Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 9
Landsteinar eru í vistlegum húsakynnum að Grjóthálsi 5. leiðingu lokinni og rekur fyrirtækið mjög öfluga þjónustudeild. í haust verður boðið upp á þjónustu allan sólarhringinn allan ársins hring. „Við leggjum mikið upp úr því að áætlanir okkar standist," segir Guðjón Auðunsson framkvæmdastjóri. „Við viljum að viðskiptavinir leiti til okkar vegna þekkingar okkar, hæfni og þjónustu. Við viljum láta verkin tala og þannig viljum við að hróður okkar berist út. Nafnið Land- steinar á að byggja á trausti, áreiðanleika og trúverðugleika. í stuttu máli er markmiðið að byggja upp vönduð vinnubrögð, áreiðanleika og framúrskarandi þjónustu." Starjsmenn Landsteina hafa sett hugbúnaðarlausnirfyrirtœkisins uþþ í öllum helstu verslunum landsins. Hvaða markaður? Landsteinar ísland gerir fyrst og fremst út á verslunar- og þjónustugeir- ann og hefur náð mjög sterkri markaðsstöðu hér á landi. Þannig hafa hugbúnaðarlausnir fyrirtækisins verið settar upp í öllum helstu verslun- um landsins. Frá stofnun Landsteina íslands hafa innleiðingar hugbún- aðarlausna fyrirtækisins átt sér stað hjá yfir hundrað viðskiptavinum hér á landi. Innan Landsteinasamsteypunnar var nýlega lokið við smíði á þjónustukerfi sem Navision Software í Danmörku keypti höfundarréttinn að og er nú hluti af stöðluðum einingum í Navision. Þá er í smfðum alhliða hugbúnaðarkerfi fyrir vöruhús og í haust munu Landsteinar ísland bjóða upp á hugbúnað fyrir veitu- og orkufyrirtækin. „Við höfum ákveðið að fara á markað á íslandi með vöru sem er þróuð á Jersey og í Svíþjóð. Þetta er útgáfa af Navision Financials sem er sérstaklega ætluð veitu- og orkufyrirtækjum og hefur þegar verið tekin í notkun af veitufyrirtækjum I Bretlandi og í Svíþjóð. Þessi útgáfa býður m.a. upp á fjarálestur af mælum og ýmsa möguleika á gjaldfærslu fyrir orkuna, allt eftir óskum viðskiptavinarins. í raun má segja að þetta kerfi sé fyrsta „viðskiptavinavæna" upplýsingakerfið hér á landi fyrir veitu- og orkufyrirtæki," segir Guðjón. Þvert á fyrírtækið Öll verkefni Landsteina íslands eru unnin eftir sérstakri aðferðafræði. Mikið er lagt upp úr þarfa- og kerfisgreiningum og hvert verkefni er mannað með verkefnastjóra, skilgreindum hópi forritara og á ákveðnu stigi innleiðingar er fulltrúi þjónustudeildar fenginn að verkinu til að eiga auðveldara með að taka við verkefnum þegar sá tími kemur. „Við veitum því skarpa athygli í hverju þekking okkar felst, hver verkefni okk- ar eru, hvert forskot okkar er og hvernig við ætlum að viðhalda og byggja upp þá þekkingu sem gerir greinarmuninn á okkur og keppinaut- um okkar skýran. En meginstyrkur okkar felst í því starfsfólki sem við höfum á að skipa. Þar fer einvala lið ungs, vel menntaðs og framsæk- insfólks," segir Guðjón. Sem dæmi um viðskiptavini Landsteina má nefna verslanir Kaupáss og Hagkaupa, Pennann, Útilíf, Nanoq, Tæknival, Aco, Gallup, Air Atlanta, Bifreiðar og Landbúnaðarvélar, Keflavíkurverk- taka, Ríkiskaup, Frumherja, SRA, Viðskiptaháskólinn á Bifröst og þannig mætti lengi telja. „Viðskiptavinir okkar öðlast ákveðið forskot með hugbúnaðarlausnum frá Landsteinum. Okkar þekking er þeirra forskot." B!1 Landsteinar Landsteinar ísland hf. • Grjóthálsi 5-111 Reykjavík Sími: 530 5000 ■ Fax: 530 5010 ■ www landsteinar.is ■ info@landsteinar.is 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.