Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 57
Greinarhöfundur, Arni Hardarson, hdl., forstöðumaður skatta- og lögfrœðisviðs Deloitte & Touche: „Sú regla skattalaga að söluhagnaður hlutabréfa sé skattlagður öðruvísi en allar aðrar fjármagnstekjur hefur því einungis leitt til þess að tekjur rík- issjóðs eru lægri en annars hefði verið. “ FV-mynd: Geir Ólafsson. grannaeftirlit, sem hvatt er til með lögbundinni birt- ingu álagningarskrár, einföldun skattskila, erfða- mál, lágmörkun eignarskatta eða frestun/lágmörk- un á greiðslu tekjuskalts. Algengasta ástæðan er sjálfsagt sú síðastnefnda, þ.e. frestun eða lágmörk- un viðkomandi á greiðslu tekjuskatts hérlendis. Þetta skýrist af því að söluhagnaður einstaklinga af hlutabréfum umfram 3,2 milljónir (helmingi meira hjá hjónum og fólki í sambúð) skattleggst með tekjuskatti en ekki fjármagnstekjuskatti, sem þýðir stökk úr 10% skatti í 38% og í flestum tilvikum 45% skatt, þ.e. hátekjuskatt, ef ákvæði 7. mgr. 17. gr. laga nr. 75/1981 er ekki nýtt. Þar kemur fram varð- andi skattskyldu einstaklinga á söluhagnaði af hlutabréfum að kaupi hann önnur hlutabréf í stað hinna seldu innan tveggja ára færist söluhagnaður- inn til lækkunar á kaupverði nýju bréfanna. Einstak- lingurinn þarf því að finna nýtt hlutafélag til að ijár- festa í ef hann vill lágmarka og fresta skattgreiðslu af söluhagnaðinum og greiða þannig skatt sem er nær 10% í stað 45%. Ráða má af lögskýringargögn- um, þ.á m. umræðum á Alþingi, að ákvæði um frest- un skattlagningar og skilyrði um endurfjárfestingu hafi upphaflega verið sett til þess að hvetja einstak- linga til áframhaldandi sparnaðar og til þess að örva fjárfestingu í atvinnulífi hérlendis. Ekki er hins veg- ar sérstaklega tekið fram í lagaákvæðinu að Qárfest- ingin verði að vera í íslensku hlutafélagi. Svar rikisskattstjóra Til þess að koma í veg fyr- ir misnotkun á reglunni og sannreyna túlkun hennar var ríkisskattstjóra send skrifleg fyrir- spurn þar sem óskað var svars við því hvort fjár- festing einstaklinga í erlendum félögum félli undir regluna. Þessu svaraði rikisskattstjóri í bréfi sínu, dags. 5. september 1996, en þar segir: „Ekki skiptir máli frá hvaða ríki hin erlendu hlutabréf eru en áskilja verður að um sé að ræða hlutabréf sem falla að almennum viðskiptareglum sem um slík bréf gilda.“ Þetta er skilyrði sem á við um hlutafélög nánast hvar sem er í heiminum, enda um að ræða reglu er lýsir einu af einkennum hlutafélaga, þ.e. að hlutir í félaginu geti gengið kaupum og söl- um og að almennar viðskiptabréfareglur gildi um viðskipti með hlutabréf í félaginu. Þegar einstaklingurinn með söluhagnaðinn ákveður að nýta sér lramangreinda heimild tekjuskattslaga um endurljárfestingu í hlutabréfum liggur beinast við að kanna hvar hagstæðast er fýrir hann að fjárfesta. ur ekki í hyggju að selja heldur fer frekari ijárfesting einstak- lingsins fram í gegnum félagið, sem greiðir síðan eigendum sínum arð af fjárfestingunni. Skattalega hagræðið hér er sú regla íslenskra skattalaga að ekki er um að ræða þak á öðrum fjármagnstekjum en söluhagnaði hlutabréfa. Þannig er sama hversu mikinn arð hluthafinn fær greiddan, hann er allur skatt- lagður með 10% ijármagnstekjuskatti. Samkvæmt íslenskum skattalögum er því að þessu leyti hagstæðara að fá ijár- magnstekjur í formi arðs en söluhagnaðar. Fjárfestar laðaðir að Mörg ríki hafa sett skattareglur sem miða að því að laða að slíka fjárfesta og felast þessar reglur, í sem einföldustu máli, m.a. í því að undanþiggja eignarhaldsfé- lög tekjuskatti af söluhagnaði og mótteknum arði og heimila útgreiðslu arðs án afdreginnar staðgreiðslu. Með því að ijár- festa í slíku félagi hefur hinn íslenski ijárfestir því fullnægt skil- yrðum skattalaga um fjárfestingu í lilutafélagi og greiðir því einungis ijármagnstekjuskatt af 3,2 milljónum króna eða um 320 þúsund krónur og verður ekki skattskyldur frekar af sölu- hagnaði sínum fyrr en við sölu á hlulabréfunum í liinu erlenda félagi. Það eru hins vegar hlutabréf sem einstaklingurinn hef- Siðferðislega rangt? En er þetta að einhverju leyti siðferð- islega rangt hjá þeim aðila er ákveður að skipa ijármálum sín- um með þessum hætti og leitast þannig við að lágmarka þann skatt er hann greiðir? Er að einhverju leyti verið að fara fram hjá þeim reglum er hér á landi gilda? Allir ættu að vera sammála um að hverjum manni ber að greiða til hins opinbera það sem lög og reglur landsins kveða á um, burtséð frá því hvort þessar reglur séu í öllum tilvikum íyllilega réttlátar. Um leið ættu allir að vera sammála um að skattþegnar landsins eiga ekki að greiða meira í skatt en þess- ar sömu reglur kveða á um. Þannig er í fyllsta máta eðlilegt að 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.