Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 58
ffjÁRMÁL II EVA ER OFLUfi Meginviðfangsefni stjórnenda í hverju fyrirtæki er að hámarka haghluthafa (shareholder value). Hagsauki er þýðing á enska hugtakinu EVA, sem er skammstöfun á Economic Value Added. Hagsauki er í senn aðferða- fræði við stjórnun, mælikvarði á heildarárangur fyrir- tækis og grundvöllur nýrrar hugsunar við upphyggingu á árangurstengdu launakerfi. □ luti þess sem EVA (hagsauki) kallar fram hefur ekki sést áður en það á sér samsvörun í ýmsu af því helsta sem l]ármála- og rekstrar- sérfræðingar Vesturlanda hafa fengist við undanfarna áratugi. Bandaríska ráðgjafafyrirtækið Stern Stewart & Co. er brautryðjandi aðferðafræðinnar eins og hún er þekkt. FBA gerði fyrr á þessu ári samning við Stern Stewart & Co. um ráðgjöf við að innleiða aðferðafræðina hjá FBA við mælingu og mat á árangri í rekstri bankans og jafnframt sem grunn að árangurs- tengdu launakerfi. Að neðan verður í stuttu máli fjallað almennt um EVA aðferðirnar. HÖtuHMBÞBSABABflBPlM^ HAGSAUKI BREYTIR HEGÐUN OG ÁKVÖRÐUNUM Eitt af meginmarkmiðum stjórn- enda í hlutafélögum er að hámarka hag hluthafanna (shareholder value). Hagsauki (EVA) mælir hag hluthafa á nýj- an hátt. En nýr mælikvarði einn og sér breytir engu um rekstrarárangur fyrirtæk- is. Bættur rekstrarárangur skilar sér ekki nema stjórnendur og aðrir starfsmenn breyti hegðun sinni og viðhorfum i starfi. Þeir þurfa að hugsa, haga sér og fá greitt eins og þeir eigi fyrirtækið. Þeir þurfa að hafa frelsi til að taka ákvarðanir og hag- EVA er skrásett vörumerki Stern Stewart & Co. Skammstöfunin EVA gengur líka á ís- lensku (efnahagslegur virðisauki) en hags- auki er þjált orð og vísar til þess aukna hags hluthafa sem stefht er að. Fmnur Reyr Stefánsson, skulda- 0g áhœttustýringu FBA. Svanbjörn Thoroddsen, fi'amkvœmdastjóri mark- aðsviðskipta FBA. ræða, en jafnframt bera ábyrgð á þeim árangri sem næst. Þess vegna er nauðsynlegt að tengja laun stjórnenda við þann hagsauka sem þeir skapa í rekstri fyrirtækisins. Með þessu mótí helst í hendur góður árangur og laun stjórnenda. Lykillinn að mælingu á hagsauka (EVA) og þeim bættu ákvörðunum sem af aðferðinni leiðir, er að taka fullt tíllit tíl þeirrar fjárbindingar sem er að baki rekstr- inum, þ.e. allra þeirra verðmæta sem eig- endur og lánadrottnar fyrirtækisins hafa bundin í rekstrinum. Hagsauki er skil- greindur sem sá hagnaður sem reksturinn skilar af reglulegri starfsemi að frádregn- um kostnaði við alla ijárbindingu, bæði skuldir og eigið fé. Við mælingu hans eru dregin saman í eina tölu rekstrarárangur og stýring eigna- og skuldahliðar efna- hagsreiknings. Eftír leiðréttíngar og breyt- ingar á hefðbundnum reikningsskilum gef- ur aðferðin samkvæman mælikvarða á hagsauka fyrirtækisins. NÝ REIKNINGSSKIL Hefðbundin reikningsskil eru afar var- færin og íhaldssöm í eðli sínu og gefa ekki endilega bestu mynd af því hvaða árangur næst í rekstri. Þau lúta ákveðnum reglum sem bera vott um að fjármálastofnanir og lánveitendur hafi átt mikinn þátt í mótun þeirra. Reikningsskilin og umtjöllun um þau hafa mikil áhrif á ákvarðanir stjórn- enda í fyrirtækjarekstri sem eru ekki allar tíl hins betra fyrir hluthafa. Gjaldfærsla kostnaðar, t.d. vegna rannsókna og vörúþróunar og kostn- aðar við uppbyggingu ímyndar og vörumerkja á því ári sem stofnað er tíl út- gjaldanna, verður til þess að minna fer til slíkrar lang- tímauppbyggingar en ella. Söluhagnaður eigna er á hinn bóginn dæmigert um lagfæringu niðurstöðutalna rekstrarreiknings af hálfu stjórnenda fyrirtækis þegar reksturinn sjálfur hefur ekki staðið undir væntíngum. Séðir íjárfestar hafa ávallt legið jdir ársreikningum og greint upp á nýtt í leit að raun- verulegum rekstrarárangri sem er sambærilegur milli fyr- irtækja. Stern Stewart & Co. hefur skilgreint yfir 160 mis- munandi atriði sem leiðrétt geta hefðbundin reikningsskil. Með þeim fæst betri mynd af þeim efnahags- lega veruleika sem reksturinn býr við og fullkomnari mæling á þeim hagsauka sem myndast í fyrirtækinu og ávaxtar áhættufé hluthafa. Ef hagsaukinn (EVA) mælist neikvæð- ur er um sóun á verðmætum að ræða. Sé hann jákvæður batnar hagur hluthafanna, ávöxtun á þeirra fé er umfram ávöxtunar- kröfu til eigin ijár fyrirtækisins. Við upp- töku aðferðanna og sérathugun hverju sinni kemur yfirleitt í ljós að færri en 5 aug- ljósustu breytíngar duga tíl að reikna nógu 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.