Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 55
Sigríður Lovísa Kristjánsdóttir ogAnna Lísa Jónsdóttir eru í móttöku og við tölvuinnslátt.
Þjónustufulltrúarnir Þór Ostenssen, Bjarni Pétursson og Jón Hafþór Þórisson.
hringja og bjóöa vörur eða reyna að finna vör-
ur fyrir þá sem þess óska. Upplýsingastarf
felst einnig í útgáfu fréttabréfa, þjónustu-
skráa og faxfrétta. Auk þess er Viðskiptanet-
ið með heimasíðu á internetinu.
„Okkar aðalvinna er að koma á viðskipt-
um og gefa hugmyndir. Segja má að starfs-
menn VN séu óbeint sölumenn aðildarfyrir-
tækjanna. Þeirra verk er að örva viðskiptin,
kynna fyrirtækin og koma mönnum saman,"
segja þeir Lúðvíg og Benedikt.
Velta Viðskiptanetsins hefur farið ört vax-
andi og nálgast nú milljarð á þessu ári, sem
er tvöföldun frá síðasta ári. Starfsmenn eru
13 og hefur tala þeirra vaxið í réttu hlutfalli
við veltuaukninguna. Tilkoma snjallkortanna
og snjallanna mun einfalda störfin á skrif-
stofunni því eftir það verður ekki lengur þörf
fyrir handfærslu viðskipta eins og verið hefur
hingað til.
Fyrirmynd Viðskiptanetsins er að finna í
Bandaríkjunum en þar hafa vöruskipti í gegn-
um viðskiptanet tíðkast í 20 ár. Bein vöru-
skipti hafa að sjálfsögðu alltaf þekkst í öllum
þjóðfélögum. Munurinn er einfaldlega sá að f
beinum vöruskiptum skiptast tveir aðilar á
vörum en hér koma fleiri að viðskiptunum og
viðskiptamaðurinn þarft ekki að koma til að
borga upp reikninginn heldur greiðir hann
einvörðungu næst þegar hann selur.
Eiga fulltrúa í stjórn
alþjóðasamtakanna IRTA
Viðskiptanetið hf. er aðili að alþjóðlegum
samtökum, IRTA, í Bandaríkjunum. Samtökin
halda utan um flestöll vöruskiptafyrirtæki í
heiminum, gefa út siðareglur og koma með
ýmsu móti að netviðskiptunum. Þau halda
þjálfunarnámskeið fyrir starfsfólk og hafa ís-
lendingar sótt slík námskeið. IRTA annast
einnig alþjóðlegt viðskiptanet sem Viðskipta-
netið hf. er aðili að. Þar með getur VN boðið
íslendingum að taka út á reikning hótelher-
bergi í Boston eða bílaleigubíl íTyrklandi, svo
dæmi sé tekið. VN tók þátt í stofnun Evrópu-
deildar samtakanna 1996 og hefur átt mann í
stjórn þeirra frá upphafi. í september var síð-
an íslenskur fulltrúi kosinn í stjórn alþjóðlegu
samtakanna.
„Viðskiptanetið hefur kynnt íslenska
ferðaþjónustu erlendis og gefið út pésa um
ferðatækifæri erlendra ferðamanna hér á
landi. Nokkrir ferðamenn hafa komið hingað
fyrir milligöngu Viðskiptanetsins og gist á
hótelum, notað bílaleigubíla og ýmsa afþrey-
ingu. Um leið skapast íslensk inneign á al-
þjóðanetinu sem nýtist íslendingum á ferða-
lögum erlendis."
Sérstakur tryggingarsjóður hefur verið
lagður til hliðar sem hluti af þeim viðskiptum
sem farið hafa fram á netinu. Fyrirtæki geta
því áhyggjulaust átt inneignir á Viðskiptanet-
inu því hún er tryggð í sjóðnum. Lúðvíg og
Benedikt segja að lokum að í eðli sínu sé
starfsemi viðskiptaneta veltuhvetjandi og
viðskiptin sem eiga sér stað á netinu en séu
í flestum tilvikum hrein viðbót við önnur við-
skipti fyrirtækjanna.
yVIÐSKIPTANETIÐ HF.
Nondic Banter á íslandi
Member, International Reciprocal Trade Association
Síöumúla 27
108 Reykjavík
Slmar:
568 3870
568 3810
Fax: 568 3875
AUGLYSINGAKYNNING
55