Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1998, Side 57

Frjáls verslun - 01.10.1998, Side 57
Frosti Bergsson, forstjóri Op- inna kerfa. Fyrirtœkið hefur hagnast um nær 270 milljónir með kauþunum á Skýrr í fyrra. Gunnar Felixsson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar. Sameiningin við Tryggingu mun hækka hlutabréf Trygg- ingamiðstöðvarinnar í verði. Warren Buffet: „Geymið hluta- bréfin og gleymið markaðnum. Reynið alls ekki að spá í eða hafa áhyggjur af hagkerfinu. “ Bjarni Armannsson, forstjóri FBA. Sterk ímynd hans á fjár- málamarkaðnum hefur eflaust ýtt undir hina miklu eftirspurn eftir bréfum í bankanum. En það er þetta með stemmninguna. Hafi menn haldið að hún væri búin eftir FBA- ævin- týrið þar sem umframáskrift var fjórföld kom annað í ljós í Skýrr-útboðinu þar sem 44% hlutur ríkisins og Reykjavíkurborgar var seldur. Þar var um tífalda umframáskrift að ræða! Sagt og staðið. Nafnverð hlutabréfa í Skýrr er 200 milljónir. Snemma á síðasta ári keyptu Opin kerfi 51% hlut í fýrirtækinu, 102 milljónir króna á genginu 1,58. Starfsmenn eiga 5% eða 10 milljónir að nafnverði. I útboðinu á dögun- um var 44% hluturinn, að nafnverði um 88 milljónir, seldur í tvennu lagi; 78 milljónir í almennri sölu á genginu 3,2 og 10 milljónir í sér- útboði en þær seldust á genginu 4,2. Kaupendur voru Handsal og FBA. Yfir 8 þúsund manns skráðu sig fyrir hlut í Skýrr. Af því sést að kennitölustríð verðbréfafýrirtækjanna, sem hófst í FBA-út- boðinu, hélt áfram í Skýrr-útboðinu. Þær hræringar sem hafa átt sér stað á þessu ári á hlutabréfa- markaði sýna að íjárfestar geta hagnast verulega á hlutabréfa- kaupum. Þannig er ljóst að Opin kerfi, með Frosta Bergsson, for- stjóra fyrirtækisins, í fararbroddi, hafa hagnast umtalsvert á kaup- unum á Skýrr. Opin kerfi keyptu 102 milljónir á genginu 1,58 og greiddu því rúma 161 milljón fýrir hlutinn en núna fengjust um 430 milljónir fyrir hann miðað við að gengið sé í kringum 4,2. Af þessu sést að Opin kerfi gætu hagnast um 270 milljónir á kaupunum seldu þau hlut sinn núna. Þá fjárfestu Opin kerfi einnig í Hans Pet- ersen á síðasta ári en fyrirtækið verður skráð á Verðbréfaþingi inn- an skamms. Ein litríkasta sala fyrirtækis á árinu er eflaust salan á Baugi í sumar þar sem FBA og Kaupþing eignuðust í sameiningu um 75% í honum. Síðan hafa fyrirtækin verið að selja úr pakkanum. Eitt- hvað mun þó vera eftir. Til stendur að skrá Baug á Verðbréfaþing á næsta ári. Sömuleiðis mun Vöruveltan, 10-11, verða skráð á þingið snemma á næsta ári. Þá mun lyfjafyrirtækið Delta, sem er á Opna tilboðsmarkaðn- um, sömuleiðis verða skráð á Verðbréfaþingið á næsta ári. Nýjasta fréttín á hlutabréfa- markaðnum er svo auðvitað sameining Tryggingamiðstöðv- arinnar og Tryggingar undir merkjum fyrrnefnda félagsins. Sameiningin fer þannig fram að hluthafar í Tryggingu eignast tæp 22% í Trygginga- miðstöðinni. Lífeyrismál hafa verið mjög í brennideplinum á ár- inu en ný lög um lífeyrissjóði tóku gildi 1. júlí sl. Mik- il nauðsyn er á auknum lífeyrissparnaði landsmanna og má búast við að skylduaðildin að lífeyrissjóðum, sem skattayfirvöld mun fylgjast með að verði fram- fylgt, auki ráðstöfunarfé lífeyrissjóða umtalsvert. Margir einyrkjar hafa t.d. trassað að greiða í lífeyris- sjóði. Igjöld í lífeyrissjóði eru núna 10%. Frá launþegum koma 4% og frá atvinnurekendum 6%. Frá áramótum verður launþegum heimilt að greiða 2% til viðbótar í lífeyrissjóði, td. séreignasjóði óski þeir eftír því. Þá liggur fyrir firumvarp á Alþingi, sem væntan- lega verður samþykkt, um að atvinnurekendur geti greitt 0,2% tíl viðbótar í lífeyrissjóði starfsmanna sinna gegn því að trygginga- gjaldið lækki á móti um 0,15%. Gert er ráð fyrir að umrædd 2,2% í viðbótariðgjöld skili sér í auknum sparnaði upp á rúma 5 millj- arða króna. Viðbótin er skattfrjáls fyrir launþegann. Hafi hann 200 þúsund á mánuði og nýti sér 2% viðbótarsparnaðinn verða skattskyldar tekjur hans 196 þúsund á mánuði. Auk þess getur hann dregið sín hefðbundnu 4% iðgjöld ffá skattí. Þannig verður hann samtals með 6% sem skattafrádrátt vegna lífeyrissparnaðar. Lífeyrissjóðirnir munu gildna á næsta ári vegna fleiri sjóðfélaga og betri skila á lífeyrisiðgjöldum. Sjóðirnir verða að koma þessu fé í lóg og þess vegna má búast við að þeir verði enn sterkari fjárfest- ar á innlendum hlutabréfamarkaði sem og skuldabréfamarkaði. Jafnframt má reikna með að þeir leití í auknum mæli út fyrir lands- steinana með fjárfestingar og dreifi þannig áhættunni. Staða almenna lífeyriskerfisins er nokkuð sterk og var hrein raunávöxtun margra þeirra á bilinu 6 til 13% á síðasta ári. Iifeyris- sjóðurinn Hlíf er enn eitt árið sigurvegarinn í ávöxtun sjóðanna með raunávöxtun upp á um 13,5% á síðasta ári. Valdimar Tómasson er framkvæmda- stjóri sjóðsins og maðurinn á bak við þennan stórglæsilega árangur. Hann er enn eitt árið ávöxtunarkóngurinn í lífeyris- sjóðakerfinu. Lífeyrissjóður Austurlands, með Gísla Marteinsson í farabroddi, var líkt og í fyrra í öðru sætí á eftír Lífeyrissjóðn- umHlíf. H5 3ow Jones- vísitalan ( aldrei verið hæn'i a Æwhln.ðmU Úrvalsvísitala Verðbréfaþings fór hœst 12. ágúst en lœkkaði síðan skarþt. Hún hefur verið á upþleið að undanförnu. 57

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.