Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2000, Blaðsíða 60

Frjáls verslun - 01.04.2000, Blaðsíða 60
ENDURSKOÐUN Nýlega var sagt frá því aö starfsmenn opinberrar rannsóknarstofu hefðu fundið leið sem gæti orðið til þess að auka verðmæti sjávarafla um milljarða króna. Hver á að hirða kaupauka af þeim hagnaði? Forstjórar fyrirtækja eða hinir hugmyndaríku vísindamenn? lagður í lægra þrepi en almennar launagreiðslur. Meginhug- myndin á bak við þessa tegund kaupauka er að forstjórar fyrir- tækja og aðrir sem rétt eiga á slíkum kauprétti séu seldir und- ir sömu áhættu og hluthafar fyrirtækisins eru í með hlutabréfa- eign sína. Til grundvallar kaupaukakerfi í formi hlutabréfakaupa er að forráðamenn fyrirtækis eigi að fá að njóta ávaxtanna af hækk- un hlutabréfa á markaði til jafns við eigendur. Hugsunin er sú að enginn geti haft eins mikil áhrif á markaðsgengi fyrirtækis og þeir sem stýra því og gangi fyrirtæki vel ætti það að öðru jöfnu að leiða til hækkunar á gengi hlutabréfa. En kaupaukakerfi í formi kaupréttar að hlutabréfum eru ekki gallalaus fremur en þau kerfi sem byggjast á bókhaldstöl- um. Til að mynda þarf ekki að vera rökrænt samband á milli verðs á hlutabréfum og athafna forráðamanna fyrirtækja. Hag- stæð skilyrði á hlutabréfamarkaði almennt, eins og verið hafa undanfarin misseri (e. bull market), gætu jafnvel haft meiri áhrif til hækkunar á gengi hlutabréfa fyrirtækisins sjálfs en frammistaða þess gaf tilefni til. Því má t.d. halda fram um mörg íslensk fyrirtæki um þessar mundir, enda virðist markaðsverð hlutabréfa ýmissa fyrirtækja vera ofmetið miðað við árangur þeirra, eins og hann birtist m.a. í reikningsskilum. Yið slíkar aðstæður fer varla á milli mála að ekki er rökrétt að forstjóri geti hirt verulegan kaupauka sem skýrist af hækkun markaðs- verðs hlutabréfa sem hann á lítinn eða engan þátt í að skapa. Spurning er hvort kaupaukar sem háðir eru frammistöðu fyrirtækis eigi alltaf rétt á sér. í sumum fyrirtækjum eru skýr tengsl á milli árangurs fyrirtækja og ákvarðana og athafna for- Gjörnýttu rýmió! Meó FLEXImobile hjólaskápunum er hver fermeter nýttur og aðgengi aó gögnunum er eins og best veróur á kosió. fría úttekt á þínu skjalarými sími 511 1100 Háteigsvegi 7 Reykjavík Sími 511 1100 rymi@rymi.is 60 ráðamanna þeirra og skiptir þá engu hvort fyrirtækið er á markaði eða ekki. Við þær aðstæður þarf ekki að efast um að kaupaukar eiga fullan rétt á sér og það jafnvel þótt þeir sýnist ósæmilega háir. Hins vegar hlýtur að mega efast um réttmæti þess að útbúa kaupaukakerfi handa forráðamönnum fyrir- tækja þegar eðli rekstrar er með þeim hætti að þetta beina samband skortir. Hér skal því t.d. haldið fram að minni ágrein- ingur ætti að vera um kaupaukakerfi hjá framleiðslufyrirtæki, þar sem nýjungar í framleiðslu ráða úrslitum um afkomu, en t.d. hjá ijármálastofnun sem hefur tiltölulega fasta tekjustofna. Tekjustofnar fjármálastofnunar geta að vísu verið breytilegir og að því leyti gætu kaupaukar komið til greina. Hins vegar sýnist vera fráleitt að greiða myndarlega kaupauka hjá slíkri stofnun þegar markaðsumhverfinu er frekar að þakka góð af- koma fremur en að hana megi rekja til ákvarðana forráða- manna slíkrar stofnunar. Samanburður á afkomu fyrirtækja og stofnana í sömu atvinnugrein mætti einnig ráða nokkru um það hvort efni séu til að greiða kaupauka. Uppgötvun oplnberra vísindamanna En víkjum aftur að or- sakasamhenginu. Nýlega var sagt frá því að starfsmenn opin- berrar rannsóknarstofu hefðu fundið leið sem gæti orðið til þess að auka verðmæti sjávarafla um milljarða króna. Gangi það eftir og hagnaður verður hjá þeim fyrirtækjum sem i greininni starfa sem rekja má til þessarar uppgötvunar, hver á þá að hirða kaupauka af þeim hagnaði? Forstjórar fyrirtækja eða hinir hugmyndaríku vísindamenn? Ef að líkum lætur munu þessir opinberu starfsmenn verða að láta sér nægja hrós fyrir vel unnin störf á meðan aðrir hirða peningalega ávinninginn. A tyllidögum er gjarnan sagt að góðir starfsmenn séu verð- mætasta „eign“ fyrirtækja. Vafalaust er það sagt af heilum hug en verður þó ekki að viðurkenna að starfsmenn eru misjafnir og störf þeirra hafa mismikla þýðingu fyrir afkomu fyrirtækja, og er ekki einmitt af þeim sökum nauðsynlegt að hafa launa- mun? Ef rekja má hagnaðarauka fyrirtækis til tiltekinna starfs- manna er í rauninni ósanngjarnt að aðrir fái kaupaukagreiðsl- ur. Þannig er því þó iðulega farið og ástæðan fyrir slíkum kaupaukum virðist fyrst og fremst vera sú að halda frið eða byggja upp liðsandann í fyrirtækinu eða stofnuninni. Með hliðsjón af þvi hvernig íslensk launakerfi eru upp- byggð sýnist mér að ástæða sé til þess að stjórnarmenn fyrir- tækja fari varlega í að koma á kaupaukakerfum fyrir forstjóra og aðra starfsmenn, enda skortir okkur alla reynslu í þessum efnum, og gildir þá einu hvort kerfin eru tengd afkomumæl- ingum fyrirtækja eða hlutabréfamarkaði. Eðlilegan launamun sem byggir á mismunandi ábyrgð, afköstum eða frammistöðu að öðru leyti geta flestir starfsmenn sætt sig við, en ólíklegt verður að teljast að Islendingar sætti sig við launakerfi sem býður upp á þann gífurlega launamun sem tíðkast í sumum löndum og er bein afleiðing kaupaukakerfa. (1) Ymsar upplýsingar í þessari grein eru byggðar á ,Advanced Management Accounting“ eftir Robert Kaplan. 33 2_____JL -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.