Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 65
VIÐTAL í upphafi þessa árs var starfsemi fyrir- tækja- og stofnanasviðs Landsbréfa sam- einuð Viðskiptastofu Landsbankans. Sig- urður varð þá formlega starfsmaður bank- ans í fyrsta sinn og hafði ekki verið það lengi þegar Eiríkur Jóhannsson, þáverandi útibústjóri, „vippar“ sér yfir í Kaupfélagið, eins og Sigurður segir sjálfur. Sigurði gafst því ekki mikið ráðrúm til að hugsa sig um, hvað þá að velta þvf fyrir sér hvaða stefnu og leiðir hann aðhylltist í slíku starfi. „Eg svaraði Sverri nánast á staðnum þannig að þetta var allt saman mikill sprettur. Eg fylgi stefnu bankans sem er að veita fyrirtækj- um og einstaklingum á Norðurlandi alls- herjar fjármálaþjónustu. Þetta er eitt sterkasta svæði Landsbankans en um síð- ustu áramót vorum við með útlán upp á 15,7 milljarða og heildarinnlán upp á 6,9 milljarða. Við erum með mikla markaðs- hlutdeild, sérstaklega í fyrirtækjaviðskipt- um. Verkefni okkar í dag er að leggja aukna rækt við þjónustu við einstaklinga og smærri fyrirtæki. Jafnframt viljum við auka og bæta þjónustu okkar við stóru fyr- irtækin, sveitarfélög og lífeyrissjóði á Norðurlandi, með því að byggja upp starf- semi Viðskiptastofu Landsbankans á staðnum og starfrækja hérna öflugustu fyrirtækjaviðskipti á fjármálasviði utan höf- uðborgarsvæðisins." DRAUMASTARFK)? Sigurður hafði aldrei velt því fyrir sér að hann ætti eftir að taka við starfi útibús- stjóra Landsbankans. “Þegar ég fór að vinna hjá Landsbréfum hugsaði ég mér að gaman væri að prófa starf sem þetta í tvö til þrjú ár og öðlast reynslu. Eg fékk að gera meira hjá Landsbréfum en ég reiknaði með á svo stuttum tíma en það þýddi að sjálfsögðu mikla vinnu og mér fannst ég vera rétt að komast yfir mesta kúfinn á þessu þegar mér bauðst nýtt starf og nú er ég aftur kominn á byijunarreit." Hann segist aldrei hugsa mjög langt fram í tímann og því viti hann ekki hversu lengi hann muni stoppa í starfi útibús- stjóra. „I dag lít ég svo á að þetta verði þijú til fimm ár. En þetta fer auðvitað allt eftír því hvernig gengur. Ef maður nær árangri og er ánægður stoppar maður lengur við. Draumurinn um framhaldsnámið bíður því enn um sinn enda færi ég einungis í slíkt nám fyrir sjálfan mig en ekki af praktískum ástæðum." Nýja starfið á ágætlega við Sigurð. Bak- grunnur hans tengist atvinnulífinu þannig að einstaklingsmarkaðurinn er nýr fyrir honum. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta er draumastarfið. Það er mjög gaman að taka þátt í öllum þeim breytingum sem eru í gangi í Landsbankanum í dag. Bank- inn er að taka gríðarlegum breytingum, fá jákvæðari og frísklegri ímynd, og það er einmitt ein af forsendum þess að ég réð mig inn í hann á sínum tíma." AÐ NÁ TÖKUM Á STANGVEIÐINNI Þegar Sigurður er spurður að því hvernig stjórnandi hann sé kemur á hann smá hik. „Það er spurning. Eg veit ekki hvort ég á eitthvað að flokka mig niður sem einhveija týpu í þeim efnum. Eg vil hins vegar dreifa valdinu því mér finnst skemmtílegra að vinna í flötu skipulagi heldur en í píramídastrúktúr. Hjá Lands- bréfum var flatt skipulag og þróunin í bankanum er í þá átt Það gengur samt aldrei í fyrirtæki sem þessu að hafa skipu- lagið algjörlega flatt“ Bankaráð, bankastjóri og framkvæmda- stjórar Landsbankans heimsóttu útibúin á Norðurlandi í byijun október og héldu kynningarfundi með viðskiptamönnum. Við þetta tækifæri voru einnig undirritaðir tveir samningar á Akureyri, annar um sam- starf við Islandspóst en hinn við Akureyr- arbæ. Samningurinn við Akureyrarbæ er eitt fyrsta verkefni nýrrar ráðgjafardeildar bankans en einn af starfsmönnum þeirrar deildar er einmitt staðsettur á Akureyri. Verkefnið snýst um að kanna hagkvæmni þess að færa rekstur fasteigna bæjarins yfir í sérstakt fasteignafélag og er það unn- ið á Akureyri að stórum hluta til. Helstu verkefhi svæðisstjóra þessa dagana, utan venjubundinna daglegra starfa, eru gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár, annars vegar fyrir útibúið, hins vegar fyrir svæðið í heild. Einnig eru húsnæðismál útibúsins í athugun. Starfsemi þess er nú á þremur hæðum en gæti rúmast í mun minna plássi. I þeim efnum er tíl skoðunar að ljúka byggingu Landsbankahússins við Strandgötu og færa alla starfsemina saman á jarðhæð, en það ræðst m.a. af því hvaða möguleikar eru á selja eða leigja út efri hæðirnar. En hvað gerir útibústjórinn í fristund- um? „Það er ýmislegt Ég hef mikið verið í íþróttum og þá hinum ýmsu greinum, eins og á skíðum, í skokki, sundi og hjólreið- um. Eitt árið datt mér í hug að æfa þríþraut og gerði það en i gamla daga keppti ég í skíðagöngu og skíðastökki. Ég hef h'ka verið aðeins í golfi en reyndar haft lítinn tíma tíl þess síðustu tvö sumur. í dag syndi ég í hádeginu og læt það duga.” Hefúr hann ekkert reynt stangveiðina? „Ég hef aðeins prófað hana. Fór í sumar og gekk reyndar ágætlega. En ætli ég þurfi ekki að ná betri tökum á henni.“ SS Leggið verkefni inn í Lokaverkefnabankann Fyrirtæki, stofnanir og samtök WB8M an ATVINNUMIÐSTÖÐIN Stúdentaheimilinu v/Hringbraut Stmi: 5 700 888 www.fs.is/atvinna Fáið sérhæfða námsmenn til að vinna lokaverkefni hjá ykkur Erum einnig meö nemendur á skrá í leit aö jólavinnu, hlutastörfum og verkefnum 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.