Frjáls verslun - 01.05.1999, Qupperneq 38
Edith Randý hjá Landlist annast dagblaðaauglýsingar Bónuss. Lögð er
áhersla á lágt vöruverð og tilboð sem og slagorðið: Bónus - býður betur.
„ Við sýnum vörurnar í auglýsingunum eins og þœr eru í búðunum; kjötið
er til dæmis í umbúðunum enda sjá viðskiptavinirnir það þannig í kælun-
um en ekki tilreitt á fati. “
in. Hann vakti enga sérstaka athygli til að
byija með en þegar önnur búðin opnaði
varð hann meira áberandi og hefur verið
þekktur sem vörumerki verslananna síð-
an.“
Um það bil tvisvar í mánuði gefúr Bón-
us út sérstök blöð með tilboðum og eins
birtast dagblaðaauglýsingar nokkuð reglu-
lega. „Það eru gerðar áætlanir um auglýs-
ingabirtingar fyrir árið en ekki er alltaf far-
ið eftir þeim. Bæði breytist eitt og annað
hjá verslununum sjálfum og eins er tekið
mið af því sem er að gerast á markaðnum.“
segir Randy. Bónus leggur áherslu á að
sýna vörurnar í auglýsingunum eins og
þær eru í búðunum; kjötið er til dæmis í
umbúðunum enda sjá viðskiptavinirnir það
þannig í kælunum en ekki tilreitt á fati. Og
í síbreytilegu umhverfi matvöruverslunar
er nauðsynlegt að vinna auglýsingarnar
hratt og örugglega og sumar Bónussaug-
lýsingarnar verða til á örfáum klukku-
stundum. Þetta eru þó ekki ákjósanleg
vinnubrögð að mati Randyjar en „oft gefst
lengri tími til að liggja yfir gerð þeirra."
Hún hefur unnið að auglýsinga- og kynn-
ingarmálum fýrir Bónus frá stofnun fyrir-
tækisins en segir að allir góðir hlutir gerist
með hópvinnu og vísar þar sérstaklega til
samstarfs við þá feðga Jóhannes og Jón As-
geir.
Nýkaup Blaðaauglýsingar Nýkaups hafa
verið nokkuð frábrugðnar auglýsingum
annarra stórmarkaða. Fyrirsagnir á borð
við Risaeðlur í steik og Svínslega freistandi
verð hafa vakið athygli og hlýtur þá
ákveðnu markmiði að vera náð þar sem
auglýsingum er jú ætlað að vekja athygli.
Auglýsingastoían Hið
opinbera sér um dag-
blaðaauglýsingar og
bæklinga Nýkaups auk
þess sem stofan hefur
hannað skilti og aðrar
merkingar í verslunun-
um sjálfum. Halldór
Gunnarsson hjá Hinu
opinbera segir að Ný-
kaupsmenn hafi lagt
grunninn að auglýsing-
unum og meðal annars komið með slag-
orðið „þar sem ferskleikinn býr“. Dag-
blaðaauglýsingar Nýkaups verða til á
skömmum tíma eins og hjá öðrum stór-
mörkuðum og það hefur sína kosti og
galla.
Kjúklingar lljúga Út! „Það er ákveðin
ögrun sem felst í að vinna þessar auglýs-
ingar. Tíminn er knappur, það þarf að
koma miklum upplýsingum á framfæri á
takmörkuðu plássi og allt þarf þetta að
vekja eftirtekt," segir Halldór og bætir við
að hugmyndir að texta fái hann við ýmis
tækifæri, til dæmis í bílnum og í baði. Eins
og áður sagði hafa áberandi fyrirsagnir ein-
kennt auglýsingar Nýkaups og kennir þar
ýmissa grasa. Einhverju sinni voru
kjúklingar auglýstir á tilboði og þá var eft-
irfarandi fyrirsögn notuð: „Kjúklingarnir
fljúga út, ferskir og á finu verði“. I sláturtíð-
inni síðustu var auglýst: „SS keppir á fínu
verði í Nýkaupi“ og grænmetisskyndiréttir
voru auglýstir með orðunum: „Gott í ein-
um grænum". Auglýsingar Nýkaups hafa
líka tekið mið af því sem hæst ber í fréttum
og má í því sambandi nefna að þegar
Halldór Gunnarsson hjá Hinu oþinbera sem sér um dagblaða-
auglýsingar og bæklinga Nýkauþs. „Við höfum verið með áber-
andi fýrirsagnir og þar hefur kennt ýmissa grasa, eins og
„Kjúklingarnirfljúga út, ferskir og á fínu verði“ og í síðustu slát-
urtíð mátti sjá fyrirsögnina „SS keppir á fínu verði í Nýkauþi".
En það er samt ein sem alltaf virkar: „50% ajsláttur" - það fær
enginn leið á henni. “
Sverrismálið svokallaða var efst á baugi
var lax auglýstur á sérstöku tilboði undir
fyrirsögninni: „Nú komast allir í lax“ og
þegar ljósmyndir af fáklæddum íslenskum
stúlkum birtust í Playboy með tilheyrandi
umræðu auglýsti Nýkaup ber á góðu verði
með orðunum: .Æðisleg ber“. Halldór
Gunnarsson segir hinsvegar að þrátt fyrir
að þessar fyrirsagnir hafi vakið athygli sé
ein sem alltaf virki: 50% afsláttur; „það fær
enginn leið á henni!“
Háar fjárhæðir Kaupmennirnir voru
tregir til að upplýsa hversu miklum pen-
ingum þeir verðu til auglýsinga á ári
hverju. Sé hinsvegar tekið mið af tölum
sem þó veiddust upp úr mönnum má gera
ráð fyrir að samtals auglýsi stórmarkaðir
fyrir vel á annað hundrað milljónir króna á
ári. Þó ber að hafa í huga að það eru ekki
alltaf verslanirnar sjálfar sem greiða aug-
lýsingarnar, framleiðendur og heildsalar
taka oft drjúgan þátt í kostnaðinum, enda
oft um beinar auglýsingar á vörum þeirra
að ræða. Þá skal tekið ffarn að ekki var for-
vitnast um auglýsingar allra stórmarkaða
heldur nokkrir valdir af handahófi. S9
38