Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2000, Page 19

Frjáls verslun - 01.03.2000, Page 19
FORSÍÐUGREIN Við ráðningu stjórnenda hjá okkur giida staðlaðar reglur. Krys Corso, fjármálastjóri okkar, fær til að mynda forkaupsrétt að um einu prósenti af útgefnum hlutabréfum í fyrirtækinu m.v. þann tímapunkt þegar ráðningin á sér stað. vitað sitt um viðtökurnar. „Ýmsir aðilar eru þegar farnir að bjóða langt yfir útboðsgengi okkar,“ heldur hann áfram og ját- ar að það hafi komið á óvart því að vissulega sé veruleg áhætta fyrir hendi. „Ég bjóst við að við myndum ná íjármögn- uninni og kannski eitthvað meira, hámark tvöfalt en þetta er langt umfram okkar vonir.“ Fjármagnið á að nægja til að koma fyrirtækinu á fætur bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi, koma skrifstofunum á legg, ráða starfsfólk og fara að hala inn fyrstu auglýsingarn- ar. „Ástæðan fyrir því að við veljum Bretland og Bandaríkin er sú að þetta eru stórir markaðir þar sem enska er töluð. Þess vegna er gott fyrir okkur að fara beint þangað. En þó að ijár- magnið sé mikið þá verður það fljótt að fara og þess vegna stefnum við á áffamhaldandi fjármögnun síðar á árinu og fáum þá vonandi nægilega mikið fé til að fleyta okkur helst alla leið,“ segir Ingvar. Búast má við að seinna útboðið fari fram erlendis. En hverjir eru eigendur þessa fyrirtækis sem sannarlega er brautryðjandi á Internetinu? Eigendur fyrirtækisins eru að sjálfsögðu Ingvar og Sveinn, fjölskyldur þeirra, allir upphaflegu starfsmennirnir og nýju hluthafarnir en það eru þeir sem koma inn á vegum Eigna- stýringar Kaupþings í Lúxemborg, Eignastýringar Kaupþings á Islandi og Auðlindar, fyrir utan ýmsa einstaklinga. Til gam- ans má geta þess að tilboð bárust frá fjórum löndum utan ís- lands þannig að eigendur fyrirtækisins leynast víða. Þá er það stefna fyrirtækisins að allir starfsmenn fái forkaupsrétt á viss- Hópurinn sem flutti utan um mibjan mars. Frá vinstri: Rut Steinsen, Leó G. Ingólfsson, Ingvar Guðmundsson, Sigurþáll Jóhannsson, Böðvar E. Guðjónsson með Guðjón Kjartan Böðvarsson, Heimir Guðlaugsson, Þorsteinn Már Þorsteinsson, Sveinn Jónasson og Jón Fannar Karlsson Taylor. Hópurinn skiptist á skrifstofurnar í London og New York, Böðvar stýrir söluskrifstofunni í New York en Arni Blöndal þeirri í London. Hann er ekki meb á myndinni. 19

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.