Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 21
FORSÍÐUGREIN
er því mikið lagt á hvern og einn, þar standa menn undir merkjum
þrátt fyrir óguðlegt álag. Eg sæki ráð til þessa fólks.“
MAÐURÁ MANN
En hvernig lýsir Haraldur Ingibjörgu sem stjórnanda og
stjórnmálamanni?
Haraldur: „Hún er heiðarleg og berst þannig fyrir hugsjónum
sínum. Sem stjórnmálamaður er styrkleiki hennar það sem kallað
er maður á mann. Hún er viljaföst og hefur geysilegan metnað fyr-
ir sinn málaflokk. Hún á afar auðvelt með að vinna með fólki og
er sjálf geysilega vinnusöm. Hún ræktar sitt fólk og er vön að
hugsa vel um þá sem hún tekur að sér.“
AÐ HUGSA FRAM í TÍMANN
Hvað lærðir þú af Haraldi sem stjómanda?
Ingibjörg: „Eg lærði af honum að gera langtímaáædanir, hann
hugsar alltaf 10 ár fram í tímann. Eg hef stundum sagt að ég hefði
aldrei komist í gegnum þetta ráðherraverkefni ef ég hefði ekki
verið gift útgerðarmanni í öll þessi ár. Þó að á mótí blási má ekki
láta það hafa áhrif á þau markmið sem maður hefur.“
Haraldur: „í mörg ár hefur það verið stefna hjá HB að hafa
skipuritið eins flatt og hægt er. Yfirstjórnandi verður að geta vikið
sér frá og treyst sínum næstráðendum fyrir daglegri stjórn.“
Ingibjörg: „Það að vinna í heilbrigðisráðuneytinu getur minnt á
að vinna á bráðadeild. Það kemur sér oft vel að hafa unnið á slíkri
deild. Það kemur allt í einu upp mál sem þarfnast úrlausnar strax
og þá getur vel skipulögð dagskrá heils dags þurft að víkja."
TÚKALL EÐA TOGARI
En hvernig lýsir Ingibjörg Ilaraldi sem stjórnanda?
Ingibjörg: „Haraldur er afskaplega rólegur og yfirvegaður og
seinþreyttur til vandræða. Eg held að honum endist vel dagurinn
því hann er ekki með neitt óþarfa þras og tuð. Hann hefur mikla
yfirsýn yfir stórt og smátt í fyrirtækinu og er alltaf sannfærður um
að hann sé að taka réttar ákvarðanir. Honum líður illa ef hann er
ekki með stórframkvæmdir í sjónmáli.
Eg get sagt smá sögu af honum sem mér finnst lýsa honum
afar vel. Þegar við vorum að undirbúa kaupin á fyrsta skuttogaran-
um vorum við hálfgerðir krakkar, rétt rúmlega tvítug, og fannst
við vera að færast mikið í fang.
Þegar komið var að þvi að sækja skipið til Noregs fórum við til
Reykjavíkur og þurftum að koma við hjá endurskoðanda fyrirtæk-
isins. Þetta var á laugardegi og ég var að fara setja pening í stöðu-
mælinn þegar Haraldur stoppaði mig af og minnti mig á að það
væri ókeypis á laugardögum. Þá kostaði túkall í stöðumæli, minn-
ir mig. Svona er hann. Hann er alltaf með alla myndina í höfðinu,
hvort sem það er túkall eða togari. Hann er í senn bæði stórtæk-
ur og sparsamur."
Haraldur: „Eg tel að ég hafi lært nýtni og sparsemi af ömmu
minni og afa. Amma bjó við afar góðan fjárhag en var svo nýtin og
sparsöm að hún geymdi meira að segja hvern bréfpoka ef nýta
mætti hann aftur.“
AFIKENNDI MÉR MARGT
Haraldur Böðvarsson var 17 ára 1906 þegar hann hóf eigin
rekstur, Sturlaugur sonur hans var 21 árs þegar hann fór að starfa
við hlið föður síns og Haraldur var einnig 21 árs þegar hann sett-
ist við hlið föður síns. Hvernig lærðir þú stjórnun af föður þínum
ogafa?
Fiskimjölsverksmiðja HB á Akranesi hejur verið endurbyggð. Myndin
er tekin í verksmiðjunni og lengst til vinstri er Haraldur Sturlaugsson,
þá Sigursteinn Hákonarsson, rajvirki og þekktur dœgurlagasöngvari
á árum áður með Dúmbó og Steina. Við hlið hans er Björn Jónsson
verkstjóri og lengst til hægri er Sturlaugur Sturlaugsson aðstoðarjor-
stjóri.
Haraldur í brúnni á Höjrungi IIIAK 250. Nú stendur fyrir dyrum
mikil endurnýjun á nótaskiþaflota HB.
Haraldur: „Mér verður æ betur ljóst að þeir báðir höfðu mikil
áhrif á mig, sérstaklega afi minn en ég var mjög handgenginn hon-
um. Eg fór tíu ára með afa norður til að fylgjast með síldarvertíð
og kynntist lífinu á Siglufirði. Eg fór með á sjó Höff ungi, einum af
bátum HB. var leiddur gegnum bæinn þegar slagsmálin stóðu
sem hæst og lögreglumenn voru önnum kafnir við að koma
óeirðaseggjum í grjótið. Minn verndari á þessu ferðalagi var vinur
minn Bjössi á Bjargi, háseti á Höfrungi. Þegar ég var við nám í
Englandi 16 og 17 ára gamall skrifaði afi mér í hverri viku. í bréf-
unum lýsti hann nákvæmlega aflabrögðum upp á kíló, hvað hver
bátur var að fiska, hverju var skipað út og hvaða skip tóku farm-
inn. Þessi bréf hef ég varðveitt og þau eru mér fjársjóður.
Eg byijaði að vinna hjá Decca Radar í Englandi eftir gagn-
21