Frjáls verslun - 01.05.1999, Page 35
MARKAÐSMÁL
rkaða
Nokkra athygli hafa vakiö
flugvél og mambósveiflu.
sjónvarpsauglýsingum frá Nettó og 10-11,
þar fer mest fyrir flugvél og mambósveiflu.
Bógómil Font Hinn kunni dægurlaga-
raulari Bógómil Font er í aðalhlutverki í
auglýsingu Nettós. Hann sveiflast á milli
hilla og rekka, syngur um hjónin Gumma
og Gógó og lemur taktinn á sælgætis-
bauka. „Um gólf í Nettó þau dansa mambó,
syngja Rígólettó, það er suðræn sæla á
Norðurpóló". Það er gaman í búðinni og
„alltaf von á góðu“ eins og segir í lokaslag-
orðinu. Auglýsingastofan Nonni og Manni
annaðist gerð auglýsingarinnar og Jakob
Jóhannsson leikstýrði henni.
Jón Sæmundsson hjá Nonna og
Manna segir að Nettó leggi áfram áherslu
á vörur og verð, það sé gert í dagblaðaaug-
lýsingum. „Við vildum hinsvegar fara aðr-
ar leiðir í sjónvarpi og draga þar fram þjón-
ustuna sem veitt er í
verslununum. Yfir-
bragðið er létt og sýn-
ir að það er gaman að
versla í Nettó.“ Jón og
félagar fengu Magnús Kjartansson til að
semja lagið og Bjartmar Guðlaugsson til
að gera textann — og þegar það lá fyrir var
hafist handa við að velja söngvara. Nokkr-
ir komu til greina; en það var Júlíus Guð-
mundsson verslunarstjóri Nettós sem end-
anlega valdi Bógómíl enda lagið i þeim stíl
sem hann hefur helgað sér.
GÓð víðbrögð Júlíus segist lengi hafa
haft gaman af Bógómíl enda karakter-
inn skemmtilegur og
honum fylgi gleði og
ferskleiki. Hann seg-
ist hafa fengið góð
viðbrögð við auglýs-
ingunni og fólk sé
þeirrar skoðunar að
hún hressi upp á
ímynd Nettós. Júl-
íus neitar því ekki
að hafa heyrt við-
skiptavini raula lag-
ið í búðinni og meira að
segja hefur hann fregn-
að að það hafi verið
sungið í partíum. Jón
hjá auglýsingastof-
unni Nonna og
Manna segir að
Hin kunni dœgurlagaraulari
Bógómil Font er í aðalhlut-
verki í auglýsingu Nettós.
Hann syngur á milli hilla og
rekka, syngur um hjónin
Gumma og Gógó og lemur
taktinn á sœlgœtisbauka. „Um
gólfí Nettó þau dansa mambó,
syngja Rígólettó, það er suðræn
sœla á Norðurþóló. “
TEXTI: Björn Þór Sigbjörnsson
MYNDIR: Kristín Bogadóttir
hugmyndavinnan hafi tekið um það bil
mánuð og annar mánuður farið í vinnsl-
una. Nokkrar útgáfur eru tíl af auglýsing-
unni og hefur hún oftast birst nokkuð stytt.
Lengsta útgáfan er 41 sekúnda en Jón seg-
ir að sá tími hafi ekki vafist fyrir mönnum
þó að nokkuð langur sé „enda er ódýrara
að birta auglýsingar í sjónvarpi heldur en
heilsíðu í stærstu dagblöðunum".
Bessi og Árni Flugvélasmiðirnir í aug-
lýsingu 10-11 eru ekki síður hressir en Bó-
gómil. Þá túlka leikararnir Arni Tryggva-
son og Bessi Bjarnason. Vitnað er í Iilla
_______ klifurmús og Mikka ref
úr Dýrunum í Hálsa-
skógi en sem kunnugt
er fóru Arni og Bessi
með hlutverk þeirra í
Þjóðleikhúsinu hér um árið. Áhersla er
lögð á hversu auðvelt og fljótlegt sé að
versla í 10-11: „Var ég ekki snöggur?“ spyr
Bessi og slagorðið í lokin er „10-11, þegar
tíminn flýgur!“. Þar er svo aftur skírskotun
til flugvélarinnar. Lilli, Mikki og flugvélin í
auglýsingu 10-11 er hugarfóstur Halls
Helgasonar, fyrrum dagskrárstjóra Bylgj-
unnar og eins af aðstandendum Loftkastal-
ans. Hallur segir að fyrir rúmum
þremur árum hafi hann gert
svokallaða vitnisburðaauglýs-
ingu fyrir 10-11 sem hafi í kjöl-
farið byrjað að auglýsa af
kraftí í sjónvarpi en lítíð
fór fyrir sjónvarps-
auglýsingum ann-
arra stórmarkaða á
þeim tíma. Þessi aug-
lýsing sé svo rökrétt
framhald.
0g var snöggur að þvi!
„I ímyndaauglýsingum 10-
11 leggjum við áherslu á tvö
atriði; þægindi og vöruverð
og í þessari auglýsingu bein-
um við sjónum að þægindun-
um; hversu fljótlegt sé að
versla í búðunum. Að baki
þeirri fullyrðingu liggur mæl-
ing sem var gerð fyrir
nokkrum árum. Þá var fólk
sent með sama innkaupalist-
ann í nokkrar verslanir og í ljós
kom að það tók skemmsta tím-
ann að kaupa inn í 10-11.“
Heimatökin voru hæg hjá Halli
þegar kom að því að fá leikarana
enda hafði hann leikstýrt þeim
35