Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1999, Side 49

Frjáls verslun - 01.05.1999, Side 49
Með eiginmanninum, Ásgeiri Asgeirssyni, en þau hjón hafa gengið ígegnum súrt og sœtt í út- gerðinni. Asgeir vinnur hjá Sœunni Axels hf. en Sæunn rekur hótelið sem þau festu kauþ á fyr- ir tveimur árum. Hjá þeim starfa 120 manns í 1.100 manna byggðarlagi. FYRIRTÆKI tgerðarfyrirtækið Sæunn Axels í Ólafsfirði er fjölskyldufyrir tæki samheldinnar fjölskyldu. Sæunn Axels, móðirin sem fyrirtækið er nefnt eft- ir, hefur ekki látið sitt eftir liggja í hraðri uppbyggingu fyrirtækisins og hún berst af alhug fyrir tilveru síns byggðarlags þar sem hún hefur ákveðið að bera beinin. Upphafið að þessu mikla útgerðarfyrir- tæki má rekja til trillukaupa fjölskyldunnar árið 1980. Þá ákváðu Sæunn og synir henn- ar að láta verða af því að eignast trillu en þau hafði lengi langað til þess að geta siglt um fjörðinn og veitt í soðið. Ahugamál þeirra vatt hins vegar upp á sig og fyrr en varði voru þau farin að standa hörðustu trillukörlunum á sporði. Þegar bókhald trillunnar komst ekki lengur fyrir í lítilli skrifblokk hjá eiginmanni Sæunnar og fjár- fest hafði verið í annarri og stærri trillu, var áhugamálið orðið alvarlegt og fjölskyldan ákvað að stofna útgerðarfyrirtækið Sæ- unni Axels. Til að byija með var einn starfsmaður í fyrirtækinu. Sæunn Axels sjálf. Heimavinnandi að fertugu Sæunn Axels er 57 ára gömul, fædd 1942. Hún er fædd og uppalin á Ólafsfirði eins og eiginmaður hennar, Ásgeir Ásgeirsson, sem er fimm árum eldri en hún. Þau eiga fjóra syni sem allir koma nálægt fjölskyldufyrirtækinu. Elstur er Ásgeir Logi, 36 ára, fyrrum fram- kvæmdastjóri Sæunnar Axels í Ólafsfirði en nú bæjarstjóri þar í bæ, næstur er Axel Pétur, 34 ára, framkvæmdastjóri Sæunnar Axels, þá Sigurgeir Frímann, 32 ára, en hann sér um sölumálin í Reykjavík og inn- kaup á fiski á mörkuðum, og yngstur er Kristján Ragnar, 22 ára, en hann er að hefja nám í Samvinnuháskólanum á Bifröst í haust Það var ekki fyrr en synirnir fóru að stálpast að Sæunn fór að huga að því að fara á vinnumarkaðinn en fram að þvi hafði hún verið heimavinnandi. Fyrir utan að sjá um heimilið tók hún menn í fæði, keypti sér pijónavél, pijónaði og seldi. Hún segir að það hafi ekki verið nein fórn hjá sér að vera heima. Hún hafi viljað hafa þennan háttinn á; vera til staðar fyrir strákana sína, og hún hafi líka fengið það margfalt borg- að til baka. „Við eigum að vera miklu meira heima, við konur,“ segir Sæunn þegar hún fær sér sæti með kaffibolla í hönd í setu- stofu á Hótel Ólafsfirði, en hótelið keypti hún ásamt eiginmanni sínum fyrir tveimur árum og hennar hlutverk í dag er að vera ffamkvæmdastjóri þess. „Eg er jafnréttis- sinni en ekki kvenremba og það ættu allar konur að harma það að geta ekki verið meira heima með börnin sín. Þótt ég væri heimavinnandi öll þessi ár voru aldrei sett- ar á mig neinar kvaðir, ég hef gert það sem mig hefur langað til enda fer víst best á Nafn: Sæunn Axels. I Aldur: 57 ára. I Maki: Ásgeir Ásgeirsson. f Börn: Eiga fjóra syni; Ásgeir Loga, / 36 ára, bæjarstjóra á Ólafsfirði, Axel i Pétur, 34 ára, frkvstj. Sæunnar Ax- ' els, Sigurgeir Frímann, 32 ára, hjá f Valeik og Kristján Ragnar, 22 ára, / nemanda. Umsvif: Útgerð og hótelrekstur á Ólafsfirði. Sæunn Axels hf. á 86% í útflutningsfyrirtækinu Valeik í TEXTI: Halla Bára Gestsdóttir MYNDIR: Gunnar Sverrisson HUN á Olafsfirði / / útgerdarfyrirtœki oghótel á Olafyfiröi. Sæunn erkölluö HUN afbœjarbúum. Valeik - sem raunar er helsti styrktaraöili Kristins Björnssonar skíöamanns. einni lítilli trillu! 49

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.