Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 24
Þórður Magnússon, stjórnarformaður Gildingar: „Hjá okkur gilda
skýrar verklagsreglur: Það verða að minnsta kosti alltaf tveir að taka
ákvörðun, síðan þrír eða fjórir eftir jjárhæðum. Þegar komið er yfir
ákveðin mörk þarfsamþykki stjórnar."
Heimir Haraldsson, framkvæmdastjóri Gildingar: „Markmiðið er að
hámarka ávöxtunina, það erekki markmið að eiga hluti lengi eða ná
völdum - nema þá tímabundið. “
Enginn viðskiptavinur
Gilding er hvorki banki ná verðbréfafyrirtæki og veitir enga almenna fjármála-
þjónustu. Það á því engan viðskiptavin í hefðbundinni merkingu þess orðs.
Mest fjárfest í Skráðum bréfum Um það hvort Gilding muni
aðallega íjárfesta í nýjum fyrirtækjum segir Þórður svo ekki
veraheldurverði það að langmestu leyti í skráðum hlutabréfum
og félögum sem stefna að skráningu eða gætu sameinast öðr-
um á markaði. Þessum íjárfestingum mun Gilding fylgja eftir
með virku eignarhaldi.
Þórður segir ennfremur að þótt félagið hafi kynnt stefnu sína
og markmið að undanförnu muni það ekki láta mikið fyrir sér
fara í fjölmiðlum nema þá þegar greint sé frá því hvað fyrirtæk-
ið hafi þegar gert, hvar það hafi fjárfest.
Eitt markmið: Að hámarka ávöxtunina Heimir: „Við höfum til-
kynnt að við ætlum að hafa um 40 til 60% af ijárfestingum okk-
ar hérlendis. Erlendis leggjum við sérstaka áherslu á Evrópu;
þar horfum við ekki síst til Norðurlandanna. Við ætlum ekki að
njörva okkur fyrirfram niður við einstaka flokka fyrirtækja eins
og tæknifyrirtæki, banka og svo framvegis. Við verðum sveigj-
anlegir og blöndum saman áhættu og væntingum um arðsemi
og horfum opnum augum á hvert einstakt mál, metum hvert
tækifæri fyrir sig. Við starfsmennirnir leggjum mikið undir
sjálfir og tökum áhættu á sama hátt og aðrir hluthafar í félag-
inu. Helsta keppikefli okkar er að hámarka ávöxtun á heildar-
hlutaíjáreigninni á hverjum tíma til að ná settu markmiði fé-
lagsins um 25% arðsemi eiginijárins á ári.“
Heimir leggur áherslu á að hlutaféð sé inngreitt í pening-
um og að það sé afar mikilvægt. „Markmiðið er að hámarka
ávöxtunina, það er ekki markmið að eiga hluti lengi eða að ná
völdum í fyrirtækjum til þess eins að ná völdum, né heldur að
byggja ijárfestingar á viðskiptatengdum hagsmunum. Við höf-
um hins vegar sagt að við stefnum að virku eignarhaldi í inn-
lendum fyrirtækjum og að félagið muni láta að sér kveða í um-
breytingu og samrunaferli fyrirtækja. I tengslum við það kann
því að koma til tímabundinnar yfirtöku í einhverjum tilvikum."
Skýrar reglur um heimildir starfsmanna innan Gildingar hef-
ur farið drjúgur tími í að búa til reglur um heimildir starfs-
manna og einstakra starfsmannahópa til að ljárfesta og taka
ákvarðanir. „Það getur enginn einn maður tekið ákvörðun um
íjárfestingu. Það er meginregla okkar,“ segir Þórður. „Það
verða að minnsta kosti alltaf tveir að koma að málinu, síðan
þrír eða íjórir eftir ijárhæðum. Þegar komið er yfir ákveðin
mörk þarf samþykki stjórnar fyrir íjárfestingunni. Þessar
24