Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 18
I Þorgeir Ibsen Þorgeirsson, yfirmabur vefaðgerða Ford í Evróþu, við rafbílinn Thhik sem er nýjung hjá fyrirtækinu. Th.'nk er eitt níu merkja hjá Ford. Hin eru Ford, Lincoln, Volvo, Mazda, Jagúar, Aston Martin, Land Rover og svo er verið að ganga frá kaupum á Daewoo. „ Umboðin eru að koma aftur en hlutverk þeirra gjörbreytist. Þau verða þjónustumiðstöð bíleigandans og allsherjar þjónustuaðili í bílageiranum, “ segir hann. sækja í sig veðrið og kveðst sannfærður um að uppgangur Ford verði góður eftír tvö tíl þrjú ár þegar markaðurinn opnast. - Hvað gefurðu þér langan tíma í verkefhin sem bíða í Evrópu? „í Bandaríkjunum tók það 18 mánuði að þyggja upp starf- semina í kringum vefinn. Minn þáttur er að koma nýja kerfinu inn í Ford og byggja upp hóp sem mun standa á bak við það. Eg geri fastlega ráð fyrir að draga mig út úr starfseminni þegar ég er búinn að koma kerfinu á, finna rétta fólkið og koma því inn í fyrirtækið." - Ertu fyrst og fremst brautryðjandi? „Innan Ford er litíð á mig sem slíkan. Eg hef þann orðstír að geta komið hugmyndum fljótt og vel í framkvæmd og einnig komið hlutunum fljótlega af mér. Með þetta fyrir augum var ég sendur til Evrópu," svarar þessi ungi maður sem kynntur var sem „faðir ford.com" á alheimsráðstefnu Ford, sem haldin var á Islandi nýlega. Lykillinn að áranyrl íslendingar þekkja ekki stórfyrirfæki af sömu stærðargráðu og Ford Company enda líkir Þorgeir því við sjálf Bandaríkin hvað uppbyggingu varðar; með alríkisstjórn, ríkisstjórnir, svæðisbundnar stjórnir og sveitarstjórnir. Fyrir- tækið er enn í eigu Ford fjölskyldunnar og er Bill Ford, langafa- sonur stofhanda fyrirtækisins, stjórnarformaður. Starfsmenn eru flestir hluthafar og eru þeir yfir 400 þúsund talsins. Mikil uppsveifla hefur verið innan Ford í nokkur ár og er hagnaður fyrirtækisins meiri en velta íslenska ríkisins. Velta Ford nemur 160-170 milljörðum dollara og er markmiðið að ná sjö tíl átta milljarða dollara hagnaði á þessu ári eða jafhvirði um 624 millj- arða króna. I stóru umhverfi sem þessu er erfitt að ná skjótum árangri nema þijár forsendur séu fyrir hendi: Aðgangur að nægu fjármagni, góður markaður fyrir hugmyndir innan fyrir- tækisins og síðast en ekki síst gott fólk. Þetta þrennt segir Þor- geir að hafi verið fykillinn að árangrinum í sinni deild. „Þó að ég sé hreykinn af því að hafa færst hratt upp metorða- stígann hjá Ford þá er ég enn hreyknari af því að fólk sem ég hef komið inn í fyrirtækið og hefur færst upp enn hraðar. Eg þurftí oft að skerast í leikinn þegar önnur fyrirtæki sóttust eftír þessu fólki en við misstum engan starfsmann. Það var alveg ótrúlegt. Andinn var góður og það ríkti mikið stolt og metnaður gagnvart því að snúa Ford í þessa átt,“ segir hann. Umboðln að detta Út? Hvað framtíðina varðar bendir hann á að fyrir tveimur árum hafi Netið einungis verið skilgreint sem PC tölva og aðgangur að Internetínu. Með aukinni tækni og þekkingu segir hann að Netíð sé að renna í nýjan farveg og það hafi þau áhrif að hegðun einstaklinganna breytist, ekkert síður Gengið frá 3% bílaviðskipta á Netinu! Um helmingur þeirra sem keyptu bfla í Bandaríkjunum í fyrra notuðu vefinn við kaupin. Sex prósent gengu frá kaupunum og fóru aldrei inn í umboð nema til að taka við lyklunum. í sumum tilvikum var komið með bílinn og hann afhentur heima hjá viðkomandi. Um þrjú prósent af öllum bílakaupum voru endanlega afgreidd á vefnum. Það er frábært hlutfall en ekki má gleyma því að hluti af þessum viðskiptum eru viðskipti frá fyrirtæki til fyrirtækis. 18 II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.