Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 39
Evrópska efnahagssvæðió berast hingaö
tilkynningar í gegnum RAPE kerfið frá
Brussel ef hættuleg vara hefur fundist á
markaði á EES svæðinu. Markaðsgæslu-
deild bregst þá strax vió með því að at-
huga hvort viðkomandi vara er á markaði
hér á landi. Reynist svo vera er gefin út til-
kynning til aðvörunar fyrir neytendur og
ráðstafanir gerðar til að taka vöruna af
markaði. Það sama á við um innlendar
kvartanir eða ábendingar, sem berast frá
einstaklingum eða fyrirtækjum vegna
hættulegrar vöru á markaði.
Faggildingarsvið
Faggildingarsvið sér um faggildingu
skoðunarstofa, prófunarstofa og vottunar-
stofa þannig að starfsemi þeirra sé viður-
kennd á hinu Evrópska efnahagssvæði.
Hún er í forsvari fyrir íslands hönd á sviði
faggildinga. Allir sem þess óska og upp-
fylla ákveðnar kröfur geta látið faggilda
starfsemi sína. Öðrum er skylt að láta fag-
gilda starfsemina, þar á meðal eru stofn-
anir og fyrirtæki sem framkvæma lög-
bundnar prófanir eða eftirlit eða votta að
vara, ferli eða þjónusta, svo og hæfni og
mssnmmm...
39
Úr rannsóknardeild. Haukur Arsœlsson rannsakar hvers vegna kviknaði í útvarpi.
Faggildingarsvið
Forstöðumaður erÁrsæll Þorsteinsson
• Faggilding á prófunar-, vottunar-
og skoðunarstofum samkvæmt
ÍST EN 45000 stöðlunum
i • B-faggilding á verkstæðum
• Ráðgjöf og samskipti við stofnanir
og stjórnvöld
þekking starfsmanna, uppfylli lögbundnar
kröfur. Þannig faggildir Löggildingarstofa
stofnanir og fyrirtæki, meðal annars starf-
semi skoðunarstofa sem annast eftirlit á
ýmsum sviðum, svo sem í sjávarútvegi og
ökutækjaskoðun. í faggildingunni felst
staðfesting á hæfni viðkomandi aðila til aó
vinna tiltekin verkefni. Þrjár skoðunarstof-
ur hafa hlotiö faggildingu í sjávarútvegi,
þrjár í ökutækjaskoðun, þrjár á rafmagns-
sviði og ein á sviði markaðseftirlits. Ein
vottunarstofa og ein prófunarstofa hafa
hlotið faggildingu og tvær prófunarstofur
bætast væntanlega við fyrir árslok 1998.
Þá hafa um það bil 50 verkstæði hlotið B-
faggildingu.
Þess má geta að Löggildingarstofa er
með samstarfssamning við sænsku fag-
gildingarstofuna og fær þannig aðstoð og
mat á störfum sínum hjá henni.
Löggildingarstofa sinnir neytenda-
fræðslu af miklu kappi bæði með útgáfu
bæklinga, sem veita fólki margvíslegar
leiðbeiningar, sem og með auglýsinga-
starfsemi. Kynningarefnið er fjölþætt og
nær allt frá verksviði og tilhögun raf-
magnseftirlits og skoðunarreglna Löggild-
ingarstofu til kynningar á reglum um orku-
notkun heimilistækja, jólaljósa og
hitapúða og teppa. Þá hefur komið út bæk-
lingur um neysluveitur í rekstri og sjón-
varpsmynd um neysluveitur í rekstri. Gefið
hefur verið út kynningarspjald um hvernig
leikföng barna eiga að vera, blað um ör-
yggi leikfanga og blað um skýringu á CE-
merkinu en það er til staðfestingar á því að
vara fullnægi öllum skilgreindum grunn-
kröfum sem gerðar eru til framleióslunnar
sem merkið er á. Allt kynningarefni má fá
hjá Löggildingarstofu í Síðumúla 13.
Löggildingarstofa
Sfðumúla 13-108 Reykjavík
Sfmi: 568 1122 - Fax: 568 9256 & 568 5998