Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2000, Side 64

Frjáls verslun - 01.04.2000, Side 64
VINNUSTAÐIR í fyrra og er í þeim tekið fram hvar vista skuli gögn eftir því hvort um trúnaðarupplýsingar er að ræða eða hvort starfs- menn almennt skuli hafa aðgang að þeim. Yfirmaður þarf að fá heimild frá innri endurskoðanda eða starfsmannastjóra til að fá aðgang að gögnum sem vistuð eru á persónubundnu drifi starfsmanns. Avallt skal leita samþykkis viðkomandi starfsmanns til að skoða gögn á þessu drifi ef þess er nokk- ur kostur. I reglum fyrirtækisins er einnig tekið fram að starfsfólkið beri ábyrgð á öllu efni sem það sendir eða tekur á móti í fyrirtækinu og að það skuli gæta almennrar kurteisi í tölvupósti. Ekki er heimilt að senda keðjubréf úr póstkerfi fyrirtækisins og ekki má heldur nota það við sölumennsku eða safnanir. Almennt er óheimilt að senda hópsendingar en tilteknir aðilar hafa heimild til þess, svo sem starfsmannafé- lagið og starfsþróunardeild. Oheimilt er að senda efni sem getur sært blygðunarkennd viðtakanda. „Reglurnar voru meðal annars settar vegna þess að mik- ið var um fjöldasendingar á alla í íyrirtækinu og pósthúsið var hreinlega að springa. Yfirmenn í fyrirtækinu óskuðu líka eftir því að settar væru einhverjar reglur um þetta. í framhaldi af því ákváðum við að kynna okkur hvað önnur fyrirtæki væru að gera í þessum efnum og settum svo þess- ar reglur í fyrra. Þeim hefur verið vel tekið enda um almenn- ar umgengnisreglur að ræða,“ segir Hrönn Hrafnsdóttir, deildarstjóri í starfsþróunardeild Eimskips. Misjafnt er hvort starfsmenn hafa aðgang að Netinu eftir því hvers eðlis störfin eru og hvert mat yfirmanna er á að- gengisþörf undirmanna. I sumum tilvikum eru störfin þannig vaxin að starfsmennirn- ir þurfa að nota Internet- ið mjög mikið. „Það fer eftir mati viðkom- andi yfirmanns hversu mikinn að- gang starfsmaður- inn fær en oftast er það auðsótt mál að hafa að- gang að Inter- netinu. Þar að auki ákvað stjórn félagsins að bjóða öllum starfsmönn- um hér á landi tölvu til notkun- Hrönn Hrafnsdóttir, deildarstjóri í starjsþróunardeild Eimskiþs. „Reglunum hefur verið vel tekið, enda um almennar umgengnisreglur að rœða. “ ar á heimilum sínum og þannig munu allir starfsmenn hafa möguleika á að vera tengdir við Netið,“ segir Hrönn. Bann Víð dreífingu Samskip er eitt þeirra íyrirtækja sem huga að því setja reglur um vefnotkun starfsmanna þar sem vart hefur orðið við „misnotkun" hjá þeim starfsmönnum inn- an fyrirtækisins sem nota tölvu í vinnunni. Á Netinu hafa starfsmenn fylgst með fréttamiðlunum og ýmsu öðru en því sem beinlínis viðkemur vinnunni og allt að því misnotað Netið. „Þetta byrjaði með tölvupóstinum, þá urðum við vör við að það fóru að flæða inn brandarar,“ segir Jakobína Jóns- dóttir starfsmannastjóri. „Við ráðum því náttúrulega ekki hvað starfsmenn fá í tölvupósti til sín en þegar vafasamar myndir fóru að flæða inn þá var ákveðið að banna að dreifa þessu efni. Nú erum við að skoða hvort takmarka beri að- gengi að Netinu." ótækt að hafa ekki reglur Um 500 starfsmenn eru hjá Stjórn- arráðinu og tölvunotkun almenn. Lagðar hafa verið fram til- lögur um skipun vinnuhóps um rafræna stjórnsýslu, tölvu- póstmál og notkun veraldarvefsins. „Bent hefur verið á að það sé ótækt að hafa ekki skýrar reglur sem öllum séu kunnar um tölvupóst og vefnotkun. Vonandi tekur þessi vinnuhópur til Hjalti Sölvason, framkvœmdastjóri ráðgjafasviðs Nýherja, telur að líta beri á Netið sem uþþlýsinga- og afþreyingarmiðil og starjs- menn þurfi að greina þar á milli.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.