Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2000, Síða 90

Frjáls verslun - 01.03.2000, Síða 90
Bíll sem ekur eftir vegi, par sem hittist, eða situr saman í bíl, sól- skin, gott veður og ánægja. Allt eru þetta vel þekkt skot úr bílaaug- lýsingum og eiga að leggja áherslu á hamingjuna sem áhorfandinn öðlast við að kaupa einmitt þennan bíl. Nissan Það var ekki verið að fara troðnar slóðirþegar búin var til auglýsing fyrirNissan Primera. Svart/hvít myndataka og nakið fólk á svörtum sandi. ákvað að fara aðra leið. Nýjasta auglýsingaherferðin hjá Nissan heitir Body Campaign og þar sést bíllinn varla, ekki fýrr en í enda auglýsingarinnar þar sem honum rétt bregður fyrir. Þema þessarar auglýsingar er viðkvæmni mannslíkamans fýrir áföllum; hversu mikilvægt það er að vernda hann og hvernig bíll- inn, í þessu tilfelli Nissan Pri- mera, er hannaður á þann hátt að hann bætir frammi- stöðu ökumannsins - sem að vísu er góð fyrir. Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Þriggja landa samvinna Auglýsing- in var mynduð hér á landi en þó ekki unnin af íslenskri auglýsingastofu heldur hollenskri. Sú stofa, TBWA/Campaign Company, fékk til liðs við sig þekktan leikstjóra, Chris Cunningham, en sá er breskur og meðal annars þekktur fýrir tónlistar- myndbönd sín og hefur stýrt tökum á myndböndum fyrir Madonnu og Björk, svo eitthvað sé nefnt. Töku- maðurinn, Darius Konji, er talinn mjög snjall og hefur unnið við myndir á borð við Evitu, Seven, Aliens og The Beach, þannig að einvalalið stóð að vinnslunni. „Leikstjórinn vildi fá grátt umhverfi og svartan sand, en auglýsingin átti að vera „monotone“, segir Leifur Dagfinns- son hjá Saga Film. „Hann var í samvinnu við fyrirtæki sem heitir RSA sem svo leitaði til okkar, en starfsmenn þess eru mjög þekktir í Bretlandi. Saga Film hefur á sér mjög gott orð í Bretlandi varðandi samstarf og þvl er oft leitað til okkar og í þessu tilfelli sáum við um allan undirbúning. Við fundum hótel, tökustaði og leikara og skipulögðum verkið frá A-Ö.“ Island hentar mjög vel til myndatöku af þessu tagi. Veðrið er oft grátt, sandurinn svartur og drungalegur og mikið af óbyggðum svæðum sem gott er að nota við náttúrumyndir. Leifur vill gjarnan bæta því við að fólkið í Vík og í grennd hafi verið afar hjálplegt og segir það skemmtilega við þessi verk- efni vera hve reiðubúið fólkið úti á landsbyggðinni sé til að rétta hjálparhönd. Leifur Dagfinns- son hjá Saga Film - Casting segir auglýsing- una vera „lítið masterpiece. “ Enga SÓI, takh fyrir Tökutími var ákveðinn átta dagar en heildartíminn fór upp í 10 daga og segir Leifur það hafa kom- ið til vegna „slæmra“ veðurskilyrða, 20 stiga hita og brakandi sólar. „Við þurftum að hætta öllu ef sá til sólar,“ segir hann. „Veðrið varð að vera dumbungslegt og ekki of bjart dl að ná
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.