Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1999, Page 60

Frjáls verslun - 01.05.1999, Page 60
STJÓRNUN Volvo Dœmigerðir bílar fyrir millistjórnendur, bílar á bilinu 1,5 til 2 milljónir króna. kaupa bíl handa honum, hvort hann afkasti meiru við að fá bíl, hvort hann verði ánægðari í staríi, hvort öðrum starfsmönn- um mislíki - en bíll er jú sýnileg búbót - og svona mætti áfram telja. Þetta eru í reynd sömu spurningar og menn spyrja þegar rætt er um launahækkanir milli- stjórnenda eða byijunarlaun þeirra. Þess vegna skýtur beiðnin um bílinn yfirleitt upp kollinum þegar menn setjast niður og ræða launamálin. þær við 20% af kaupverði bílsins. Af 2ja milljóna króna bíl eru hlunnindatekjurnar 400 þúsund krónur á ári - og þeim tekjum þarf starfsmaðurinn að bæta við launatekj- ur sínar þegar hann gerir skattskýrsluna. Það þýðir fyrir hann viðbótarskatta upp á um 150 þúsund á ári eða um 13 þúsund krónur á mánuði. Með öðrum orðum: Það kostar hann 13 þúsund krónur á mánuði að aka á bíl fyrirtækisins; en hann sleppur jú við að kaupa bílinn og reka hann. Fyrir- tækið greiðir hins vegar engin launatengd gjöld vegna bílsins til starfsmannsins, eins og það þyrfti að gera hækkaði það við hann launin. Rekstur bílsins er eins og hver önnur útgjöld. Óskammfeilni Bílar tíl millistjórnenda Skaftlögð hlunnindi Þótt millistjórnandi sé á bíl frá fyrirtækinu, sem á og rekur bíl- inn að fullu, er það ekki svo að bíllinn sé ókeypis fyrir starfsmanninn. Hann þarf að telja fram tíl skatts hlunninda- tekjur vegna notkunar hans og miðast Volkswagen eru morg- um for- stjórum enn svolít- ið fjarlægt mál, jafnvel þótt þeir séu sjálfir á fyrirtækjabílum. Sumpart stafar það af því að þeir hafa ekki reiknað kostnaðinn tíl enda og veifa því bílapeningum. Fyrir for- stjóra sem þannig hugsar getur það virkað allt að því óskammfeilni af millistjórnanda að biðja um bíl; það sé einum of mikið af því góða! Þetta viðhorf hefur þó verið að breytast eftír að kröfur millistjórnenda um bíla urðu algengari. Isinn hefur verið að gefa sig. Spurningar fyrirtækisins eru auð- vitað hvort starfsmaðurinn sé þess virði að Kjötið á beininu Það fyrsta sem forstjóri ætti að gera, komi beiðni um bíl inn á hans borð, er að hringja í bílaumboðin eða eignaleig- urnar til að fá vitneskju um þá kosti sem eru í boði. Bílaumboðin eru í beinum tengslum við eignaleigurnar og tryggingafélögin og með nákvæma útreikninga um kostnað, greiðsludreifingu og verð pakkans. Líkast tíl hljómar fyrirspurn forstjórans eitthvað á þessa leið: „Eg á ekki fyrir nýjum bíl handa starfsmanni mínum og ætla ekki að auka yfirdráttinn í bankanum. Þið sjáið um ljár- mögnunina. Hvað kostar bíllinn mig á Rekstraraleiga á 5 mkr. forstjórajeppa yrirtæki leigir forstjórajeppa á um 5 milljónir króna til þriggja ára. í algengri rekstarleigu þarf það að greiða fyrir hann um 80 þúsund krónur á mánuði, eða um tæpar 2,9 milljónir á þremur árum. Síðan á fyrirtæk- ið eftír að reka bílinn, kaupa bensín og tryggingar. Jeppi, sem eyðir 20 lítrum á hundraðið, og ekið er 20 þúsund kílómetra á ári eyðir 4 þúsund lítrum af bensíni á ári eða fyrir um 300 þús- und krónur. Við bætast tryggingar upp á 120 þúsund á ári. Bensín og tryggingar eru því samtals um 420 þúsund á ári, eða 35 þúsund á mánuði, eða tæpar 1,3 milljónir á þremur árum. Leiga og rekstur samtals tæpar 4,2 milljónir á þrem- ur árum. Eða um 116 þúsund á mánuði fyrir fyrirtækið. Af þessu sést að stjórnarformaður, sem fær ósk frá forstjóra sínum í upphafi um 700 þúsund krónur i laun á mánuði, gætí augljóslega gert gagntílboð upp á um 100 þúsund króna lægri laun, eða 600 þúsund krónur á mánuði — en að hann fengi 5 milljóna króna jeppa til afhota. Þótt halda mættí að fyrirtækið tapaði um 16 þúsund á þessu á mánuði er það ekki svo; af 100 þúsund kr. launahækkun tíl forstjórans þarf að greiða um 20 þúsund í launatengd gjöld; launahækkun hans kostar fyrirtæk- ið 120 þúsund á mánuði en ekki 100 þúsund. Á mótí þarf forstjórinn að telja fram um 1 milljón á ári í hlunnindatekjur (20%afkaupverðijeppans) oggreiðaafþeim um 37 þúsund í skatta aukalega á mánuði, eða um 1,3 milljónir á þremur árum. Það er lægri upphæð en hann þyrftí að greiða ef hann keyptí bílinn sjálfur og ræki hann að fullu. Bæði fyrirtækið og starfsmaðurinn hagnast í þessu dæmi. Rekstrarleiga á 5 mkr. forstjórajeppa. Til 3 ára. Rekstrarleiga 2,9 mkr. áþremurárum / Bensín og tryggingar 1,3 mkr. Samtals: 4,2 mkr. (116 þús. á mán.) Skattalegt hagræði - 1,3 mkr. Samtals kostn v. bíls 2,9 mkr. Hlunnindatekjur forstjórans 1,0 mkr. á ári (20% af virði bíls) Skattur 450 þús. á ári eða 37 þús. á mán. 60

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.