Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 58
ENDURSKOÐUN í árlegri fjölmiölaumfjöllun um skattakóng Reykjavíkur kom fram að megin- ástæða þess að sá einstaklingur var skattakóngur í ár var hagnaður af sölu rekstrareignar. í skattalögum er að finna heimildir til frestunar sölu- hagnaðarins þegar um slíkt er að ræða. þegar skattaðili á rétt á tilteknum frádrætti frá tekjum þá nýti hann sér þann frádrátt og ef að skattaðili á rétt á bótum, eins og t.d. vaxtabótum, þá miði hann skattskil sín við að fá þær bætur. I árlegri ijölmiðlaumijöllun um skattakóng Reykjavíkur kom fram að meginástæða þess að sá einstaklingur var skatta- kóngur í ár var hagnaður af sölu rekstrareignar. I skattalögum er að finna heimildir til frestunar söluhagnaðarins þegar um slíkt er að ræða. Fjallað var um það af velþóknun að skatta- kóngurinn skyldi ekki nýta sér þessar heimildir og getur und- irritaður tekið undir það, enda var skattakóngurinn ekki að greiða meira en honum bar. Viðkomandi virðist hafa metið það svo að ekki hafi verið fyrir hendi rekstrarlegar ástæður til frest- unar skattgreiðslna og ákvað hann því tímasetningu greiðsl- unnar í ár í stað þess að fresta henni. Hvað varðar söluhagnað hlutabréfa á hins vegar annað við þar sem í þeim tilvikum er beinlínis um að ræða fjárhæðina, sem greidd er í skatt, en ekki tímasetninguna þar sem um aðra skattprósentu er að ræða. islendingar, heimilisfastir á íslandi Skv. 1. tl. 1. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt hvílir skylda á einstaklingum, heimil- isföstum á Islandi, að greiða tekjuskatt af öllum tekjum sínum, hvar sem þeirra er aflað, og eignarskatt af öllum eignum sínum, hvar sem þær eru. Engu skiptir því hvort um er að ræða tekjur frá eignarhaldsfélagi erlendis eða fjárfestingu í félagi hérlendis, tekjurnar eru jafn skattskyldar. Islendingurinn, sem hefur íjár- fest í eignarhaldsfélaginu erlendis, fullnægir því skattareglum hérlendis með því að telja fram og greiða skatt af tekjum sínum frá hinu erlenda félagi. Reglur íslenskra skattalaga eru hins veg- ar þess efnis að hagstæðara er að Qárfestingin sé erlendis, þ.e. í þeim ríkjum sem með skattareglum laða að slíka ijárfesta. 5% eða 30% tekjuskattur? Ef ganga á út frá því að löggjafinn sé sá aðili er líta skal til við ákvörðun þess er teljist gott „skattasiðferði" er ekki annað að sjá en að löggjafarvaldið hér- lendis hafi lagt blessun sína yfir leit Islendinga að skattalega hag- stæðasta umhverfinu til fjárfestinga. Löggjafinn hefur með laga- setningu fallist á að skaltlagningarreglur séu hluti af hinu alþjóð- lega samkeppnisumhverfi sem ísland hrærist í og ákveðið að taka þátt í þeirri samkeppni. Hér er m.a. átt við samþykkt laga nr. 31/1999, um alþjóðleg viðskiptafélög, sem kveða á um lægri skattprósentu tiltekinna íslenskra félaga, þ.m.t eignarhaldsfé- laga, að nánari skilyrðum fullnægðum. Tekjuskattsprósenta þessara félaga er 25 prósentustigum lægri en annarra hlutafé- laga hér á landi, þ.e. 5% í stað 30%. Einkum er þetta hagstætt ef félagið er í eigu erlendra aðila, þar sem arðgreiðslur þessara fé- laga eru girtar af gagnvart Islendingum með því að þær eru skattlagðar með tekjuskatti hjá íslenskum einstaklingum en ekki fjármagnstekjuskatti og ekki frádráttarbærar hjá íslenskum lögaðilum. Komið hefur í Ijós að ekki hefur tekist sem skyldi við samningu laganna og viðurkennt að úrbóta sé þörf ef þau eiga að ná þeim megintilgangi sínum að laða að erlenda fjárfesta. Svo