Frjáls verslun - 01.04.2000, Side 98
Rósa Steingrímsdóttir er framkvæmdastjóri heildsölunnar Allied Domecq og því ábyrg jyrír öllum sviðum fyrír-
tœkisins. Allied Domecq á 51% í fyrírtækinu og Islensk-ameríska 49%. FV-mynd: Geir Olafsson
nám. Skólinn sem ég sótti
heitir USC (University of
Southern California) og er í
Los Angeles. Fyrst bjuggum
við í LA en ströndin heillaði
og við fluttumst því fljótlega
til Long Beach.
Mér lá mikið á í þá daga
og ég tók skólann á 18 mán-
uðum. Auðvitað sé ég í dag
að betra hefði verið að njóta
lífsins aðeins betur og taka
námið á þeim 2 árum sem
ætlast var til. Eftír að ég kom
heim úr námi réð ég mig til
að sinna fjármálum hjá ís-
lensku auglýsingastofunni
og síðar varð ég sjóðsstjóri
hjá Kaupþingi. 1993 tók ég
mér smáhlé frá vinnu og
„lagðist í barneignir" auk
þess sem ég kenndi í hluta-
starfi við Verslunarskólann.
Loks réð ég mig til starfa hjá
Allied 1996 og hef verið hér
síðan.“
Stefán og Rósa hafa verið
saman í 17 ár og gift í 13.
„Við eigum tvær dætur, Silju,
7 ára, og Hörpu sem verður 5
Rósa Stemgrímsdóttir, Allied Domecq
Eftir Isak Öm Sigurðsson
Rósa Steingrímsdóttir er
framkvæmdasljóri heild-
sölunnar Allied Domecq
og því ábyrg fyrir öllum svið-
um fyrirtækisins. Allied
Domecq á 51% í fyrirtækinu
og Islensk ameríska 49%.
„Allied er annað stærsta
áfengisfyrirtæki í heimi og við
seljum allar helstu tegundir
þeirra svo sem Ballantíne’s,
Beefeater, Kahlúa, Cour-
voisier og Harvey's Bristol
Cream. Þar sem ísland er
mjög lítíll markaður erum við
einnig með umboð fyrir mun
fleiri tegundir áfengis og
stærstir þar eru Bacardi-Mart-
ini, Concha Y Toro, Miller og
Brown Forman.
Allied Domecq selur vörur
sínar í ATVR, veitingahúsum
og á skemmtistöðum. Við
megum einungis selja þeim
sem hafa áfengisleyfi. Við
leggjum metnað í að veita úr-
valsþjónustu og að vera alltaf
númer eitt hjá viðskiptavin-
um okkar. Okkur hefur tekist
vel til því við höfum náð góðri
dreifingu á vörum okkar og
þær er að finna á flestum
stöðum á stór-Reykjavíkur-
svæðinu. Einnig höfum við
haslað okkur völl á Akureyri.
Starf mitt er mjög fjöl-
breytt og ákaflega skemmti-
legt að mínu mati. Eg byrjaði
sem fjármálastjóri hjá Allied í
maí 1996 og sinnti því starfi í
þrjú ár þar til ég tók við starfi
framkvæmdastjóra. Auk
þess að taka virkan þátt í öll-
um liðum starfseminnar
hérna heima fyrir felst starf
mitt í miklum erlendum sam-
skiptum og ferðalögum. Það
hentar mér vel því mér er
mikilvægt að hafa fjölbreytni
og líflegt fólk í kringum mig.
Eg er meðlimur í hópi stjórn-
enda hjá Allied frá öllum
Norðurlöndunum („Nordic
management team“). Það er
góð reynsla og víkkar sjón-
deildarhringinn." Rósa fædd-
ist á Fæðingarheimilinu í
Reykjavík og sleit barns-
skónum í austurhluta borg-
arinnar. „Eg fór í Verslunar-
skólann eftir að ég lauk
grunnskólaprófi. Síðan lá
leiðin beint í Háskólann þar
sem ég tók próf í viðskipta-
fræði. Menntun lá vel fyrir
mér og ég ákvað því að flytj-
ast utan og taka Masters-
gráðu í viðskiptafræði
(MBA). Leiðin lá til hinnar
sólriku Kaliforníu og með
mér í för var eiginmaður
minn, Stefán Hjörleifsson,
sem stundaði þá tónlistar-
ára í sumar. Stundum hefur
of mikill tími farið í vinnu og
fjölskyldan og áhugamálin
þurft að víkja. En í seinni tíð
hef ég lagt aukna áherslu á
að eiga frí um helgar. Við höf-
um verið mjög dugleg að fara
á skíði og skauta í vetur og
nú höfum við keypt línu-
skauta á allt liðið. Eg legg
mikla áherslu á að komast í
líkamsrækt og reyni að kom-
ast í pallaþrek 4 sinnum í
viku. Utivera í formi góðra
göngutúra hefur líka alltaf
verið ofariega á baugi hjá
mér. Við höfum verið dugleg
að fara í frí erlendis, bæði
lengri fri með stelpunum og
eins styttri helgarferðir fyrir
okkur hjónin til að komast út
úr hinu daglega amstri. I
sumar förum við til Spánar í
tvær vikur og síðan stendur
tíl að ferðast um ísland.“ S5
98