Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 40
RADGmXM
Greinarhöfundur, Tónias Bjarnason, er sérfrœðingur hjá Fyrirtækjarannsóknum Galluþ
og stundar doktorsnám í félagsfræði. „Þó að laun séu mikilvœg ástæða þess að fólk segi
upp sýna rannsóknir að meginástœðan er óánœgja með stjórnunina, innra skipulagfyr-
irtœkisins og starfið sjálft. “
leiðingar fólks um starfslok. Slíkar tölur eru fáanlegar úr
gagnabanka Gallup sem er safn 30 vinnustaðargreininga.
Vinnustaðargreining Gallup er spurningalisti sem byggður
er á áralöngum rannsóknum Gallup í Bandaríkjunum á
innra heilbrigði fyrirtækja og hefur verið lagður fyrir rúm-
lega 7.000 starfsmenn 30 fyrirtækja hérlendis.
Hlutfall einstaklinga sem telja að þeir muni hætta hjá fyrir-
tækinu innan árs er um 10% að meðaltali hjá þeim fyrirtækj-
Innra ástand í fyrirtækjum meginástæða
StarfsmannaveltU Gallup gerir einnig sér-
stakar starfslokagreiningar, en það eru
kannanir hjá fyrrum starfsmönnum fyrir-
tækja á ástæðum þess að þeir hættu störfum
hjá fyrirtækinu. I starfslokagreiningu
Gallup eru fléttuð saman áðurgreind „push“
og „pull“ líkön og reynt að meta samhliða
áhrif úr innra skipulagi fyrirtækisins og
markaðarins. Auk þess er aflað upplýsinga
um ólíkan bakgrunn einstaklinga, t.d.
menntun og íjölskylduábyrgð, sem áhrif
geta haft á vinnustaðaskipti.
Þótt vægi innri þátta og markaðsáhrifa séu
misjöfn milli fyrirtækjanna hafa innri þættir
almennt verið ráðandi ástæða starfslokanna.
Þótt laun komi fram sem mikilvæg
ástæða voru þeir sem fengið höfðu betur
launaða vinnu - áður en þeir sögðu upp
störfum - í miklum minnihluta. Meginá-
stæða þess að fólk sagði upp störfum var óá-
nægja með innra skipulag fyrirtækisins,
starfið sjálft og stjórnunina. Markaðsað-
stæður hafa því fyrst og fremst haft áhrif með því að skapa
fólki aðstæður til að geta sagt upp störfum.
Lokaorð Fyrirtæki sem ætlar sér að ná samkeppnisyfir-
burðum verður að geta laðað að sér starfsfólk og haldið því.
Fyrirtæki sem veit af hverju fólk hættir störfum getur brugð-
ist við á markvissan hátt og bætt samkeppnisaðstöðu sína á
meðan önnur sitja eftir.SH
um sem Gallup hefur kannað. Munur milli
fyrirtækja er þó mikill, lægst er hlutfallið 4%
en hæst er það 27%. Islensk fyrirtæki standa
sig því afar misjafnlega hvað það varðar að
halda í starfsfólk.
Mikill munur er á afstöðu þeirra sem
hafa hug á að starfa skemur en 1 ár og
þeirra sem ætla að starfa lengur. Þeir sem
ætla að starfa skemur eru óánægðari í
starfi, þeim frnnst þeir ekki nýta hæfileika
sína í sama mæli og hinir, þeim finnst
skorta á umboð til athafna, skorta á starfs-
þróun og sanngirni í fyrirtækinu, svo eitt-
hvað sé nefnt. Niðurstöður þessarar grein-
ingar eru einnig þær að áhrif þessi eru oft-
ast greinilegri hjá yngra fólki en því eldra.
Styður það þá kenningu að ungt fólk sé
kröfuharðara og næmara fyrir „innra heil-
brigði“ fyrirtækisins.
Þótt laun komi fram sem mikilvæg ástæða voru þeir sem fengið höfðu betur
launaða vinnu - áður en þeir sögðu upp störfum - í miklum minnihluta. Meginá-
stæða þess að fólk sagði upp störfum var óánægja með innra skipulag fyrirtækis-
ins, starfið sjálft og stjórnunina.
40