Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 45
-5 A -r i - v. Katrín Olga Jóhannesdóttir rekstrarhagfrœðingur beinir því til ráðamanna þjóðarínnar að færa sölu á áfengi í frelsisátt og láta afhöftum og fyrirhyggju á því sviði. „Sþyrja má hvort áfengi sé ekki eins og hver önnur neysluvara sem ætti að vera aðgengileg á þeim tímum sem neytandinn kaupir inn aðrar vörur.” FV-myndir: Geir Olajsson. Á AÐ BANNA BÍLA? Á aö banna bifreiðar eða hafa verð þeirra svo hátt að það dragi úr akstri vegna þess að umferðarslys geta oft á tíðum haft geigvænleg áhrif á líf fólks? Á að banna happdrætti vegna þess að sumir eru spilafíklar? pöntunarþjónustu ATVR í Reykjavík. Þar fengust þær upplýsingar að ofan á verðið legðist póstkröfugjald eftir þyngd. Það gjald er um 295 krónur fyrir eina flösku sem er 750 ml. Oft á tíðum getur verið mikil ijarlægð á milli áfengisverslana. Til dæmis er engin áfengisútsala á milli Selfoss og Hornafjarð- ar. Kannað var hvað íbúar á Kirkjubæjar- klaustri gerðu í þessum málum til að taka eitthvert dæmi um þessi viðskipti: Annað hvort geta Klausturbúar nýtt sér pöntunar- þjónustuna frá Reykjavík eða talað við þann aðila á staðnum sem sér um að panta frá ÁTVR á Selfossi og tekur 100 kr. fyrir. Akveða þarf fyrir hádegi á miðvikudegi hvort dreypa eigi á víni um helgina. Þá er mikil óánægja meðal ferðamanna á Klaustri með þetta þjónustuleysi. Þeirgeta ekki keypt sér áfengi í smásölu en geta gengið inn á hótel og fengið mjöðinn fyrir mun hærra verð. SKATTLAGNING ÁFENGIS Einn veigamesti þáttur í verðmyndun áfengis á Islandi er áfengisgjald sem renn- ur til ríkissjóðs. Áfengisgjald er það gjald sem leggst á hvern sentílitra af vinanda í hverjum lítra áfengis sem er meira en 2,25% að rúmmáli. Er því skipt í þrjá gjald- flokka með mismunandi álagi; álagið á bjór (öl) er 58,70 krónur, á léttvín undir 15 prósentum 52,80 krónur og 57,50 krónur á sterk vin, á hvern sentílítra umfram 2,25%. Tafla númer 1 sýnir verðmyndun á nokkr- um tegundum áfengis. Eins og sjá má á töflunni er innkaupsverð vöru frá 9% af verði hennar til 27%. Annað rennur til ríkis- sjóðs í mismunandi formi. Segja má að verðálag ÁTVR kæmi til hvort sem ÁTVR tæki það eða aðrir aðilar sem seldu vín í smásölu þannig að frá 64% til 85% af verði áfengis rennur til ríkissjóðs. Ef þetta er sett í samhengi við verð á einni bjórkippu, þá lítur verðmyndunin út eins og sést í töflu 2. Af þessu má sjá að af 980 krónum, sem bjórkippan kostar, renn- ur tæplega helmingur til ríkissjóðs í formi áfengisgjalds eða um 480 krónur, og síðan bætast við 220 krónur í formi virðisauka- skatts og skilagjalds umbúða. Þannig fara 180 krónur til framleiðenda og 100 krónur til seljenda í smásölu. Er viðunandi að svo stór hluti af verði neysluvöru renni til ríkissjóðs? Hverjar eru orsakir þess að þörf er á því að leggja hátt áfengisgjald á áfengi hér á landi á meðan það er ekki gert í öðrum löndum (að und- anskildu Noregi og Sviþjóð)? Af hveiju er verð notað sem fyrirbyggjandi þáttur við neyslu? Er Islendingum ekki treystandi fyrir því að geta keypt vín á sambærilegu verði við aðrar þjóðir heims? SVÖRT NEYSLA Með svartri neyslu er átt við áfengis- neyslu sem ekki kemur fram í opinberum gögnum. Hér er m.a. átt við þætti eins og smygl og heimabruggun. Hér á landi er lít- ið vitað um hversu stór hluti neyslunnar er í þessu formi. Menn tala um að allt að 30- 35% af neyslunni geti fallið hér undir. í könnun, sem framkvæmd var af Gallup árið 1996, kom fram að um 24% aðspurðra neyttu heimabruggaðs áfengis. Þessi tala gæti því nálgast magn þessarar neyslu. Einnig er talað um að neysla smyglaðs áfengis sé um 10%. Þetta eru tölur sem mjög erfitt getur verið að staðfesta. Svíar hafa reynt að ná höndum yfir þessa svörtu áfengisneyslu í sínu landi og fyrir liggur skýrsla sem unnin er af Thom- MÁLEFNALEG UMRÆÐA HEFUR VERIÐ LÍTIL Á einu sviði viðskiptahátta viðgangast ennþá venjur hafta og fyrirhyggju; þ.e. í áfengismálum. Málefnaleg umræða hefur verið lítil og í raun ríkt forboð á henni vegna hræðsluáróðurs þeirra sem eru á móti áfengi. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.