Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 72
Markiis Sveinn Markússon rekur eigið tölvufyrirtœki og hleypur í tómstundum sínum.
FV-mynd: Kristín Bogadóttir.
FÓLK
fengist við og notað Internetið
ótæpilega í því sambandi. í
fyrra fékk ég MCSE vottun frá
Microsoft sem þykir mjög eftir-
sóknarvert. Mig hafði lengi
langað til að stofna eigið fyrir-
tæki og lét þann draum rætast í
ár.“
Markús segir að þeir sem
starfa að tölvumálum með lík-
um hætti og hann geri þurfi að
fylgjast vel með þeim öru
breytingum sem verða í faginu.
„Auk Microsoft hugbúnaðar
vinn ég mikið með hugbúnað
frá stórfyrirtækinu Computer
Associates sem Bestun er um-
boðsaðili fyrir s.s. Unicenter
TNG sem markaðsleiðandi á
sviði net- og kerfisstjórnunar,
ARCServelT afritunar og
InoculatetelT vírusvarna. Mik-
ill tími fer í að fylgjast með nýj-
ungum frá þessum aðilum.”
Markús er giftur Ingibjörgu
K. Þorsteinsdóttur, lögfræðingi
hjáTryggingastofnun. Þau búa
í Grafarvogi og eiga þrjár stúlk-
ur, eina átta ára og þriggja ára
tvíbura. „Eg vinn mjög mikið
og það á ekki síður við um
heimavinnu. Þó er ég nýbyrjað-
ur að hlaupa aftur með skokk-
hópi Fjölnis í Grafarvogi sem
MARKUS SVEINN
MARKÚSSON, HUGNETI/BESTUN
0g stofnaði eigið fyrir-
tæki í byrjun þessa
árs. Markmið þess er
að veita sérfræðiþjónustu í
rekstri tölvuneta. Þjónustan
felst einkum í ráðgjöf við kaup
á vél- og hugbúnaði, uppsetn-
ingu og viðhaldi auk þjálfúnar
starfsfólks. Þá hef ég nýlega
sett á markaðinn eigin hug-
búnað, Ana-Log 3.0, sem gerir
almennum notendum kleift að
fylgjast með afritun á Microsoft
Windows NT tölvum. Minn
stærsti viðskiptavinur er
Heilsugæslan í Reykjavík en
þar hef ég umsjón með 8
TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
72
heilsugæslustöðvum. Nýlega
hóf ég samstarf við Gísla R.
Ragnarsson hjá Bestun sf. og
það samstarf tel ég hafa reynst
okkur vel,” segir Markús
Sveinn Markússon atvinnurek-
andi.
Auk þessa er hann með
nokkur smærri fyrirtæki á sín-
um snærum. Markús útskrifað-
ist úr Háskóla íslands árið 1984
með próf í vélaverkfræði en
segist eiginlega aldrei hafa
starfað sem verkfræðingur ef
frá sé talið hálft ár sem hann
vann hjá Rarik eftir nám. „Þegar
ég átti ár eftir í vélaverkfræðinni
heillaðist ég af tölvum og hef
síðan starfað við þær óslitið. Eg
starfaði rúm 8 ár hjá Þróun, að-
allega við FORTRAN hugbún-
aðargerð og sem þjónustustjóri.
Svo söðlaði ég um og fékkst við
Visual Basic forritun hjá Hug-
búnaði í eitt ár, sem mér þótti
sérlega áhugavert.
Síðan starfaði ég hjá Heilsu-
gæslunni í Reykjavík við um-
sjón tölvumála í tæp tvö ár áður
en ég sneri aftur til Þróunar. Eg
hef ekki farið í skóla aftur til
þess að afla mér menntunar á
tölvusviði heldur hef ég lært af
þeim verkefnum sem ég hef
er mjög skemmtilegt. Mér
finnst sérstaklega gaman að
taka þátt í almenningshlaupum
og tek alltaf þátt í Reykjavíkur-
maraþoninu - þjóðhátíð hlaup-
arans. Eg hleyp yfirleitt 10 km
og stefni enn á að komast und-
ir 40 mínúturnar.” Markús
segir að sig langi einnig til þess
að taka þátt í Mývatnsmaraþon-
inu næsta ár og hlaupa heilt
maraþon.
„Mér sýnist reynslan vera
sú að þeir sem ákveða að fara
maraþon geri það nema
meiðsli hamli. Vonandi tekst
mér það.” SD