virðist sem vilji sé fyrir hendi af hálfu stjórnvalda að fara í þá lag- færingarvinnu sem þörf er á til að ná markmiðum laganna enda hefur komið fram af þeirra hálfu að líta verði til þeirrar skatta- legu samkeppni sem ríkir í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Þeir erlendu fjárfestar, sem verið er að laða að eru fjárfestar sem með því sem hér á landi hefur verið kallað skattafyrirhyggja eða skattaskipulagning sjá sér hag í því að nýta sér þær skattareglur er alþjóðlegu viðskiptafélögin hafa upp á að bjóða. Breyta reglunum Af framangreindu má sjá að öll umræða í þá átt að ekki sé eðlilegt að aðilar með ótakmarkaða skatt- skyldu á Islandi geti lækkað skatta sína hérlendis með Jjárfest- ingum sínum erlendis er á villigötum og í ósamræmi við það al- þjóðaumhverfi sem Island er og vill vera hluti af. Miklu nær væri að huga að þeim skattareglum sem í gildi eru hér á landi, reglum sem beinlínis hvetja íslenska íjárfesta til þess að tjár- festa frekar í eignarhaldsfélögum erlendis heldur en að Jjár- festa hérlendis. Hér er sérstaklega átt við þá reglu að söluhagn- aður umfram tiltekið mark hætti skattalega séð að teljast vera fjármagnstekjur, sem þær þó ljóslega eru, og skattleggist með allt að 35 prósentustigum hærri skatti. Þessi regla er orðin tímaskekkja í íslensku efnahagslifi og i óþarfa ósamræmi við þær reglur sem gilda um skattlagningu arðs eins og glögglega má sjá af neðangreindu dæmi: Einstaklingur hefur átt og rekið hlutafélag lengi og uppsaín- aður hagnaður félagsins eftir skattgreiðslur er orðinn 98 millj- ónir og upphaflegt framlag hans í formi hlutaíjár var 2 milljón- ir. Hagnaður af félaginu er í samræmi við væntingar fjárfesta, sem eru tilbúnir að kaupa félagið á 100 milljónir. Selji hluthaf- inn hlutabréf sín á 100 milljónir verða 98 milljónir skattskyldar sem hagnaður af sölu hlutabréfa. Eigandinn borgar því 10% fjármagnstekjuskatt af 3,2 milljónum en afgangurinn 94,8 millj- ónir eru skattlagðar með allt að 45% skatthlutfalli ef eigandinn notfærir sér ekki heimildir skattalaga um frestun skatt- greiðslna með enduríjárfestingu í hlutafélagi. Skv. 3. mgr. 9. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt telst til arðs úthlutun við félagsslit, sem er umfram kaupverð bréfanna. Af því leiðir að ef þessi sami einstaklingur slitur félaginu sínu í stað þess að selja það og til hans renna 100 milljónir þá greiðir hann 10% íjármagn stekj u skatt af 98 milljónum. Ef einstaklingur- inn ákveður að fara þriðju leiðina og greiða sér 98 milljónir í arð og selja bréfin á 2 milljónir þá er einnig um það að ræða að hann greiði 10% fjármagn stekj u skatt af 98 milljóna króna arðinum. Þetta dæmi vekur óneitanlega upp þá spurningu hvort ekki sé kominn tími til að fara að skattleggja allar íjármagnstekjur einstaklinga utan rekstrar, þ.m.t. söluhagnað hlutabréfa, sem tjármagnstekjur. Með því væri einstaklingum gefnar frjálsari hendur við ráðstöfun tjármuna sinna og íslenskir tjárfestingar- kostir væru nær því að standa jafnfætis þeim erlendu í sam- keppni um Jjármagnið. Reynslan hefur nefnilega ótvirætt sýnt að menn greiða ekki 45% tekjuskatt ef þeir hafa möguleika á að greiða mun lægri prósentu skv. skattalögum. Sú regla skatta- laga að söluhagnaður hlutabréfa sé skatflagður öðruvísi en all- ar aðrar tjármagnstekjur hefur því einungis leitt til þess að tekj- ur ríkissjóðs eru lægri en annars hefði verið. 53 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.