Frjáls verslun - 01.05.1999, Qupperneq 8
Það þarf aðfylgjast vel með á hinum fjölmörgu tölvuskjám viðskiþta-
stofunnar.
Viðskiptastofa bankans heyrir
undir tvö svið hans, Fyrirtækja-
svið og Alþjóða- og fjármálasvið.
Brynjólfur Helgason og Gunnar
Andersen eru framkvæmdastjór-
ar sviðanna, og forstöðumenn
þeirra eru tveir, Davíð Björnsson
og Tryggvi Tryggvason.
„í viðskiptastofu Landsbank-
ans starfa á fimmta tug sérfræð-
inga og snýr starfsemi þeirra að
flestum þáttum banka- og verð-
bréfaviðskipta. Með eflingu þess-
arar starfsemi innan bankans hef-
ur þáttur ráðgjafar til viðskipta-
milli fslands og annarra landa þó
að því fylgi vissulega aukin
gengisáhætta, að sögn Davíðs.
Útlán Landsbankans hafa
vaxið hratt á liðnum misserum
og hefur verið lögð á það áhersla
að auk þjónustu við núverandi
viðskiptavini verði leitað á ný
mið þannig að betri dreifing fáist
á lánasafn bankans. Þannig hef-
ur verið lögð aukin áhersla á lán-
veitingar til stóriðju, svo og til
dótturfyrirtækja eða samstarfs-
fyrirtækja íslenskra fyrirtækja er-
lendis. Einnig hefur bankinn
haslað sér völl í auknum mæli í
Viöskiptastofa Landsbankans
Fjölþætt þjónusta við stærstu
viðskiptavinina á einum stað
iðskiptastofa Landsbankans að Laugavegi 77 veitir
sérhæfða þjónustu stærstu viðskiptavínum bankans.
Til þeirra teljast m.a. stærstu fyrirtæki, sveitarfélög og
lífeyrissjóðir. Þessir aðilar sækja nú alla sérhæfða banka-
þjónustu til viðskiptastofunnar en áður þurftu þeir að leita til
nokkurra staða í bankanum eða í dótturfyrirtækjum eftir sömu
þjónustu. Almenn bankaþjónusta við fyrirtæki fer sem fyrr
fram í útibúum bankans.
Sérfrœðingar viðskiptastofu Landsbankans að störfum.
vina samfara viðskiptunum farið
hratt vaxandi, enda eru viðskiptin
að verða flóknari og nýjungar að
festa sig í sessi hér á landi, s.s. á
sviði afleiðuviðskipta, skuldastýr-
ingar, fyrirtækjasamruna o.fl.,
sem kallar á sífellt aukna ráð-
gjöf," segir Davíð.
Aukin áhersla á fjármögnun í
erlendri mynt
Fjármögnun stærstu rekstrar-
aðila hefur mikið vægi innan við-
skiptastofunnar, enda Lands-
bankinn stærsti banki landsins
og sá sem mest viðskipti á við
atvinnulífið. Fjármögnunarmögu-
leikar eru nú fjölbreyttari en
áður, en þar má nefna bankalán í
innlendri og erlendri mynt,
skuldabréfa- og hlutabréfaútboð,
en þessi þjónusta er boðin í við-
skiptastofunni. Viðskiptavinir
bankans hafa undanfarið lagt
aukna áherslu á fjármögnun f er-
lendri mynt og þar með hagnýtt
sér þann mikla vaxtamun sem er
fasteignafjármögnun, m.a. með
heildarfjármögnun ýmissa ný-
bygginga, sem nú eru að rísa.
Tugmilljarða gjaldeyrisvið-
skipti á mánuði
Gjaldeyrisviðskipti og afleidd
viðskipti þeim tengd eru fyrir-
ferðarmikil í viðskiptastofunni.
Landsbankinn hefur um árabil
verið stærsti aðilinn á innlendum
gjaldeyrismarkaði en Landsbank-
inn er viðskiptabanki margra
stærstu fyrirtækja hérlendis,
þ.á.m. ýmissa stærstu útflutn-
ingsfyrirtækja landsins og eru
sjávarútvegsfyrirtæki þar fyrir-
ferðamest. Hefur umfang gjald-
eyrisviðskipta hans markast
mjög af því. Vegna þessarar
stöðu býr bankinn yfir mikilli sér-
þekkingu á gjaldeyrisviðskiptum
en velta Landsbankans í gjald-
eyrisviðskiptum hleypur á tugum
milljarða á mánuði.
„Undanfarin ár hefur áhættu-
stýringstýring verið mjög í deigl-
8
imnna