Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2000, Qupperneq 77

Frjáls verslun - 01.03.2000, Qupperneq 77
Chauffe og er lit- laus. Drykkur englanna Síðari eimingin er mjög vandasöm og aðeins á færi bestu meistara fagsins. Við hana er skilið í þrennt, fyrst kemur það sem kallað er „höfuð“, svo kem- ur „hjartað" og síðast „halinn“. Höfuð og hali innihalda óæskileg bragðefni og fara því aftur í byijun næstu eimingar en hjartað hefur þann ilm og það bragð sem sóst er eftir og því skilið frá. Ur því verður hið eiginlega koníak en til að ákveða skilin á milli höfuðs, hjarta og hala þarf mikla reynslu, þekkingu og færni. Eftir eim- inguna er koníakið sett á eikartunnur og geymt þar í langan tíma, stundum áratugi. Þetta er kallað lagering. koníak wBSSSSSSSB^maSSSSBSSSSBBm Koníakið er látið eldast ístórum eikartunnum þar sem það tekur í sig bragð afviðnum. Þarna vaxa þau, vínberin sem seinna verða að eðalkoníaki. Eftirlæti Napoleons eða einhverju sambœrilegu. Það var þetta með aldurinn... Öfugt við léttvín er aldrei um árgangsmerkingar að ræða á koníaki. Aldur sá sem gefinn er upp er aldur yngsta vínsins í blöndunni, tíminn sem það hefur verið í eikartunnunni því koníak breytist ekkert eftir að það er sett á flöskur. Koníakið er yfirleitt unnið úr blöndu vína, þó til sé koníak sem aðeins er úr einni tegund, og á að vera alltaf eins á bragðið. Hér koma útskýringar á merkingu koníaks. V.S - Very Special eða þriggja stjörnu = 2 1/2 árs að minnsta kostí. V.S.O.P. - Very Superior Old Pale = 4 1/2 - 6 ára. Napoleon - eða X.O. Extra Old og stundum kallað. Hors d'áge= Að minnsta kosti 6 1/2 árs. Þó er það svo að húsin setja yfirleitt ekki merkið X.O. á flöskurnar nema þær nái að minnsta kosti 20 ára aldri. E í heitinu þýðir Extra eða Especial, F þýðir Fine, Q merkir Quality og X stendur einnig fyrir Extra. Ef kon- íakið hefur verið lagerað lengur en 5 1/2 ár á tunnum má nota fleiri lýsingar, svo sem Naoplé on Extra, X.O., Vielle Reserve og Grande Reseve. Koníakið þroskast smám saman í tunnunum, fyrst í nýjum tunnum og á seinna stigi í tunnum sem hafa áður verið notaðar og tekur það í sig bragð af viðnum og lit. Snerting þess við súr- efni sem kemur í tunnurnar í gegnum viðinn í stað þess sem gufar út, hefur einnig áhrif á bragðið og ilminn. Við útgufunina tapast nokkuð af vínandandum, um 3% og má vel merkja þessa út- gufun í andrúmsloftínu þar sem koníak er geymt Þetta kalla íbú- arnir „drykk englanna” og er talið að þeirra hlutur, þ.e. englanna, sé allt að 20 milljón flöskur á ári sem gerir að verkum að þeir eiga annan stærsta markað í heimi, á eftir Bandaríkjunum! Koníak Napoleons Sögur eru til um koníak eins og annað. Ein tegund koníaks (sem reyndar fæst hér á landi) heitir Courvoisier eftir fyrirtæki því sem framleiðir það. Sagan segir að hinn ágæti Napoleon hafi árið 1815, þegar hann af- salaði sér völdum, ákveðið að leita hælis í Ameríku og lagði hann af stað þangað á tveim skútum. Skipin voru að vonum hlaðin varningi af ýmsu tagi, enda sjóferðin löng. Meðal þess sem frakkarnir höfðu talið nauðsynlegt að taka með sér voru nokkrir kassar af Courvoisier koníaki, svona rétt til að létta mönnum lífið á leiðinni og lina heimþrána þegar yfir hafið væri komið. En svo gerðist það að Napoleon blessað- ur skipti um skoðun á leiðinni og gekk Bretum á vald, hefur kannski ekki treyst sér í þessa löngu sjóferð. Bretar voru snöggir til og lögðu hald á vínið en þar sem þeir gátu ekki með nokkru móti borið fram nafnið á því, fékk það snarlega nafnið „Koníak Napóleons" og er kallað það enn þann dag í dag. Á heimasíðu Courvoisier er þessi saga og fleiri og með- al annars hægt að nálgast ástarbréf Napóleons til Jósefínu sinnar, en hún geymdi þau auðvitað eins og hagsýnni hús- móðir hæfir. Einnig er hægt að senda kort og bréf af heima- síðunni, svona í stíl við tímabil Napoleons en það kemur koníaki ekkert við. 33 Heimasíða Courvoisier: www.Courvoisier.com Meira um koníak: www.le-cognac.com www. erlangen. com/erlangen/cognac/index. htm 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.