Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1999, Page 9

Frjáls verslun - 01.05.1999, Page 9
unni, þ.á.m. stýring gjaldeyrisáhættu. Mikil áhersla hefur verið lögð á það hjá Landsbank- anum að gera fyrirtækjum kleift að stjórna áhættu í rekstri sínum og mikil þekking hefur byggst upp á afleiðum, framvirkum samning- um, skiptasamningum og vilnunum en slík viðskipti eru fyrirferðamikil í starfsemi við- skiptastofu Landsbankans." Viðshipti við lífeyrissjóði og fagfjárfesta Viðskiptastofa sér einnig um samskipti Landsbankans við lífeyrissjóði og aðra fag- fjárfesta og sinnir allri þjónustu við þessa að- ila á sviði verðbréfa- og bankaviðskipta. Auk almennra verðbréfaviðskipta má nefna þætti á borð vió sölu gjaldeyris, afleiðuviðskipti, innheimtuþjónustu, fjármögnun einstakra viðskipta og fleiri þætti sem gera þjónustu við þennan viðskiptavinahóp heildstæða. í viðskiptastofu er rannsókna- og grein- ingarteymi sem vinnur í nánum tengslum við aðra sérfræðinga hennar. Haldið er utan um upplýsingar um erlenda og innlenda markaði og beitt nýjustu upplýsingatækni við söfnun og nýtingu þeirra til ákvarðanatöku. Upplýs- ingar eru sendar til viðskiptavina okkar í formi markaðsyfirlita og skýrslna, svo sem samantekt um erlenda gjaldeyrismarkaði svo og innlenda skuldabréfa- og hlutabréfamark- aði. Ráðgjöl varðandi skuldastýringu og sérhæfð fjármálaráðgjöf Nýlega hóf viðskiptastofa LÍ að veita ráð- gjöf varðandi sérhæfða skuldastýringu fyrir fyrirtæki. f stuttu máli er hér um er að ræða áhættumat erlendra skulda og til hvaða að- gerða unnt sé að grípa til þess að lágmarka þessa áhættu svo og að lækka fjármagns- kostnað. Mikið þróunarstarf er unnið á þessu sviði, meðal annars f samvinnu við Háskóla íslands. „Sífellt er verið að aðlaga og samhæfa nýjar fjármálaafurðir fyrir íslensk fyrirtæki, svo sem skuldabréfa- og hlutabréfaafleiður og loks má nefna nýja deild innan Landsbank- ans, fjármálaráðgjöf, en Stefán H. Stefáns- son er forstöðumaður hennar. Til fjármálaráð- gjafarinnar er stofnað til að geta veitt við- skiptavinum þjónustu á sviði verðmats fyrir- tækja, samruna- og sameiningaráðgjafar, verkefnafjármögnunar og fleiri flóknari við- skipta. Ráða má af viðbrögðum viðskiptavina að Yfirmenn viðskiptastofu Landsbankans, f. v. Tryggvi Tryggvason, Gunnar Andersen, Davíð Björnsson og Brynjólfur Helgason. Starfsmenn fyrirtœkja- og sveitarfélagaþjónustu viðskiptastofunnar að störfum. þessi breyting á þjónustunálgun við þá hefur tekist vel. Umfang starfseminnar hefur vaxið hröðum skrefum og Landsbankinn hefur treyst stöðu sína sem stærsti bankinn í þjón- ustu við atvinnulífið," segir Davíð Björnsson að lokum. r Landsbanki Islands Viðskiptastofa Landsbankans Laugavegi 77 • 101 Reykjavík Sími: 560 6000 • Fax: 560 3199 ltlllMMMIIIl.1 9

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.