Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2000, Page 56

Frjáls verslun - 01.04.2000, Page 56
Margrét Kjartansdóttir, eigandi Míru, hefur ráðið rekstrarstjóra til að sjá um daglegan rekstur versl- unarinnar. „Ég hef mikla trú á þessu hverfi. Þegar ég keypti þetta húsnæði í Bæjarlind í Kópavogi þótti það óðs manns æði en núna vilja allir vera hérna." Ævintýrakona í kaup Eg gekk út í lífið með það íyrir aug- um að verða heimavinnandi hús- móðir og eignast mörg börn en tilviljun réð þvi að ég lenti í verslun. Ég var gift í sex ár. Á þeim tíma kom í ljós að ég gat ekki eignast börn svo að ég skildi við manninn minn og vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég vann á Morg- unblaðinu og við vinkonurnar vorum alltaf að spá í föt. Það var ekki mikið af tískubúðum í Reykjavík á þessum tíma svo að við fórum einu sinni á ári til Glasgow til að versla. Um svipað leyti ákvað ég að skipta um vinnu. Vin- Veltan hjá húsgagnaversluninni Míru hefur aukist um allt að 100 prósent milli ára frá stofnun árið 1995. Margrét Kjartandsóttir, eig- andi Míru, stefnir nú að markaðssetningu í Evrópu á vörum frá Indlandi og Indónesíu. Eftir Guðrúnu Hclgu Sigurðardóttur Myndir: Geir Ólafsson kona mín tengdist Hagkaupsfjölskyld- unni og hún sagði þeim frá áhuga mín- um á fatnaði og innkaupum fyrir sjálfa mig í Glasgow. Með „innkaupareynsl- una“ frá Glasgow bauðst mér inn- kaupastarf í Hagkaup og fannst það gaman,“ segir Margrét. Eftir sex ára starf vildi Margrét festa kaup á íbúð og ákvað að fara á sjóinn. Hún réðst fyrst sem kokkur á togara frá Bolungarvík og eftir það í aí- leysingar á skreiðarskip til Nígeríu. I upphafi átti ferðin að taka sex vikur, en tók sex mánuði. Ástæða þess var að 56

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.