Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 46
FRÉTTASKÝRING Móðurfyrirtæki Eddu eiga mikið af efni sem gefa má út á rafrænu formi og því velta menn fyrir sér hvort út- gáfuréttur geti ekki nýst á fleiri sviðum en á milli bókaspjalda. Það kostar auðvitað verulegt átak að koma gamla efninu út á rafrænu formi og velta menn fyrir sér hvernig því verður sem best komið á framfæri. Nokkur reynsla er þegar í húsi því að Mál og menning hefur verið með stóra heimasíðu og rekið netverslun í nokk- ur ár og Iceland Review hefur haft sig mjög í frammi með daglegum fréttum á ensku og póst- verslun á Netinu. Þá hefur Mál og menning gefið út raf- rænar orðabækur eftir Matthías Magnússon sem hafa geng- ið vel. „Með Netinu halda sumir að bókaútgáfa verði óþörf en það er Stjórnendur Eddu é Stjórn: Ólafur Ragnarsson formaður, Þröstur Ólafsson vara- / formaður. Aðrir í stjórn: Guðfinna Bjarnadóttir rektor, Örnólf- ur Thorsson bókmenntafræðingur og Ólafur Jóhann Ólafs- son rithöfundur. Fimm manna framkvæmdastjórn stýrir daglegri starfsemi. • Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri útgáfusviðs, er formaður framkvæmdastjórnar. Hann er jafnframt útgáfu- ' stjóri bókaforlags Máls og menningar. • Bernhard A. Petersen, framkvæmdastjóri rekstrar- og fjár- málasviðs, gegnir varaformennsku í framkvæmdastjórn. • Sigurður Svavarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs, stýrir jafnframt starfsmannamálum, verslunarrekstri og sölu í gegnum bókaklúbba. • Kjartan Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri markaðs- og þró- unarsviðs, hefur einnig umsjón með nýmiðlun á vegum fyr- irtækisins. • Pétur Már Ólafsson, aðstoðarframkvæmdastjóri útgáfu- sviðs, stýrir jafnframt útgáfu á vegum bókaforlags Vöku- Helgafells. vitleysa. Netíð er mesta ruslakista heims og því þurfum við að styrkja ímynd þess efnis sem við getum komið á framfæri og eftirspurn eftír vönd- uðu og ritsfyrðu efhi mun aukast Uppfinning Gutenbergs hefur haldið velli í 500 ár en nú er ver- ið að þróa tölvuskjái sem gætu komið í staðinn. í framtíðinni munu tölvufyrirtækin framleiða hug- búnað, við sjáum um efhið,“ segir Halldór. Bjartsýni fyrir jóiin Þegar litið er á bóka- markaðinn í haust er erfitt að segja hvernig landslagið lítur út fyrr en eftir áramót. Um 500 titlar voru gefnir út fyrir síðustu jól og verður titlafjöldinn líklega svipaður nú þó að bókamarkaðurinn sé að taka á sig nýja mynd. Brotthvarf Jóhanns Páls virðist ekki hafa haft mikil áhrif á sölu Máls og menningar, eftir því sem best verður séð. Eng- ar veltubreytingar áttu sér stað fyrstu sex mánuði ársins þó að með Jóhanni Páli hafi horfið á brott bæði markaðs- og sölu- stjóri fyrirtækisins. Um tíma voru ýmis teikn á lofti um að seinkun yrði á útgáfunni en svo verður ekki. Ljóst er að titlum Forlagsins fækkar úr 25 í fimm til tíu en það er aðeins lítið brot af þeim 200 títlum sem Mál og menning gefur út á árinu. Vaka- Helgafell gefur út 100 titla á árinu. „Það er full ástæða til að vera bjartsýnn gagnvart jólaver- tíðinni. Það árar vel og kaupmáttur er með ágætum. Mér virð- ist að útgefendur muni tefla fram mjög góðri útgáfu í ár, bæði fjölbreyttri og skemmtilegri, og því er full ástæða til að búast við spennandi bókamarkaði," segir Jóhann Páll sem sendir hátt í 40 titla á markað í ár. En má búast við að fleiri sameiningar eigi sér stað í framtíð- inni? Um þetta eru skiptar skoðanir. Haildór telur hugsanlegt að það skýrist í byijun næsta árs en Jóhann Páll telur ólíklegt að miklar breytíngar verði í nánustu framtíð, hvað svo sem síðar verður. „Það kæmi mér ekki á óvart ef þrír aðilar yrðu fyrirferðar- miklir á markaðnum og að smærri útgefendur drægju sig í hlé. Einstaklingar hafa alltaf séð hagnaðarvon á bókamarkaði og ver- ið tilbúnir að freista gæfunnar því að það er ekki flókið að gefa út bækur en þetta hefur dregist saman upp á síðkastið enda málið mun flóknara en að koma bara bókunum á prent,“ segir hann.B!] Hópar fólks sem æskja fræðslu um tiltekið efni sem ekki er á námsskrá geta snúið sér til okkar og við reynum að koma til móts við óskir þeirra. Skólagjöld í Námsflokkum Reykjavfkur miðast við kennslustundafjölda og er haldið I lágmarki. Kennt verður í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1 og f húsnæði okkar í Mjódd, Þönglabakka 4. Upplýsingar í síma: 551 2992 - fax: 562 9408 ■, netfang: nfr@rvk.is * http://www.rvk.is/nfr. Grunnskólastig: Grimnnám. Fornám. Samsvarar 8., 9.og 10. bekk grunnskóla. Gpprifjun og undirbúningur jyrir framhaldsskóla. Framhaldsskðlastig: Almennur kjarnifyrstu tveggja ára framhaldsskóla. Bóklegar greinar heilbrigðisbrauta. Aðstoðarkennsla: í stœrðfrœði fyrir nemendur í grunn- og framhaldsskóla. Innritun ferfram 28. ágúst - 1. september 2000 Almennir flokkar - Frístundanám Fjölbreytt tungumálanám: Danska, norska, sœnska, enska, þýska, hollenska, franska, ítalska, spœnska, portúgalska, rúss- neska, pólska, japanska, arabíska og kínverska. Talflokkar í ýmsum tungumálum, lesnar bókmenntir, blaðagreinar o.jl Tal- flokkar og upprifjun í þýsku, frönsku, spœnsku og ítölsku fyrir þá sem hafa áður lœrt en lítið notað þessi tungumál. íslenska fyrir útlendinga (l.-4.stig) dag og kvöldkennsla. íslenska talflokkur, íslenska ritun (stafsetning og málfræði). Verklegar greinar og myndtistarnámskeið: Fatasaumur, skrautskrift, postulínsmálun, bókband, glerlist, teikning, olíumálun, vatnslitamálun, prjón, myndprjón. Önnur námskeið m.a. trúarbragðasaga, matreiðsla fyrir karlmenn, listasaga og húsgagna- viðgerðir. Innritun ífrístundanám ferfram 4. - 15. september 2000 V____________________________________________ý T?vf4. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.