Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 62
halda og endurnýja kerfishugbúnað og tölvubúnað. Starfsmenn
fyrirtækisins geta einbeitt sér fullkomlega á eiginlegu viðskipta-
sviði fyrirtækisins í stað þess að hafa áhyggjur af tölvukerfinu.
„Allir okkar útreikningar og annarra sýna fram á að það er
hægt að spara í rekstrarkostnaði með því að fara í kerfisleigu.
Með þessum hætti reka fyrirtækin tölvukerfi sin á einfaldari,
hagkvæmari og öruggari máta, þ.e.a.s. þau láta aðra sjá um
reksturinn og staðsetninguna og einbeita sér sjálf að sínu
sviði. Félagslega breytingin er sú að skrifstofa framtíðarinnar
verður ekki lengur bundin við skrifborðið á vinnustaðnum.
Starfsmenn geta haft aðgang að gögnum sínum hvar sem er,“
segir Magnús.
Mislangt á veg homin íslensku fyrirtækin eru mislangt
komin á leið sinni að því að bjóða upp á kerfisleigu. Skýrr er
að sögn Magnúsar komið langlengst í þróuninni og býður
þegar upp á þessa þjónustu. Fyrirtækið leggur til húsnæði og
tæknibúnað, annast allan rekstur á vélbúnaði, sér um afrita-
töku og þjónustu allan sólarhringinn allan ársins hring, veitir
aðgang að húsnæði og leggur til loftræstikerfi, eldvarnakerfi,
þjófavarnakerfi, myndavélakerfi, lagnakerfi, símakerfi, mið-
lægt rafmagn og varaafl, svo að það helsta sé talið.
Álit er dæmi um hýsingarfyrirtæki sem hefur byggt upp
tölvukerfi fyrirtækja, sinnt rekstri þeirra og haldið þeim
gangandi. Starfsmenn fyrirtækisins hafa fram að þessu ekið
Álit er óháð rekstrar-og ráðgjafafyrirtæki á tölvumarkaði
og frumkvöðull á sínu sviði hérlendis. Við sérhæfum okkur
í rekstri á öllum tegundum tölvukerfa og tökum ábyrgð á
rekstri tölvukerfis þíns gegn föstu mánaðargjaldi.
Með þjónustusamningi við Álit leigir þú úrvals tölvudeild
sem hefur þeirra hagsmuna einna að gæta að tölvukerfi
þitt starfi eins og til er ætlast.
Kynntu þér kosti
þjónustusamnings
Álits fyrir þig og
fyrirtæki þitt.
Rekstur tölvukerfa og óháð ráðgjöf
Outsourcing and Consulting
ÁUT EHF. • ENGJAVEGUR 6 • 104 REYKJAVIK
SÍMI 51 0 1400 • FAX 510 1409 • TÖLVUPÓSTUR alit@alit.is
62