sínum. „Kona sem æðsti stjórn-
andi fyrirtækis er ekki fyrirmyndin sem mín kynslóð sér.” Kol-
brún telur það vel geta farið saman að einhverju leyti að vera með
heimili og vera á iramabraut.
„Margur karlmaðurinn óskar þess að taka meiri þátt í Ijöl-
skyldulífinu. Ef báðir aðilarnir sækjast eftir frama verður að kom-
ast að málamiðlun. Eg tel að karlmaðurinn fái jafnmikið út úr þvi
að gefa eftir því að hann fær þá meiri skerf af íjölskyklulífitiu en
annars. Þjóðfélagið í dag er að breytast. Til að komast í toppstöðu
þarf ákveðinn bakgrunn, reynslu, menntun og fleira, og vissulega
þarf stjórnandinn að vera vakinn og sofinn yfir fyrirtækinu en
vinnudagurinn þarf ekki að vera óeðlilega langur. Svo er spurning
hvernig tímanum er hagrætt með fjölskyldunni.”
ÞEIR FARA ÞÁ LEYNT MEÐ ÞAÐ...
- En þessi hefðbundna skýring að karlar vilji ekki hleypa kon-
um að?
„Þegar við keppum, hvort sem það er í íþróttum eða atvinnulífi,
viljum við ekki hleypa öðrum að. Það er eðlilegt. Ég held að þetta
beinist ekkert frekar gegn konum. Karlkyns umsækjandi vill ekki
að annar karlkyns umsækjandi fái stöðuna frekar en hann sjálfur,”
svarar Kolbrún og kveðst aldrei hafa orðið vör við að karlar standi
saman gegn konum. „Þeir fara þá alveg rosalega leynt með það,”
segir hún en telur ekki óhugsandi að karlmenn hafi ómeðvitaða
tilhneigingu til að ráða aðra karlmenn fremur en konur.
„Karlmenn eru oft við stjórnvölinn þegar verið er að ráða í
toppstöður og kannski sjá þeir meiri samsömun í því að ráða karl-
mann en konu af því að þeir þekkja ekki annað. Það má vel vera
að það hafi ómeðvituð áhrif á þá og það er þá bara af því að það er
reglan. Við erum svo föst í því hefðbundna.” 33
BRYNHILDUR SVERRISDOniR
F J Á R V A N G I
„Konur hafa verið mun skemur á vinnumarkaði en
karlar. Spurningin er því hvenœr en ekki hvort þær
komist í stjórnunarstöður Þetta tekur bara tíma. “
rynhildur Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Fjárvangs,
tekur undir þau orð Kolbrúnar að konur hafi í vaxandi
mæli komist í stöður fjármálastjóra eða markaðsstjóra en
ekki alla leið á toppinn. Hún segir að innan verðbréfafyrirtækj-
anna sinni konur frekar bókhaldi og bakvinnslu en karlarnir frek-
ar verðbréfamiðlun. „Mín reynsla er sú að konur séu einfaldlega
betri í bókhaldinu,” segir Brynhildur og bætir við að verðbréfa-
miðlararnir þurfi „mikið að vera á tánum”, vinna við afkastahvetj-
andi kerfi. Konur séu ekki jafn hrifnar af því.
Þegar Brynhildur hóf fyrst störf hjá for-
vera Fjárvangs, Fjárfestingarfélaginu, árið
1988 segir hún að konur hafi verið fjölmennar
á verðbréfamarkaði en körlunum hafi
kannski Ijölgað meira í stjórnunarstöðum.
Skiptingin hafi hins vegar haldist hefðbundin
hjá Fjárvangi. Almennt talað eru konur þó
ffekar í undantekningatilfellum í verðbréfamiðlun og jdirmanns-
stöðum í fyrirtækjunum.
BARA SPURNINGIN HVENÆR
Brynhildur bendir á að titlar, staða og laun fari ekki endilega
saman. Þannig segir hún að sölustörf séu oft með hæst launuðu
störfum á verðbréfamarkaði eins og annars staðar og gefi jafnvel
betur í pyngjuna en starf stjórnenda og yfirmanna þó að þeir
kunni að vera hærra settir. Konur hafi aðeins verið á vinnumark-
aði í tíu til fimmtán ár og því sé það bara spurningin hvenær, ekki
hvort, þær komist í hæstu stjórnunarstöður. Þetta taki bara tíma.
„Konur eiga erfitt með að komast á toppinn og það er meiri til-
hneiging til að ráða karla í topp stjórnendastöður. Mér finnst mjög
algengt að konur komist í stöður millistjórnenda og maður sér
margar konur í stöðu fjármálastjóra eða markaðsstjóra en það er
lítið af konum á toppnum og þá einna helst hjá fjölskyldufyrirtækj-
um. Það er eitthvað sem kemur í veg fyrir þetta. Þegar ég var ráð-
in framkvæmdastjóri var fyrirtækið í eigu erlendra aðila og það
gæti að hafa verið hluti af ástæðunni,” segir hún.
VILJA EKKIFÓRNA ÖLLU
,ýVuðvitað er ekki hægt að alhæfa en í mínum huga er það al-
veg ljóst að karlmennirnir eru yfirleitt metnaðargjarnari og marg-
ir eru tilbúnir til að leggja á sig mikla vinnu. Konurnar eru ekki
alltaf tilbúnar til þess. Þær vilja ekki fórna öllu fyrir vinnuna. í aug-
um karlanna eru titlar mikilvægari og þeim finnst eftirsóknarverð-
ara að hafa titil en konum.”
- Karlar ráða í hæstu störfin. Hlýtur það ekki að hafa sín áhrif?
Jú, en þetta hefur breyst mjög mikið á síðustu árum. Sam-
keppnin er mjög hörð í öllum geirum. Fyrirtæki verða að nýta
hæfasta starfsfólkið í þær stöður sem losna. Samkeppnin er harð-
ur húsbóndi. Ég hef fulla trú á því að stjórn fyrirtækis sem ræður
framkvæmdastjóra líti á þá hæfileika sem einstaklingurinn hefur
frekar en eitthvað annað. Það getur svo vel verið að stjórnin eða
yfirmenn sem ráða í stöður telji að karlmenn hafi meiri hæfileika."
UNGU STRÁKARNIR HALDA SAMAN
- En stendur það ekld fyrir sínu þegar karlarnir fara í lax
saman?
,Jú, þeir hafa oft meiri félagsskap sín í milli en konurnar. Yngri
strákarnir hafa þetta á öðru formi en þeir eldri. Þeir spila saman
fótbolta eða golf og fara í lax, sækja kaffihús og tala saman þar.
Þeir eru í stjórnmálaklíkum og það virðist vissulega vera miklu
meiri samgangur milli þeirra en kvennanna. Þær sem yngri eru
halda kannski meira saman fyrst eftir að þær koma úr skólanum.
En þetta er samt auðvitað einstaklingsbundið, fer jafnvel eftir
starfsfólki hjá fyrirtækjum. Fjölskyldufólkið vill vera heima hjá
sinni Qölskyldu þegar það á frí en ungir karlmenn vinna frekar
langan vinnudag og eiga mikið félagslíf eftir vinnu. Þetta er mis-
jafnt eftir tfmabilum, einstaklingum og fyrirtækjum,” segir Bryn-
hildur Sverrisdóttir hjá Fjárvangi. S3
KARLAR ELSKA TITLA
„Konur vilja ekki fórna öllu fyrir
vinnuna. I augum karlanna eru
titlar mikilvægari og þeim finnst
eftirsóknarveröara að hafa titil en
konum“.
32