Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 55
Sigríður Lovísa Kristjánsdóttir ogAnna Lísa Jónsdóttir eru í móttöku og við tölvuinnslátt. Þjónustufulltrúarnir Þór Ostenssen, Bjarni Pétursson og Jón Hafþór Þórisson. hringja og bjóöa vörur eða reyna að finna vör- ur fyrir þá sem þess óska. Upplýsingastarf felst einnig í útgáfu fréttabréfa, þjónustu- skráa og faxfrétta. Auk þess er Viðskiptanet- ið með heimasíðu á internetinu. „Okkar aðalvinna er að koma á viðskipt- um og gefa hugmyndir. Segja má að starfs- menn VN séu óbeint sölumenn aðildarfyrir- tækjanna. Þeirra verk er að örva viðskiptin, kynna fyrirtækin og koma mönnum saman," segja þeir Lúðvíg og Benedikt. Velta Viðskiptanetsins hefur farið ört vax- andi og nálgast nú milljarð á þessu ári, sem er tvöföldun frá síðasta ári. Starfsmenn eru 13 og hefur tala þeirra vaxið í réttu hlutfalli við veltuaukninguna. Tilkoma snjallkortanna og snjallanna mun einfalda störfin á skrif- stofunni því eftir það verður ekki lengur þörf fyrir handfærslu viðskipta eins og verið hefur hingað til. Fyrirmynd Viðskiptanetsins er að finna í Bandaríkjunum en þar hafa vöruskipti í gegn- um viðskiptanet tíðkast í 20 ár. Bein vöru- skipti hafa að sjálfsögðu alltaf þekkst í öllum þjóðfélögum. Munurinn er einfaldlega sá að f beinum vöruskiptum skiptast tveir aðilar á vörum en hér koma fleiri að viðskiptunum og viðskiptamaðurinn þarft ekki að koma til að borga upp reikninginn heldur greiðir hann einvörðungu næst þegar hann selur. Eiga fulltrúa í stjórn alþjóðasamtakanna IRTA Viðskiptanetið hf. er aðili að alþjóðlegum samtökum, IRTA, í Bandaríkjunum. Samtökin halda utan um flestöll vöruskiptafyrirtæki í heiminum, gefa út siðareglur og koma með ýmsu móti að netviðskiptunum. Þau halda þjálfunarnámskeið fyrir starfsfólk og hafa ís- lendingar sótt slík námskeið. IRTA annast einnig alþjóðlegt viðskiptanet sem Viðskipta- netið hf. er aðili að. Þar með getur VN boðið íslendingum að taka út á reikning hótelher- bergi í Boston eða bílaleigubíl íTyrklandi, svo dæmi sé tekið. VN tók þátt í stofnun Evrópu- deildar samtakanna 1996 og hefur átt mann í stjórn þeirra frá upphafi. í september var síð- an íslenskur fulltrúi kosinn í stjórn alþjóðlegu samtakanna. „Viðskiptanetið hefur kynnt íslenska ferðaþjónustu erlendis og gefið út pésa um ferðatækifæri erlendra ferðamanna hér á landi. Nokkrir ferðamenn hafa komið hingað fyrir milligöngu Viðskiptanetsins og gist á hótelum, notað bílaleigubíla og ýmsa afþrey- ingu. Um leið skapast íslensk inneign á al- þjóðanetinu sem nýtist íslendingum á ferða- lögum erlendis." Sérstakur tryggingarsjóður hefur verið lagður til hliðar sem hluti af þeim viðskiptum sem farið hafa fram á netinu. Fyrirtæki geta því áhyggjulaust átt inneignir á Viðskiptanet- inu því hún er tryggð í sjóðnum. Lúðvíg og Benedikt segja að lokum að í eðli sínu sé starfsemi viðskiptaneta veltuhvetjandi og viðskiptin sem eiga sér stað á netinu en séu í flestum tilvikum hrein viðbót við önnur við- skipti fyrirtækjanna. yVIÐSKIPTANETIÐ HF. Nondic Banter á íslandi Member, International Reciprocal Trade Association Síöumúla 27 108 Reykjavík Slmar: 568 3870 568 3810 Fax: 568 3875 AUGLYSINGAKYNNING 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.