Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 28
Atvinnurekstrartrygging TM - Þarfir viðskiptavina í fyrirrúmi:
Veitum sérfræðiráðgjöf
og persónulega þjónustu
Tryggingamiðstöðin hf. býður upp á
samsetta vátryggingavernd, svokall-
aða Atvinnurekstrartryggingu TM,
þar sem raðað er saman þeim vátrygg-
ingum sem fyrirtæki, stjórnendur þeirra og
starfsmenn þurfa á að halda - allt undir
einum hatti.
Tryggingamiðstöðin hefur boðið upp á samsetta atvinnurekstrartrygg-
ingu frá árinu 1989 til þæginda fyrir viðskiptavini. Starfsemi fyrirtækja
og aðstæður allar eru afar mismunandi og þess vegna fer samsetning
tryggingarinnar alfarið eftir því hvaða óskir og þarfir hvert fyrirtæki hef-
ur. Algengt er að undir atvinnurekstrartryggingu falli brunatrygging á
lausafé og húseignum, rekstrarstöðvunartrygging, slysatrygging laun-
þega, ábyrgðartrygging fyrir atvinnurekstur og ökutækjatrygging.
Einnig geta fallið undir hana sjúkra- og slysatryggingar, víðtækar
lausafjártryggingar, farmtryggingar, skipatryggingar og þannig mætti
lengi telja.
Sérsniðin að rekstrinum
Atvinnurekstrartrygging TM er sveigjanleg og sniðin að fyrirtækja-
rekstri, gildir þá einu hvert umfang og eðli rekstrarins er. Tryggingunni
er ætlað að mæta óvæntum áföllum sem
fyrirtæki kunna að verða fyrir og halda
neikvæðum áhrifum þeirra í lágmarki. Fram-
setning upplýsinga er skýr og einföld og
markmiðið er að veita viðskiptavinum
örugga og hagkvæma vátryggingarvernd.
Hver viðskiptavinur hefur sinn eigin
vátryggingaráðgjafa sem hann getur leitað
til. Ráðgjafinn hefur umsjón með endurnýj-
un á tryggingum viðskiptavina og fer reglu-
lega yfir vátryggingarvernd þeirra. Hjá TM
starfar fjöldi sérfræðinga á öllum sviðum
vátrygginga og forvarna og hefur viðskipta-
vinurinn að sjálfsögðu fullan aðgang að
þeim.
„TM hefur þá sérstöðu á markaðnum að
Fyrirtækjatryggingadeild veitir ráðgjöf og
aðstoð með allar tryggingar, hvort sem í
hlut eiga bifreiða-, bruna- eða farmtrygg-
ingar, svo eitthvað sé nefnt, auk þess sem
stjórnendur fyrirtækja geta líka leitað til
okkar með sínar persónulegu tryggingar,"
segir Ingimar Sigurðsson, deildarstjóri Fyrirtækja-
tryggingadeildar.
Fagleg ráðgjöf
Þegar viðskiptavinur leitar eftir atvinnurekstrar-
tryggingu eða tilboði í tryggingar hjá TM mætir ráð-
gjafi á staðinn, skoðar fyrirtækið og metur áhætt-
una. Þarfær ráðgjafinn upplýsingar um þann rekst-
ur sem um er að ræða, eðli hans og umfang. (framhaldi af því er farið yfir
hvaða tryggingar henta viðkomandi atvinnurekstri og loks er fyrirtækinu
gert tilboð. Tryggingin er því löguð að ólíkum þörfum viðskiptavina.
„Atvinnurekstur er síbreytilegur og stöðugt þarf að endurskoða for-
sendur trygginga," segir Ingimar. „Við árlega endurnýjun trygginganna
stefnum við að því að hitta viðskiptavini, fara yfir reksturinn og endur-
meta forsendur auk þess sem við veitum ráðgjöf um forvarnir. Þetta á
ekki síðurvið um viðskiptavini á landsbyggðinni, en TM hefur umboðs-
menn á 30 stöðum um allt land og störfum við náið með þeim."
Hjá TM starfar verkfræðingur, sem veitir ráðgjöf í sambandi við for-
varnir og brunatæknilega hönnun húsa. Félagið leggur áherslu á að
hvetja fyrirtæki til að huga vel að forvörnum og er "Varðbergið",
forvarnaverðlaun TM, veitt þeim fyrirtækjum sem hafa skarað fram úr í
forvarnarmálum. Árið 1999 var Varðbergið veitt Slippstöðinni á Akureyri.
('il
Bjarni Bjarnason, Þórður Þórðarson og Einar Þorláksson vátryggingaráðgjafar í sjó- og farm-
tryggingum. A myndina vantar Pál Jónsson.
Æavinnurekstrar
tryggingiTM
28
M'tililrim'llllllrl