Frjáls verslun - 01.04.2000, Qupperneq 34
ÚTFLUTNINGUR
ímynd X18
X18 byggir ímynd sína á því að vera öðruvísi, að vera íslenskt fyrirtæki og því hefur
fyrirtækið tengt nafn sitt við Reykjavík í vörumerki sínu eins og sjá má í skónum og
á öllum stöndum fyrirtækisins. „Við erum öðruvfsi.“
fyrir marga stóra aðila, framleiddu t.d. töluvert fyrir Skechers í
Bandan'kjunum og tóku þátt í uppbyggingu á Diesel Footwear
skómerkinu. Eigandi Skechers, Robert Greenberg, byggði
upp LA Gear svo að úr varð stórveldi. Leiðindi innan fyrirtæk-
isins leiddu hins vegar til þess að hann fór út með sitt helsta
fólk og stofnaði Skechers. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins,
Killick Datta, var meðal þeirra sem fylgdu honum í nýja fyrir-
tækið.
„Þar komum við inn í dæmið. Við urðum dreifingaraðilar
fyrir Skechers á Islandi og þátttakendur í framleiðslu og
hönnun hjá Skechers frá upphafi. A þeim sjö árum sem
Skechers hefur starfað hefur það stækkað úr engu í 500 millj-
ón dollara fyrirtæki og nú er það komið á Wall Street," segir
Oskar. Killick Datta, forstjóri Skechers, gerði „licency" samn-
ing við Diesel móðurfyrirtækið og stofnaði síðan Diesel-
footwear. Þar sem hann hafði sjálfur litla reynslu af skógerð
hafði hann samband við sjö aðila, þar á meðal Oskar, til að
byggja fyrirtækið upp. Þannig komu íslendingar að Diesel og
vegna þessara sambanda hefur X18 notið töluverðrar aðstoð-
ar ffá Skechers og Diesel.
„Eftir að Killick hvarf frá Skechers tók yfirmaður Skechers
í Englandi við starfi hans. Eftir að hafa verið í því starfi í tvö ár
kom hann til mín og sagðist telja að X18 yrði næsta stórvirki í
faginu. Hann spurði hvað mér fyndist um að hann segði upp og
tæki við X18 fyrir Bretland. Þessi spurning kom mér í opna
skjöldu en þetta var hans ákvörðun og í dag erum við með skó
í ellefu hundruð verslunum í Englandi, eitt hundrað
í London, þar af tuttugu á Oxford Street.“
ímyndin tengd Reykjavík X18 byggir
ímynd sína á þvi að vera öðruvísi, að
vera íslenskt fyrirtæki, og því hefur fyr-
irtækið tengt nafii sitt við Reykjavík í
vörumerki sínu eins og sjá má í skón-
um og á öllum stöndum fyrirtækisins.
„Við erum öðruvísi. Við erum ekki
neitt annað fyrirtæki. Við erum X18,
einstæð. Island er í tísku, Reykjavík er í
tísku. Allt tengist þetta,“ útskýrir Osk-
ar. „Mörg önnur fyrirtæki, t.d.
Benetton, leggja áherslu á að þau séu
alþjóðleg, allir litir, allar gerðir, bæði
kynin. Við leggjum mikla áherslu á að
þetta sé íslenskt. Við höldum að það sé
öðruvísi."
Utlitið á skóm X18 er afar sérstakt, fram-
úrstefnulegt að mörgu leyti þó að stór hluti af
skónum sé venjulegir tískuskór fyrir ungt fólk á
öllum aldri. Oskar notar orðið „aggressífur" um sól-
ann „Genetic", gaddaskóna sem fyrirtækið hefur einka-
leyfi á og framleiðir í áberandi litum. Þetta eru þeir skór fyr-
irtækisins sem seljast mest. Hann bendir um leið á að fyrirtæk-
ið framleiði fjöldann allan af „sætum og penum skóm“, það beri
bara mest á gaddaskónum og þannig eigi það að vera. X18 sé
byggt upp með sama hætti og erlend skófyrirtæki, sem slá í
gegn með einum sóla. „Þetta þurfa öll skófyrirtæki að hafa til
að geta náð langt," segir hann. Hjá X18 er brautryðjandinn sól-
inn „Genetic".
„Við erum með nokkra áberandi skó, þar sem við tökum
ákveðna áhættu varðandi það hvort þeir seljast eða ekki, og
þessir skór ryðja brautina en við viljum byggja fleiri stoðir und-
ir fyrirtækið. Við getum ekki verið með bara eina tegund af
skóm þó að það myndi kannski gefa okkur mestan gróða því
að þeir geta farið úr tísku. Stóra uppbyggingin er að selja skó
út á vörumerkið X18. Það er okkar takmark. Þessir skór verða
lifandi næstu fimm til sex árin vegna þess að við erum ein með
þá í heiminum. Fólk vill ekki eftirmynd, það vill upprunalega
„Stóra uppbyggingin er að selja skó út á vörumerkið X18. Það er okk-
ar takmark," segir ÓskarAxel Óskarsson framkvœmdastjóri.
34