Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2000, Qupperneq 28

Frjáls verslun - 01.07.2000, Qupperneq 28
Atvinnurekstrartrygging TM - Þarfir viðskiptavina í fyrirrúmi: Veitum sérfræðiráðgjöf og persónulega þjónustu Tryggingamiðstöðin hf. býður upp á samsetta vátryggingavernd, svokall- aða Atvinnurekstrartryggingu TM, þar sem raðað er saman þeim vátrygg- ingum sem fyrirtæki, stjórnendur þeirra og starfsmenn þurfa á að halda - allt undir einum hatti. Tryggingamiðstöðin hefur boðið upp á samsetta atvinnurekstrartrygg- ingu frá árinu 1989 til þæginda fyrir viðskiptavini. Starfsemi fyrirtækja og aðstæður allar eru afar mismunandi og þess vegna fer samsetning tryggingarinnar alfarið eftir því hvaða óskir og þarfir hvert fyrirtæki hef- ur. Algengt er að undir atvinnurekstrartryggingu falli brunatrygging á lausafé og húseignum, rekstrarstöðvunartrygging, slysatrygging laun- þega, ábyrgðartrygging fyrir atvinnurekstur og ökutækjatrygging. Einnig geta fallið undir hana sjúkra- og slysatryggingar, víðtækar lausafjártryggingar, farmtryggingar, skipatryggingar og þannig mætti lengi telja. Sérsniðin að rekstrinum Atvinnurekstrartrygging TM er sveigjanleg og sniðin að fyrirtækja- rekstri, gildir þá einu hvert umfang og eðli rekstrarins er. Tryggingunni er ætlað að mæta óvæntum áföllum sem fyrirtæki kunna að verða fyrir og halda neikvæðum áhrifum þeirra í lágmarki. Fram- setning upplýsinga er skýr og einföld og markmiðið er að veita viðskiptavinum örugga og hagkvæma vátryggingarvernd. Hver viðskiptavinur hefur sinn eigin vátryggingaráðgjafa sem hann getur leitað til. Ráðgjafinn hefur umsjón með endurnýj- un á tryggingum viðskiptavina og fer reglu- lega yfir vátryggingarvernd þeirra. Hjá TM starfar fjöldi sérfræðinga á öllum sviðum vátrygginga og forvarna og hefur viðskipta- vinurinn að sjálfsögðu fullan aðgang að þeim. „TM hefur þá sérstöðu á markaðnum að Fyrirtækjatryggingadeild veitir ráðgjöf og aðstoð með allar tryggingar, hvort sem í hlut eiga bifreiða-, bruna- eða farmtrygg- ingar, svo eitthvað sé nefnt, auk þess sem stjórnendur fyrirtækja geta líka leitað til okkar með sínar persónulegu tryggingar," segir Ingimar Sigurðsson, deildarstjóri Fyrirtækja- tryggingadeildar. Fagleg ráðgjöf Þegar viðskiptavinur leitar eftir atvinnurekstrar- tryggingu eða tilboði í tryggingar hjá TM mætir ráð- gjafi á staðinn, skoðar fyrirtækið og metur áhætt- una. Þarfær ráðgjafinn upplýsingar um þann rekst- ur sem um er að ræða, eðli hans og umfang. (framhaldi af því er farið yfir hvaða tryggingar henta viðkomandi atvinnurekstri og loks er fyrirtækinu gert tilboð. Tryggingin er því löguð að ólíkum þörfum viðskiptavina. „Atvinnurekstur er síbreytilegur og stöðugt þarf að endurskoða for- sendur trygginga," segir Ingimar. „Við árlega endurnýjun trygginganna stefnum við að því að hitta viðskiptavini, fara yfir reksturinn og endur- meta forsendur auk þess sem við veitum ráðgjöf um forvarnir. Þetta á ekki síðurvið um viðskiptavini á landsbyggðinni, en TM hefur umboðs- menn á 30 stöðum um allt land og störfum við náið með þeim." Hjá TM starfar verkfræðingur, sem veitir ráðgjöf í sambandi við for- varnir og brunatæknilega hönnun húsa. Félagið leggur áherslu á að hvetja fyrirtæki til að huga vel að forvörnum og er "Varðbergið", forvarnaverðlaun TM, veitt þeim fyrirtækjum sem hafa skarað fram úr í forvarnarmálum. Árið 1999 var Varðbergið veitt Slippstöðinni á Akureyri. ('il Bjarni Bjarnason, Þórður Þórðarson og Einar Þorláksson vátryggingaráðgjafar í sjó- og farm- tryggingum. A myndina vantar Pál Jónsson. Æavinnurekstrar tryggingiTM 28 M'tililrim'llllllrl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.