Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 33
ÁSMUNDUR STEFÁNSSON
ÍSLANDSBANKA
„Ég hefenga skýringu á þessu, hvorki einfalda né
flókna. Innan bankanna er þó meira aflangskóla-
gengnum karlmönnum en konum. “
Bg hef enga skýringu á þessu, hvorki einfalda né flókna, en
ég get kannski dregið fram eitthvað sem getur skýrt
þetta að einhveiju marki. Innan bankanna er tíl dæmis
meira af langskólagengnum karlmönnum en konum. I bönkunum
eins og annars staðar eru konur háðari sinni fjölskyldu og sækja
þvi ekki eins fast að komast áfram í erfiðari verkefni og karlarnir,”
segirÁsmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri í Islandsbanka.
Ásmundur bætir við að ef til vill eigi konur eríiðara með að falla
inn í hópinn í bönkunum þar sem karlmenn séu í yfirgnæfandi
meirihluta í stjórnunarstöðum. Þetta geti verið truflandi fýrir þær.
Þá telur hann hugsanlegt að karlmennirnir ómeðvitað hleypi kon-
unum ekki að þó að vitanlega sé ákvörðun um ráðningu ávallt tek-
in á hlutlægum grunni. Þarna getí verið á ferðinni ómeðvituð til-
hneiging hjá karlmönnum til að ráða stjórnendur af sama kyni.“
Innan íslandsbanka eru bankastjóri og aðrir í æðstu stöðum
Asmundur Stefánsson, einn framkvœmdastjóra Islandsbanka og stað-
gengill Vals Valssonar bankastjóra. „I bönkunum, eins og annars stað-
ar, sækja konur það ekki eins fast að komast í erfiðari verkefni. “
sér meðvitaðir um að kynjahlutfallið í æðstu stjórnunarstöðum er
ekki jafnt. Ásmundur segir að ekki virðist vera þar launamunur
fýrir sömu störf en hins vegar sé munurinn augljós þegar skoðað
sé hvaða störfum karlar og konur gegni, þótt ekki sé það meiri
munur en í öðrum bönkum. Vilji sé innan íslandsbanka tíl að
breyta þessu hlutfalli. Þá bendir hann á að kynjahlutfallið í stjórn-
unarstöðum hjá VIB sé mun betra en annars staðar í bankanum.
Þar er aðstoðarffamkvæmdastjórinn til dæmis kona. St
Eru peningarnir
að skila sér?
© © ©© © ®
GÍRÓ GÍRÓ GÍRÓ GÍRÓ GÍRÓ
Kynntu þér nýjan bækling um notkun gíróseðla
í bönkum, sparisjóðum og á pósthúsum.
Samstarfsnefnd
um gíróþjónustu
33