Frjáls verslun - 01.10.1998, Page 54
Benedikt Karlsson, tölvu- og tæknistjóri.
Lúðvíg Sveinsson Jjármálastjóri.
Viðskiptanetið innleiðir
nýja kynslóð greiðslukorta
iðskiptanetið hf. í Síðumúla 27 er um þessar mundir að taka í notkun nýtt
bankakerfi samfara uppsetningu á nýju posakerfi sem byggir á snjallkortum
(smart cards). Nýja kerfið kemur til með að halda utan um alla umsýslu og
uppgjör á vörubanka Viðskiptanetsins. Snjallkortin krefjast sérstakra posa, sem
hlotið hafa nafnið snjallar, og verða þeir í byrjun settir upp hjá um þrjú hundruð fyr-
irtækjum, sem eiga aðild að Viðskiptanetinu, að sögn þeirra Lúðvígs Sveinssonar
fjármálastjóra og Benedikts Karlssonar, tölvu- og tæknistjóra VN.
„Við höfum hugsað okkur að skipta alveg
yfir í þessa tækni enda hefur það verið vilji
okkar lengi að komast inn á posakerfið en
það hefur gengið erfiðlega. Við fórum því þá
leið að semja við þýskan aðila, Giesecke &
Devrient, sem framleiðir bæði kort og posa.
Kerfið verður sett upp í desember og janúar.
Snjallarnir virka fyrir öll kort á markaðnum
svo að viðskiptaaðili VN getur skipt út þeim
posa sem hann er með og notað snjall í stað-
inn. Hingað til hefur orðið að hringja inn til
VN eftir heimildarnúmeri í hvert sinn sem við-
skipti hafa átt sér stað."
Kortið heldur utan um viðskiptin
Kosturinn við nýja snjallkortakerfið er að
það heldur utan um öll viðskipti. Um leið og
kortinu er rennt í posann færast viðskiptin
sjálfkrafa milli reikninga kaupanda og selj-
anda.
Viðskiptanetið átti fimm ára starfsafmæli
í maí síðastliðnum. Aðilar að netinu, sem eru
víðsvegar í viðskiptalífinu, eru í dag um 900
talsins. Viðskiptin eiga sér þó aðallega stað á
fyrirtækjamarkaði en ekki milli einstaklinga.
„Viðskiptin eru fyrirtækjunum því hag-
stæðari sem breytilegi kostnaðurinn í rekstri
þeirra er lægri. Við leggjum áherslu á að fyr-
irtækin noti Viðskiptanetið sem valkost í
greiðslumiðlun og brýnum fyrir mönnum að
stunda ekki viðskiptin einvörðungu með þess-
um hætti. Safnist inneignir á reikninga fyrir-
tækjanna ráðleggjum við þeim að bíða þartil
jöfnuður milli kaupa og sölu næst á ný. Mark-
miðið er að auka sölu og styrkja lausafjár-
stöðu fyrirtækjanna sem geta með þessu
móti keypt vörur sem þau greiða síðan fyrir
með eigin vörum strax eða síðar.”
Koma á viðskiptum og kynna fyrirtækin
Starfsmenn Viðskiptanetsins vinna dag-
lega að því að kynna nýja markhópa fyrir að-
ilum VN og koma á nýjum viðskiptum. Fimm
þjónustufulltrúar eru stöðugt við símann og
Veltuaukning hefur verið mikil.
öEmŒmmm
54