Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1999, Síða 81

Frjáls verslun - 01.05.1999, Síða 81
Qg er ekki heltekinn af bíladellu sjálfur en það er erfitt annað en að fá væga dellu þegar maður vinnur við þetta,“ segir Björn Víglundsson, markaðsstjóri Toyota á ís- landi. „Núna ek ég Toyota Rav 4 en ég reyni að prófa sem flesta af okkar bílum því hluti af því að markaðssetja vöru er að þekkja hana sjálfur.“ Björn er markaðsstjóri Toyota og hefur verið það síðastliðið ár en hann var auglýsingastjóri áður og hefur starfað hjá Toyota rúm þrjú ár eða frá því að hann útskrifaðist úr University of Tampa í Florida með stjórnun og markaðsfræði sem aðalfag. Um þessar mundir er ekki erfitt að selja bíla, að hans sögn, því eftirspurn eftir nýjum bílum fyrstu mánuði ársins var suma mánuðina 80-90% meiri en sömu mánuði í fyrra. „Það er okkar stefna að eiga yfirleitt á lager bíla sem svarar til sex vikna sölu. Við seldum alla okkar bíla upp í vetur og vorum komnir með mánaðar afgreiðslufrest. Ég man varla eftir öðru eins.“ Björn segir að fylgst sé grannt með áhrifum auglýsinga á markaðinn og samsvörun milli aug- lýsingamagns og sölu. Það er gert með sérstök- um, reglubundnum mælingum sem eru kallaðar Hugskot og felast í því að kanna hvaða auglýsing- um fólk hefur tekið eftir. „Okkar auglýsingar koma undantekningarlít- ið best út úr þessum mælingum. Við erum að sjá að 15-37% svarenda nefna okkar auglýsingar og viljum halda því þannig og helst að auka það. Með þessum mælingum fýlgjumst við einnig með auglýsingum keppinautanna og áhrifum þeirra. Sá hópur sem við lítum þó á sem okkar helsta keppinaut er sá sem segist ekki taka eftir neinum auglýsingum. Við getum einnig fullyrt að Toyota gætir hag- kvæmni í auglýsingum því við erum í 2.-3. neðsta LAND CRUISER Björn Víglundsson er markaðsstjóri Toyota ogsegist vera með vott afbíladellu. FV-mynd: Kristín Bogadóttir. Björn Víglundsson, Toyota sætí umboðanna sé borinn saman auglýsinga- kostnaður á hvern seldan bíl.“ Björn segir að í þeirri miklu bílasölu sem hef- ur verið á íslandi undanfarin misseri hafi meðal- aldur íslenska bílaflotans lækkað nokkuð en hann hefur verið milli 9 og 10 ár en í nágranna- löndum okkar er meðalaldur bílaflotans milli 6 og 7 ár. Nýlega birtust tölur um minni mengun frá bílaumferð í Reykjavík sem staðfesta þá þró- un sem er að verða hvað varðar útblástur bíla og mengunarkröfur. Björn segir að auknar kröfur séu í farvatninu og eftír aldamótín komi á mark- aðinn bílar sem mengi margfalt minna en nú er miðað við. „Þessvegna má segja að það sé nauðsynlegt fyrir þjóð, sem annt er um umhverfi sitt og hreina náttúru, að aka ekki um á úr sér gengnum bílum.“ Þessi endurnýjun hefur sín áhrif á markað með notaða bíla og Björn telur að Islendingar muni fara að afskrifa bíla sína hraðar en þeir hafa gert. „Samanburður sýnir að nýjir bílar hérlendis eru 30-40% ódýrari en í sum- um nágrannalöndum okkar en þriggja ára gamlir bílar miklu dýrari." Björn telur líklegt að umboðin eigi um helming notaðra bíla á markaðnum og hafi þvi einhverja stjórn á þvi að verðið hrapi ekki niður úr öllu valdi. Björn er kvæntur Helgu Arnadóttur, deildarstjóra hjá Flugleiðum, og þau eiga eina dóttur, nýfædda, sem tekur allan frítíma foreldranna. „Að því frátöldu er golf mitt helsta áhugamál." 53 TEXTI: PÁLL ASGEIR flSGEIRSSON 81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.