Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 74
VIÐSKIPTAÁÆTLAMR Bestu viðskiptatækifærin Bestu viðskiptatækifærin felast þar sem framlegð er há, viðskiptavinir greiða áður en fyrirtækið afhendir vöru, fastafjármunir eru lágir og nýr aðgangur að greininni er erfiður. greiða fyrir áskrift áður en þeir fá tímaritið í hendur. Ef útgef- endum tekst að halda úti áhugaverðu riti hefur það sýnt sig að áskrifendur hafa tilhneigingu til að framlengja áskrift sem þýðir lágan stigvaxandi markaðskostnað. Það er alltaf auð- veldara og ódýrara að halda í viðskiptavini en ná í nýja. Ef lýð- fræðilegt einkenni lesenda er aðlaðandi nota auglýsendur blaðið sem auglýsingamiðil. Það þarf litla ijárfestingu í vélum og tækjum til að gefa út tímarit; prentun og dreifing er oftast í höndum verktaka sem eru sérhæfðir til verksins. Ritstjórn- arkostnaður tímarita er yfírleitt lágur. í hnotskurn, tímaritaút- gáfa hefur öll helstu einkenni aðlaðandi markaðar. Vitanlega fer þessi staðreynd ekki fram hjá neinum. Því eru á ári hverju hundruð tímarita gefin út í fyrsta sinn. Vandamálið er hins vegar mjög hár kostnaður við að vinna til sín lesendur á mark- aði þar sem flestar glufur hafa verið uppfylltar og þörfum sinnt. Þess vegna lifa mörg tímarit ekki lengi og markaðurinn reynist erfiður þótt hann sé aðlaðandi. C) Ylri þættir Viðskiptaáætlun ætti að nefna keppinauta í nú- tíð og framtíð • Hverjir eru núverandi keppinautar? • Hvaða auðlindum hafa þeir yfir að ráða? • Hverjir eru styrkleikar og veikleikar þeirra? • Hvernig munu þeir bregðast við innkomu nýs fyrirtækis? • Hvernig skal þeim viðbrögðum svarað? • Hveijir aðrir geta nýtt sama tækifæri? • Hvaða möguleikar eru til samstarfs við aðra á sama mark- aði? Viðskipti eru sem skák, nauðsynlegt er að geta séð nokkra leiki fram í tímann til að eiga möguleika. Þjóðhagfræðilegir þættir eins og stig hagvaxtar, verð- bólga, gengi og vextir skipta allir máli. Sömuleiðis skipta lög og reglugerðir máli. Dæmi um það geta verið skattareglur og reglur um aðgengi að ijármagni fyrir einka- og ríkisrekin fyr- irtæki. Breytingar á reglum geta jafnframt skapað tækifæri, eins og átti sér stað seint á áttunda áratugnum og í byrjun þess níunda þegar reglugerðir um flugrekstur voru rýmkað- ar verulega. Þegar viðskiptaáætlun er lesin yfir ætti að leita eftir að minnsta kosti tveimur þáttum varðandi ytri aðstæður. í fyrsta lagi hvort frumkvöðlarnir hafi yfirleitt gert sér grein fyrir ytri áhrifavöldum og í annan stað hvort þeir geri sér grein fyrir þeirri staðreynd að ytri þættir geta breyst og hvort þeir hafi áætlað áhrif þeirra breytinga. Að lokum má spyrja hvort frumkvöðlarnir geti haft áhrif á ytri þætti eins og reglugerðir eða sett viðmið fyrir greinina? d) Samningar Flestir leiða hugann að verðmætamati og skil- málum þegar samningar eru nefndir til. Hversu stóran hluta af fyrirtæki þarf ffumkvöðull að eftirláta íjárfestum til að ná ijár- mögnun? Hvaða skilmálar nást um fjármögnun? Þetta eru þær spurningar sem eru efst á baugi. Það er einkenni hjá írumkvöðlum að þeir vilja halda í al- gjöru lágmarki því hlutfalli eigin fyár sem þeir láta af hendi við ijármögnun. Að auki virðast þeir leita sérstaklega eftir ijárfest- um sem munu verða eins óvirkir í rekstrinum og frekast er kostur. Ef allur skali ijárfesta er tekinn þá eru það helst lækn- ar og tannlæknar sem uppfylla þessi skilyrði frumkvöðlanna, en áhættuijárfestar eru síst aðlaðandi kostur. Hins vegar er það svo að það skiptir oft meira máli frá hveij- um Jjármagnið kemur en eiginlegir skilmálar. I grundvallaratriðum eru áhættuijárfestingar áhættusamar eins og heitið ber með sér. Margt af því sem getur farið úr- skeiðis í upphafi rekstrar mun fara úrskeiðis. A endanum taka flestar ijárfestingar meiri tíma og kreijast meira ijármagns en upphaflega var ætlað. Það á ekki að vera markmið að lágmarka „útþynningu" á hveiju stigi rekstrarins, heldur að hámarka virði hlutabréfanna á endanum. (skýr.: útþynning: Að frum- kvöðullinn lætur meira og meira af eigin hlutafé í félaginu til ijárfesta). Reynslan sýnir að það kann að reynast frumkvöðlum dýrt að leita ekki til fagijárfesta. Þegar slæmu fréttirnar berast (og þær gera það óumflýjanlega), verða óreyndari ijárfestar oft bæði svekktir og skelfdir í senn. Þeir neita að veita rekstrinum frekari liðveislu og eru undrandi á að allt skyldi ekki hafa geng- ið samkvæmt áætlun. I slíkum tilfellum getur verið erfitt að laða að nýja fjárfesta. Alvinnuijárfestar geta aðstoðað frumkvöðla og ný fyrirtæki mikið og í raun getur hlutdeild þeirra ein og sér aukið verð- mæti fyrirtækis. Þekktir atvinnuijárfestar koma inn með sam- bönd og reynslu. Þeir skilja hvernig á að setja saman stefnu- mótun og aðgerðaráætlun. Þeir aðstoða við að ráða inn gott fagfólk og eru jafhffamt í hlutverki „móralskra" stuðnings- manna. Reyndir fagfjárfestar örvænta síður þegar slæmu frétt- irnar berast, þeir bretta fremur upp ermarnar og taka á vand- anum með stjórnendum fyrirtækisins. Annar mikilvægur hluti samnings er hvernig ijármagns er aflað og á hvaða tíma í ferli fyrirtækis. Ef fyrirtæki í hugbúnað- argerð þarfnast 10 milljóna dollara, þá er ólíklegt að það finni fjárfesta sem eru reiðubúnir til að leggja fram allt ijármagnið í upphafi. Fjárfestar vilja reiða ifam féð eftir því sem verkið vinnst og eiga réttinn til að ganga út úr samstarfinu ef að lið stjórnenda eða hugmyndin gengur ekki upp. Þegar kemur að því að setja saman samning þá er reynsla flestra fagijárfestra sú að einfaldir og skýrir samningar séu bestir. Skynsamlegir samningar ættu að hafa eftirfarandi ein- kenni: • Þeir eru einfaldir. • Þeir eru sanngjarnir fyrir báða aðila. • Þeir lýsa trausti frekar en lagalegum skilyrðum. • Þeir eru sveigjanlegir þannig að þeir slitna ekki þótt eitt- hvað breytist frá upphaflegri áætlun. • Þeir fela ekki í sér öfugsnúinn hvata þannig að annar aðil- inn hagi sér í óhag hins. 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.