Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.10.1998, Blaðsíða 24
Haraldur og Sturlaugur, bróðir hans, standa við gluggann í kaffistof- unni. Yfir kaffibollunum sitja þeirra nánustu samstarfsmenn á skrif- stofu HB. upp. Ég vissi vel að ég væri að taka að mér afskaplega erfitt starf sem hefur reynst mér afar ögrandi en jafiiframt gefandi. Það sem hefiir gefið mér kraft í þessu starfi eru jákvæð kynni af fólkinu sem vinnur við heilbrigðismál. Heilbrigðisráðuneytið á ekki að þurfa að vera óvinsælt ráðuneyti því hér á landi býr besta heilbrigðisstarfsfólk á byggðu bóli og þjónustan er í samræmi við það. Ég held að það sýni best hversu góða þjónustu við veitum að þegar fólk er spurt hvar í veröldinni það vildi vera statt yrði það veikt er svarið undantekningarlaust á Islandi." VAR FYRSTA ÁRIÐ ERFIÐARA? Það hefixr aðeins verið minnst á fyrsta árið þitt á ráðherrastóli. Var það erfiðara en hin sem á eftir hafa komið? Ingibjörg: „Fyrsta árið var nauðsynlegt að draga úr útgjöldum vegna stöðu þjóðarbúsins, sem er alltaf erfitt í þessum viðkvæma málaflokki. En nú hefúr staða þjóðarbúsins styrkst og því er svig- rúmið allt annað. Hér verða menn líka að muna að tvennt setti svip sinn á heilbrigðismálin sumarið 1995.1 fyrsta lagi uppnám í heil- brigðiskerfinu og í öðru lagi voru harðar deilur innan heilbrigðis- ráðuneytisins eftir hörð átök sem tengdust ráðuneytinu kjörtíma- bilið á undan. Við þetta bættist svo það að Páll Sigurðsson þáver- andi ráðuneytisstjóri var að láta af störfum fýrir aldurs sakir og margir sóttust eftír starfi hans, þar á meðal nokkrir starfsmenn ráðuneytísins sjálfs. Ég tók við starfinu um vorið og í desember var ráðinn nýr ráðuneytísstjóri sem ekki var úr hópi ráðuneytis- starfsmanna. Þessi niðurstaða varð svo tíl þess að nokkrir lykil- menn í ráðuneytinu hættu vegna þess að þeir fengu ekki starfið. Ég tók við heilbrigðiskerfi og ráðuneyti í uppnámi. Þessar svipt- ingar voru kannski það erfiðasta því það má segja að ég hafi þurft að byija á þvi að byggja upp nýtt ráðuneyti." Hverjir eru þínir helstu ráðgjafar og samstarfsmenn? Ingibjórg: „Það væri ósanngjarnt að nefna einn öðrum fremur því ég leita tíl fagfólks í ráðuneytinu á hveiju sviði fýrir sig. Ég kalla á fólk eftir, því sem ég þarfnast hveiju sinni. Ég er afskap- lega heppinn með aðstoðarmann þar sem er Þórir Haraldsson og Davíð Á Gunnarsson ráðuneytisstjóri er náinn samstarfsmaður minn. Ég leita einnig óhikað tíl fagfólks á stofnunum þegar svo ber undir“ Færðu stuðning fiá samráðherrum þínum? lngibjórg: „Ég hitti einu sinni kollega mína, heilbrigðisráðherra annarra landa á ráðstefnu í Slóveníu. Þar lýstí einn þeirra starfinu svo að þrennu mætti maður aldrei gleyma: I fyrsta lagi er maður ekki dauður heldur lifandi. I öðru lagi eru vitleysurnar sem við gerðum í dag hlægilegar miðað við þær sem við gerum á morgun. Og í þriðja lagi ekki vera að eyða tíma í að tala við hina ráðherrana því þeir hafa ekki kraft til að setja sig inn í þín málefni. Þessi um- mæli hans féllu greinilega í mjög góðan jarðveg. An gamans, þá vinn ég náið með fjármálaráðherra." EINKAGEIRINN OG HIÐ OPINBERA Er ekki mikill munur á þvi að reka einkafyrirtæki og vera í op- inberum rekstri? Ingibjörg: „Það er auðvitað mjög mikill munur. Ef við ætlum, svo dæmi sé tekið, að sameina tvær sjúkrastofnanir þá koma allir faghóparnir í halarófu: Læknar, hjúkrunarfólk, verkalýðsfélög og fagfélög, gagngert til þess að tjá sig um það hvað þessi ráðstöfun sé vitlaus og lýsa því hvernig hún muni leiða af sér neyðarástand innan tveggja daga. Ef Haraldur hinsvegar ætlaði að sameina tvær einingar innan fyrirtækisins þá væri mjög ólíklegt að verkstjórinn eða starfsfólk- ið færi að tjá sig um það opinberlega að nú væri forstjórinn loks- ins orðinn óður. Það er ekki víst að starfsfólkið sé ánægt en það lýsir þá óánægju sinni við yfirmennina en ekki opinberlega. Aginn er annar hjá hinu opinbera en í einkageiranum." Fínnst þér þá jákvætt að koma einkarekstri að í heilbrigðis- þjónustunni? Ingibjörg: „Mér finnst grundvallaratriði að allir séu jafnir gagn- vart heilbrigðiskerfinu og enginn getí keypt sig ffam fyrir næsta mann. Það er engin heilög kýr hvort heilbrigðisþjónustan er einkarekin eða ekki. Einkarekstur er ekki óþekktur í heilbrigðis- geiranum og ekkert athugavert við að auka hann meðan ekki er gengið gegn þessu aðalsmerki að allir séu jafnir.“ ER GAMAN í VINNUNNI? Hver verða stóru verkefiiin hjá heilbrigðisráðherra eftír kosn- ingar? Ingibjörg: „Við verðum að ná fleiri læknum heim til íslands og tryggja grunnþjónustu í heilbrigðiskerfinu með aukinni heilsu- gæslu. Sú vinna er hafin. Ég vil sjá meiri samvinnu og samnýtingu í kerfinu. Til þess að fjöldinn fái þá þjónustu sem hann þarf verð- um við alltaf að vera á tánum og reyna að leita hagkvæmustu lausna.“ Hvað finnst þér erfiðast í heilbrigðismálunum? Ingibjörg: „Þegar skjólstæðingar heilbrigðisþjónustunnar fá ekki þá þjónustu sem ég tel að þeir ættu að fá með réttu." Er Alþingi skemmtilegur vinnustaður? Ingibjörg: „Það er ekki fjölskylduvænn vinnustaður, svo mikið er víst, tarnirnar koma á versta tíma. Sá sem er á þingi kemur t.d. aldrei heim á aðventunni og þess sakna ég. Ég er ekki viss um að ég myndi meta Alþingi sem skemmtilegan vinnustað, það er margt sem mér dettur í hug fyrr en það. Þarna er mikil barátta manna á milli og það setur sinn svip á andrúmsloftið." PRESSAN FRÁ HLUTHÖFUNUM Einn af liðsmönnum þínum, Viðar Karlsson aflaskipstjóri, sagði í viðtali einu sinni að kvótakerfið hefði útrýmt aflakóngum og dregið úr samkeppni milli skipstjóra. Er samkeppni milli sjáv- arútvegsfyrirtælqa? Haraldur: Já, hún er talsverð því það er í eðli Islendinga. Sam- keppnin er alls ekki dauð hvað sem kvótakerfinu líður. Verðbréfa- 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.