Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 58
ffjÁRMÁL
II
EVA ER OFLUfi
Meginviðfangsefni stjórnenda í hverju fyrirtæki er að
hámarka haghluthafa (shareholder value). Hagsauki
er þýðing á enska hugtakinu EVA, sem er skammstöfun
á Economic Value Added. Hagsauki er í senn aðferða-
fræði við stjórnun, mælikvarði á heildarárangur fyrir-
tækis og grundvöllur nýrrar hugsunar við upphyggingu
á árangurstengdu launakerfi.
□ luti þess sem EVA (hagsauki)
kallar fram hefur ekki sést áður
en það á sér samsvörun í ýmsu
af því helsta sem l]ármála- og rekstrar-
sérfræðingar Vesturlanda hafa fengist
við undanfarna áratugi. Bandaríska
ráðgjafafyrirtækið Stern Stewart & Co.
er brautryðjandi aðferðafræðinnar eins
og hún er þekkt. FBA gerði fyrr á
þessu ári samning við Stern Stewart &
Co. um ráðgjöf við að innleiða
aðferðafræðina hjá FBA við mælingu
og mat á árangri í rekstri bankans og
jafnframt sem grunn að árangurs-
tengdu launakerfi. Að neðan verður í
stuttu máli fjallað almennt um EVA
aðferðirnar.
HÖtuHMBÞBSABABflBPlM^
HAGSAUKI BREYTIR HEGÐUN
OG ÁKVÖRÐUNUM
Eitt af meginmarkmiðum stjórn-
enda í hlutafélögum er að hámarka
hag hluthafanna (shareholder value).
Hagsauki (EVA) mælir hag hluthafa á nýj-
an hátt. En nýr mælikvarði einn og sér
breytir engu um rekstrarárangur fyrirtæk-
is. Bættur rekstrarárangur skilar sér ekki
nema stjórnendur og aðrir starfsmenn
breyti hegðun sinni og viðhorfum i starfi.
Þeir þurfa að hugsa, haga sér og fá greitt
eins og þeir eigi fyrirtækið. Þeir þurfa að
hafa frelsi til að taka ákvarðanir og hag-
EVA er skrásett vörumerki Stern Stewart &
Co. Skammstöfunin EVA gengur líka á ís-
lensku (efnahagslegur virðisauki) en hags-
auki er þjált orð og vísar til þess aukna hags
hluthafa sem stefht er að.
Fmnur Reyr Stefánsson,
skulda- 0g áhœttustýringu
FBA.
Svanbjörn Thoroddsen,
fi'amkvœmdastjóri mark-
aðsviðskipta FBA.
ræða,
en jafnframt bera ábyrgð á þeim árangri
sem næst. Þess vegna er nauðsynlegt að
tengja laun stjórnenda við þann hagsauka
sem þeir skapa í rekstri fyrirtækisins. Með
þessu mótí helst í hendur góður árangur
og laun stjórnenda.
Lykillinn að mælingu á hagsauka
(EVA) og þeim bættu ákvörðunum sem af
aðferðinni leiðir, er að taka fullt tíllit tíl
þeirrar fjárbindingar sem er að baki rekstr-
inum, þ.e. allra þeirra verðmæta sem eig-
endur og lánadrottnar fyrirtækisins hafa
bundin í rekstrinum. Hagsauki er skil-
greindur sem sá hagnaður sem reksturinn
skilar af reglulegri starfsemi að frádregn-
um kostnaði við alla ijárbindingu, bæði
skuldir og eigið fé. Við mælingu hans eru
dregin saman í eina tölu rekstrarárangur
og stýring eigna- og skuldahliðar efna-
hagsreiknings. Eftír leiðréttíngar og breyt-
ingar á hefðbundnum reikningsskilum gef-
ur aðferðin samkvæman mælikvarða á
hagsauka fyrirtækisins.
NÝ REIKNINGSSKIL
Hefðbundin reikningsskil eru afar var-
færin og íhaldssöm í eðli sínu og gefa ekki
endilega bestu mynd af því hvaða árangur
næst í rekstri. Þau lúta ákveðnum reglum
sem bera vott um að fjármálastofnanir og
lánveitendur hafi átt mikinn þátt í mótun
þeirra. Reikningsskilin og umtjöllun um
þau hafa mikil áhrif á ákvarðanir stjórn-
enda í fyrirtækjarekstri sem eru ekki allar
tíl hins betra fyrir hluthafa. Gjaldfærsla
kostnaðar, t.d. vegna rannsókna
og vörúþróunar og kostn-
aðar við uppbyggingu
ímyndar og vörumerkja á
því ári sem stofnað er tíl út-
gjaldanna, verður til þess
að minna fer til slíkrar lang-
tímauppbyggingar en ella.
Söluhagnaður eigna er á
hinn bóginn dæmigert um
lagfæringu niðurstöðutalna
rekstrarreiknings af hálfu
stjórnenda fyrirtækis þegar
reksturinn sjálfur hefur ekki
staðið undir væntíngum.
Séðir íjárfestar hafa ávallt
legið jdir ársreikningum og
greint upp á nýtt í leit að raun-
verulegum rekstrarárangri
sem er sambærilegur milli fyr-
irtækja. Stern Stewart & Co.
hefur skilgreint yfir 160 mis-
munandi atriði sem leiðrétt geta
hefðbundin reikningsskil. Með
þeim fæst betri mynd af þeim efnahags-
lega veruleika sem reksturinn býr við og
fullkomnari mæling á þeim hagsauka sem
myndast í fyrirtækinu og ávaxtar áhættufé
hluthafa.
Ef hagsaukinn (EVA) mælist neikvæð-
ur er um sóun á verðmætum að ræða. Sé
hann jákvæður batnar hagur hluthafanna,
ávöxtun á þeirra fé er umfram ávöxtunar-
kröfu til eigin ijár fyrirtækisins. Við upp-
töku aðferðanna og sérathugun hverju
sinni kemur yfirleitt í ljós að færri en 5 aug-
ljósustu breytíngar duga tíl að reikna nógu
58