Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 21
FRÉTTASKYRING er styttri. Þetta á einnig við um forstjóra erlendis. í bandaríska viðskiptaritinu Fortune mátti nýlega lesa að árið 1998 hefðu 58% af forstjórum tvö hundruð stærstu fyrirtækjanna verið 5 ár eða skemur í starfi en árið 1980 hefði þetta hlutfall verið 46%. Við- skipta- og hagfræðitimaritið Vísbending gerði nýlega könnun á þessu hérlendis og leit þá til fyrirtækja á Verðbréfaþingi Islands. Niðurstaðan var sú að um 53% forstjóra höfðu verið 5 ár eða skemur og um 29% höfðu setið lengur en 10 ár. Hvaða ráð ætti að gefa Ingimundi? En hvaða ráð ættu menn að gefa Ingimundi í veganesti í hinu nýja starfi. I könnun sem Fortune gerði á síðasta ári um það hvað hefði fellt flesta af skær- ustu stjörnunum á meðal forstjóra vestanhafs kom fram að þeir hefðu vissulega haft skýr markmið og góðar áætlanir en ekki haldið vöku sinni í því sem mestu skiptir, eins og mannlegum samskiptum, að koma hlutum í verk, að vera afgerandi í ákvarð- anatöku, að fylgja málum dyggilega eftir og að dreifa ábyrgð. Flestir forstjóranna létu af störfum vegna vandræða í mannleg- um samskiptum, minnkandi getu við að taka ákvarðanir, þreytu vegna vinnuálags - en þeir urðu eins konar fangar vinnunnar - slæmra afkomutalna og loks hættu sumir vegna þess að þeir voru einfaldlega ekki nægilega mikið við vinnuna, höfðu misst áhugann og framkvæmdagleðina. Fortune áréttar að hæfileik- inn í mannlegum samskiptum sé mikilvægari en flesta gruni. Hlutverk stjórna Fortune bendir ennfremur á að forstjóri eigi að fylgjast grannt með því hvernig stjórn fyrirtækis hans vinni. Það sé fyrst og fremst hlutverk stjórnarmanna að fylgjast með forstjórum, meta árangur þeirra í gegnum þær skýrslur sem Ingimundur Sigurpálsson, nýráðinn forstjóri Eimskips, verður 49 ára hinn 24. september nœstkomandi. „Stundum finnst mér eins og ég hafi verið á bráðavakt í tvo áratugi," segirforveri hans, Hörður Sigurgestsson. þeir leggja fram, spyrja þá sí og æ um stöðuna á helstu mörkuð- um og krefjast áætlana um árangur. Stjórnarmenn eigi hvorki að sökkva sér ofan í framkvamdaáætlanir né hafa einhverja til- burði til að stjórna í daglegum rekstri. Með því séu þeir að ganga inn á verksvið forstjóra og undan þeim forstjórum ijari fljótt sem láti stjórnarmenn komast upp með slík vinnubrögð. Eiginleikar góðs forstjóra Könnun Fortune sýndi að einkenni góðra og árangursríkra forstjóra eru: 1) Framúrskarandi yfirsýn, kraftur og hugmyndaauðgi - sem og skýrar spár um árangur næstu tveggja ára en ekki bara næsta árs. 2) Djúpur skilningur á starfseminni, kröfuharka um hagnað og glöggt auga fyrir því hvaðan hagnaðurinn sé sprottinn. 3) Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfileiki til að leiða hópa, byggja upp liðsheildir og láta starfsmenn vaxa og dafna í starfi, en að eiga einnig auðvelt með að segja upp fólki. 4) Hæfileiki til að byggja upp traust við starfsmenn, dreifa upplýsingum á meðal þeirra þannig að starfsmenn viti hvað sé að gerast í fyrirtækinu en frétti það ekki utan frá. Kunna að hlusta á starfsmenn og hafa breytingar og vöxt fyrirtækisins að leiðarljósi en láta ekki duga „að reka bara“ fyrirtækið. Fylgjast glöggt með mörkuðum og hlusta reglu- lega á viðhorf viðskiptavina sem og starfsmanna í framlínu fyrirtækisins sem eru í mestum samskiptum við viðskipta- vinina. Það sé „eitthvað að“ heyri forstjóri aldrei slæmar fréttir úr rekstrinum. 5) Hæfileiki til að sjá heildina, hugsa út á við og hungra í vit- neskju um hvað sé að gerast í heiminum. 6) Yfirburða dómgreind. 7) Ákafur metnaður og þrá eftir árangri. 8) Vilji til að vaxa í starfi, afla sér aukinnar þekkingar og hrinda þeim lærdómi í framkvæmd. í bandaríska viðskiptatímaritinu BusinessWeek var nýlega grein um stjórnendur og leiðtoga 21. aldarinnar í fyrirtækjum. Nefnt er að með Netinu og stöðugt nýrri tækni sé nánast úti- lokað að sjá hvernig starf forstjóra breytist á næstu tuttugu árum því nógu erfitt sé að sjá hvernig það breytist á næstu þremur mánuðum. Blaðið spáir þvt að árið 2020 verði fleiri kon- ur orðnar stórforstjórar og að forstjórar verði bæði yngri og eldri en núna. í annan stað að forstjórar fái enn stærri hluta launa sinna í formi kaupréttar á hlutabréfum en það hlutfall sé núna að jafnaði um 67% í bandarísku viðskiptalífi. I þriðja lagi að timi forstjóra í starfi verði enn styttri, en hann er nú um 9 ár að jafnaði. Sömuleiðis að nýr forstjóri fái aðeins eitt ár til að sanna sig. í fjórða lagi að eftir tuttugu ár fari enn meiri timi for- stjóra í að byggja upp sterkar liðsheildir og stjórna þeixu, því muni reyna meira á mannleg samskipti þeirra og að sama skapi vaxi krafa um séi'hæfða hæfileika næstráðenda og milli- stjórnenda, eins og gagnvart Netinu og upplýsingatækninni. Loks segir að eftir tuttugu ár verði hraðinn í viðskiptum talsvert meiri og viðskiptin flóknari þannig að forstjórar verði að straumlínulaga fyrirtæki sín enn frekar, hafa skipuritið nán- ast lárétt þannig að ákvarðanatakan sé sem víðast. Svo mörg voru þau orð. 33 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.