Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1998, Side 23

Frjáls verslun - 01.10.1998, Side 23
FORSÍÐUGREIN EF HÚN BROSIR EKKI... Ef Ingibjörg brosir ekki í sjónvarpinu þá hringja gömlu mennirnir úr kjördæminu í mig og spyrja: Er hún Inga mín ekki hress? Þeir þekkja hana ekki nema brosandi. GAGNRÝND FYRIR AÐ BROSA OF MIKIÐ Það hefur verið hlutskipti Ingibjargar í hlutverki heilbrigðis- ráðherra að koma mikið fram í fjölmiðlum og ræða mikið við fréttamenn. Framkoma hennar hefur verið gagmýnd og mikið rætt meðal fólks hvernig hún kýs að tjá sig. Hvernig upplifun var þetta fyrir hjónin? Haraldur: „Fyrsta árið mitt sem „ráðherrafrú" var ekkert of auðvelt. Sú Ingibjörg sem þá var gagnrýnd var ekki kona sem ég þekkti. Myndin sem var dregin upp af henni var mér alveg ókunnug." Þarf stjórnmálamaður meira á góðri ímynd að halda en for- stjóri? Ingibjörg: „Góður orðstír er öllum mikilvægur. Auðvitað hef ég verið gagnrýnd sundur og saman, t.d. fyrir að brosa of mikið. En þegar ég brosti ekki var ég líka gagnrýnd fyrir það. Ég er löngu búin að taka þá stefnu að taka tillit til ábendinga vina minna en reyna samt aldrei að vera annað en ég sjálf. Ég hef ekki farið í neina ráðgjöf eða þjálfun tíl að breyta mínum innri manni. Það fell- ur fljótt á þá ímynd sem ekki endurspeglar þinn innri mann.“ Haraldur: „Ef Ingibjörg brosir ekki í sjónvarpinu þá hringja gömlu mennirnir úr kjördæminu í mig og spytja: Er hún Inga mín ekki hress? Þeir þekkja hana ekki nema brosandi. Það eru margir of hræddir um sína ímynd. Maður verður að geta verið maður sjálfúr. Ég er alinn upp með mörgu af starfsfólk- inu og við erum öll heimamenn hér. Það þýðir ekkert að setja upp einhveija ímynd fyrir fólk sem hefur alist upp með manni. Það sér mann bara eins og maður er. Ég hef sjálfsagt verið kallaður litli for- stjórinn þegar ég var að byija að stjórna um tvítugt en það er bara eðlilegt. Ég hef aldrei leitt hugann að því að hitt eða þetta væri ekki samboðið manni i minni stöðu.“ HLUTVERKIN SNÚASTVK) Er Haraldur þinn helstí ráðgjafi? lngibjórg: „Við tölum mikið saman og ég er alveg hissa hvað hann nennir að hlusta endalaust á mig en hann tekur virkan þátt í þessu og hefur orðið mikinn áhuga á heilbrigðismálum. Ég hef aldrei skilið fólk sem segist ekki taka vinnuna með sér heim. Bæði höfúm við alltaf verið í þannig störfúm að þau hafa fylgt okk- ur heim og tökum við það sem eðlilegan hlut“ Haraldur: „Hún hefur alltaf verið minn ráðgjafi og sálufélagi. Ég hef alltaf ráðfært mig við hana um allt sem ég tek mér fyrir hendur." SÓTTIST EFTIR EMBÆTTINU Hefðir þú viljað verða ráðherra í öðru ráðuneyti? Ingibjörg: „Nei, ég sóttíst eftír þessu embættí. Ég áttí kost á því að verða t.d. félagsmálaráðherra. HalldórÁsgrímsson sagðist hafa áhuga á því að ég yrði ráðherra í þessari ríkisstjórn og þá sagðist ég gjarnan vilja taka að mér heilbrigðisráðuneytíð. Ég sé ekki eft- ir þeirri ákvörðun og mun sækjast eftír því áfram komi sú staða 23

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.